16.10.2011
Fyrsta landsliðsverkefni þessa tímabils verður þátttaka U20 ára landsliðsins á HM í 3.deild sem fram fer í Nýja Sjálandi í janúar næst komandi.
13.10.2011
Hér er tengill á dagskrá dómaranámskeiðsins sem haldið verður um helgina
12.10.2011
Víkingar unnu Bjarnarmenn í gærkveldi hér í Skautahöllinni með 4 mörkum gegn tveimur.
10.10.2011
Þriðjudaginn 11 okt. SA-Víkingar fá Björninn í heimsókn og hefst leikurinn kl 19:30!
Einungis litlar 500 kr kostar inná leikinn sem er gjöf en ekki gjald!
Hart verður barist og ætla má að þetta verði hörku íshokkíleikur.
Mætum í rauðu og hvetjum okkar menn.
ÁFRAM S.A.!
06.10.2011
Það verða breyttir æfingatímar um helgina vegna Haustmóts ÍSS. Flestir A og B keppendur eru að fara suður og keppa en fyrir þá sem ekki eru að fara að keppa eru æfingar eftirfarandi:
06.10.2011
Jötnar leika sinn fjórða leik í deildinni í kvöld er þeir mæta SRingum. Jötnar sigruðu Húna en töpuðu fyrir Víkingum og Birninum en SR hafa hinsvegar unnið alla sína leiki. Víst er að ekkert verður gefið eftir í kvöld og vel þess virði að mæta og hvetja sitt lið. Leikurin hefst kl. 19,30. ÁFRAM SA.......
04.10.2011
Líkt og sjá má þá er heimasíðan okkar komin með nýtt útlit. Meðan á þessari yfirfærslu hefur staðið hefur lítið farið fyrir fréttaflutningi á síðunni og það stendur vonandi til bóta þegar flestir verða búnir að læra á hið nýja kerfi.
03.10.2011
Líkt og glöggir notendur hafa tekið eftir þá er komið nýtt útlit á heimasíðu félagsins sem er virkilega ánægjulegt. Meðan á þessu breytingaferli hefur staðið hefur verið heldur rólegt yfir síðunni og vonandi lifnar hún fljótlega aftur til lífsins þegar allir hafa lært almennilega á nýja kerfið.
27.09.2011
Fífurnar og Svarta gengið með sigra. Tveimur leikjum frestað.
26.09.2011
Akureyrarmótið í krullu hefst mánudagskvöldið 26. september. Skráningarfrestur er til hádegis sama dag.