07.12.2019
SA stúlkur koma stigalausar heim úr Reykjavíkurferð í kvöld en Reykjavík vann sanngjarnan 5:4 sigur í Skautahöllinni í Laugardalnum. Þrátt fyrir það eru SA stúlkur enn með mikið forskot í deildinni en þær eru með 13 stig en Reykjavík með 5. Næsti leikur liðanna er næsta laugardag á heimavelli SA.
04.12.2019
Kolbrún María Garðarsdóttir og Hafþór Andri Sigrúnarson hafa verið valin íshokkíkona og íshokkíkarl SA fyrir árið 2019. Voru þau heiðruð um helgina í leikhléi SA og Reykjavíkur í Hertz-deild kvenna.
02.12.2019
SA átti 3 keppendur á Íslandsmóti barna og unglinga og 3 keppendur á Íslandsmeistaramóti ÍSS í listhlaupi sem fram fór í Laugardalnum um helgina. Þær skiluðu sér allar í verðlaunasæti.
02.12.2019
Aldís Kara Bergsdóttir og Júlía Rós Viðarsdóttir báðar úr listhlaupadeild Skautafélags Akureyrar urðu Íslandsmeistarar í listlaupi nú um helgina. Júlía Rós sigraði í Advanced Novice með samanlögð stig uppá 80.83 stig. Í öðru sæti í Advanced Novice var Freydís jóna Jing Bergsveinsdóttir með 70.87 stig. Í junior flokk var það Aldís Kara Bergsdóttir sem stóð uppi sem sigurvegari með 118.22 stig. Á heimsíðu ÍSS má finna frekari upplýsingar um keppnina. Við óskum stúlkunum öllum til hjartanlega hamingju með glæsilegan árangur!
30.11.2019
Í kvöld áttust lið SA og Reykjavíkur við í Skautahöllinni á Akureyri. Fyrir leikinn í kvöld var lýst vali hokkídeildarinnar á hokkífólki ársins sem eru þau Kolbrún María Garðarsdóttir og Hafþór Andri Sigrúnarson. Við óskum þeim hjartanlega til hamingju, þau eru vel að titlunum komin.
25.11.2019
Fyrsta móti vetrarins lokið
14.11.2019
Íþróttaþátturinn Taktíkin á sjónvarpsstöðinni N4 tók listhlaupadrottningarnar okkar þær Mörtu Maríu Jóhannesdóttur og Aldísi Köru Bergsdóttur í viðtal í vikunni. Sjón er sögu ríkari en viðtalið má sjá hér.
04.11.2019
SA Víkingar lögðu Björninn á laugardag í stórskemmtilegum leik í toppslag Hetrz-deildar karla með 6 mörkum gegnum 3. SA Víkingar jöfnuðu Björninn að stigum á toppi Hertz-deildarinnar en bæði lið eru nú með 12 stig en aðeins betri markatala Víkinga skilur liðin að. Jóhann Már Leifsson og Hafþór Andri Sigrúnarson voru atkvæðamiklir að vanda í leiknum og skoruðu tvö mörk hvor.
04.11.2019
Aldís Kara hefur verið á gífurlegri siglingu undanfarið og náði nýverið stigaviðmiðum í stuttu prógrami inn á Heimsmeistaramót unglinga. Hún hefur sett hvert metið í Junior á fætur öðru síðan í janúar og var þetta Vetrarmótið þar engin undantekning. Hún bætti metið í stutta prógraminu um þrjú stig. Fyrra metið átti hún sjálf frá Vormóti ÍSS í apríl s.l. Hún bætti einnig stigametið í frjálsa prógraminu um 0.74 stig frá því að hún setti það sjálf á Haustmóti ÍSS í september s.l. Það þarf því ekki að tíunda að heildarstigametið bætti hún einnig og hvorki meira né minna en um heil 127.69 stig. Fyrra metið átti hún einnig sjálf frá Haustmótinu. Metin eru öll stigamet í Junior sem og hæstu stig sem skautari hefur fengið á landsvísu.