03.03.2023
SA leiðir einvígið gegn Fjölni 1-0 eftir sigur í vítakeppni. Engin mörk voru skoruð í leiknum en Kolbrún Björnsdóttir skoraði sigurmarkið í vítakeppninni og Shawlee Gaudreault hélt markinu hreinu hjá SA. Liðin mætast næst á laugardag í Egilshöll og þriðji leikur er á þriðjudag í Skautahöllinni Akureyri.
01.03.2023
Fyrsti leikur í úrslitakeppninni í íshokkí í Hertz-deild kvenna milli SA og Fjölnis er á fimmtudag 2. mars í Skautahöllinni á Akureyr kl. 19:30. SA eru deildarmeistarar og byrja því á heimavelli en vinna þarf þrjá leiki til þess að tryggja sér Íslandsmeistaratitlinn í íshokkí.
Miðaverð er 1500 kr. en frítt inn fyrir 16 ára og yngri. Hægt er að tryggja sér miða í forsölu í Stubb. Við hvetjum fólk til þess að mæta í rauðu og litum þannig stúkuna í okkar lit.
Sjoppan selur pizzur og samlokur svo engin þarf að fara svangur heim. Áfram SA!