Við þurfum lengra ístímabil

Lengi hefur verið barist fyrir lengra ístímabili án þess að nokkuð gerist. Nú hefur listhlaupadeildin hafið enn eina baráttuna til að reyna að fá þetta í gegn, búið er að senda bréf til bæjarstjóra, bæjarráðs og íþróttaráðs um von um einhver svör, einnig er búið að senda á flesta fjölmiðla landsins og vonandi fær þetta einhverja umfjöllun því ef ekkert gerist getum við pakkað saman og hætt.

Páskar í Skautahöllinni

Nú eru skólarnir komnir í páskafrí og sömuleiðis hefur dagskráin í skautahöllinni breyst.  Opið verður alla páskana frá kl. 13 - 17 og því um að gera fyrir almenning og auðvitað iðkenndur félagsins að mæta á svellið.  Einhverjar æfingar verða hjá deildum en þær eru auglýstar sérstaklega á heimasíðum deilda. 

Tímatafla páskaæfinga

Hér er tímatafla æfinga í páskafríinu..

Akureyrarmót 2011

Á Akureyrarmótinu í listhlaupi sem lauk í dag var krýndur nýr Akureyrarmeistari í listhlaupi á skautum. Hrafnhildur Ósk Birgisdóttir stóð uppi sem sigurvegari í Novice A flokknum og hlaut því titilinn Akureyrarmeistari í listhlaupi á skautum 2011. Hún hefur staðið sig gríðarlega vel í vetur, unnið vel og er því vel að titlinum komin. Við óskum Hrafnhildi Ósk innilega til hamingju með titilinn og frábæran árangur í vetur.

Akureyrarmótið gekk vel og stóðu stelpurnar okkar sig gríðarlega vel og óskum við þeim innilega til hamingju með árangurinn í dag.

Myndir frá mótinu er hægt að skoða HÉR.

ÆFINGAR Á MORGUN SUNNUDAG

Það verða æfingar á morgun!

C1 + C2 eru kl. 8:15-10:00

D er kl. 10:00-11:00 (ekki leikskólahópurinn)

A og B eru um kvöldið eins og venjuleg tímatafla sýnir

:D

Akureyrarmót 2011

Nú liggur fyrir drög að dagskrá ásamt keppnisröð á Akureyrarmótinu sjá nánar hér

Uppskeruhátíð 4. til meistaraflokka DAGSKRÁIN KOMIN Á HREINT

Laugardaginn 14. mai verður haldin uppskeruhátíð í félagsheimilinu Hlíðarbæ fyrir 4.flokk og uppúr. Allir að merkja við á dagatalinu.

Nú er formleg dagskrá tilbúin og má lesa hana með því að smella á  "lesa meira"

Stöð 2

Það kemur umfjöllun um Skautahöllina og ístímabilið á Stöð 2 eitthvað á næstunni!!

Aðalfundur hokkídeildar á fimmtudaginn næsta

Fimmtudaginn 14. apríl verður haldinn aðalfundur íshokkídeildar Skautafélags Akureyrar í fundarherbergi Skautahallarinnar kl. 20.00.  Fundarefni er venjuleg aðalfundarstörf. Fundarstjóri verður Margrét Ólafsdóttir. Félagsmenn eru hvattir til að mæta.

Bakstur fyrir Akureyrarmót

Sælir foreldrar/forráðamenn

Nú leitum við enn til ykkar með bakstur fyrir mót þ.e. Akureyrarmótið 16.apríl. Við erum að leita eftir t.d. skúffukökum, kleinum, snúðum. Má í rauninni vera hvað sem ykkur dettur í hug. Þeir sem geta aðstoðað foreldrafélagið með þetta vinsamlegast látið vita hvað þið getið komið með til rakelhb@simnet.is

Kærar þakkir

fh. foreldrafélagsins

Rakel Bragadóttir