Betri búnaður fyrir byrjendur

Frá opnun Skautahallarinnar höfum við boðum skautafólki upp á hjálma án endurgjalds en það var Sjóvá sem upphaflega styrkti okkur um bláa Jofa hjálma sem síðan hafa verið mikið notaðir síðasta áratuginn.  Nú var hins vegar kominn tími á að endurnýja a.m.k. hluta hjálmanna og aftur leituðum við til Sjóvá sem tók vel í hugmyndina og keypti 100 nýja hjálma.  50 hjálmar komu nú fyrir páskana og aðrir 50 koma á næsta vetri.Að þessu sinni voru keyptir öflugri hjálmar en síðast, að tegundinni Bauer en það var Birgir Örn Sveinsson í Litlu hokkíbúðinni sem hafði milligöngu um kaupin.   Þetta eru góðir og öryggir hjálmar í öllum stærðum fyrir jafnt unga sem aldna.

Síðustu æfingarnar

Tími æfinga á annan í páskum er:

10.00 - 11.30      A

11.30 - 12.30      B

17.15 - 18.45      A

 

Afís í næstu vikur er:

Vorsýning 2011

 Þá er vorsýningin búinn og alveg hægt að hrósa stelpunum fyrir glæsilega sýningu.

Hér eru nokkrar myndir sem gaman er að skoða.

 

Breyting á stjórn íshokkídeildar

Í síðustu viku var haldinn Aðalfundur íshokkídeildar þar sem farið var í venjuleg aðalfundarstörf.  Ný hokkístjórn var kosin en hún þykir merkilega lík þeirri fyrri en aðeins var ein breyting á milli ára.  Jón Benedikt Gíslason fór úr stjórn, enda fluttur til Danmerkur, og í hans stað kom Sæmundur nokkur af Leifsson ættbálkinum.  Aðrir í stjórn voru kosnir rússneskri kosningu og þeir eru:

Vorsýning Listhlaupadeildar kl. 17:00 í dag

Í dag kl. 17:00 hefst Vorsýning Listhlaupadeildarinnar hér  í Skautahöllinni.  Vorsýningin er árlegur viðburður þar sem iðkenndur sýna allar sýnar bestu hliðar eftir æfingar vetrarins.  Að þessu sinni verðar þátttakendur í sýningunni á annað hundrað talsins og þemað er söngleikir.   Þrotlausar æfingar hafa farið fram undanfarna daga og óhætt að segja að sýningin í dag verði glæsileg.Miðaverð á sýninguna er kr. 1.000.- en frítt fyrir 12 ára og yngri sem og eldri borgara.  Foreldrafélagið verður með kaffisölu og nú er bara að fjölmenna í Skautahöllina, njóta sýningarinnar og styrkja starfið J

Við þurfum lengra ístímabil

Lengi hefur verið barist fyrir lengra ístímabili án þess að nokkuð gerist. Nú hefur listhlaupadeildin hafið enn eina baráttuna til að reyna að fá þetta í gegn, búið er að senda bréf til bæjarstjóra, bæjarráðs og íþróttaráðs um von um einhver svör, einnig er búið að senda á flesta fjölmiðla landsins og vonandi fær þetta einhverja umfjöllun því ef ekkert gerist getum við pakkað saman og hætt.

Páskar í Skautahöllinni

Nú eru skólarnir komnir í páskafrí og sömuleiðis hefur dagskráin í skautahöllinni breyst.  Opið verður alla páskana frá kl. 13 - 17 og því um að gera fyrir almenning og auðvitað iðkenndur félagsins að mæta á svellið.  Einhverjar æfingar verða hjá deildum en þær eru auglýstar sérstaklega á heimasíðum deilda. 

Tímatafla páskaæfinga

Hér er tímatafla æfinga í páskafríinu..

Akureyrarmót 2011

Á Akureyrarmótinu í listhlaupi sem lauk í dag var krýndur nýr Akureyrarmeistari í listhlaupi á skautum. Hrafnhildur Ósk Birgisdóttir stóð uppi sem sigurvegari í Novice A flokknum og hlaut því titilinn Akureyrarmeistari í listhlaupi á skautum 2011. Hún hefur staðið sig gríðarlega vel í vetur, unnið vel og er því vel að titlinum komin. Við óskum Hrafnhildi Ósk innilega til hamingju með titilinn og frábæran árangur í vetur.

Akureyrarmótið gekk vel og stóðu stelpurnar okkar sig gríðarlega vel og óskum við þeim innilega til hamingju með árangurinn í dag.

Myndir frá mótinu er hægt að skoða HÉR.

ÆFINGAR Á MORGUN SUNNUDAG

Það verða æfingar á morgun!

C1 + C2 eru kl. 8:15-10:00

D er kl. 10:00-11:00 (ekki leikskólahópurinn)

A og B eru um kvöldið eins og venjuleg tímatafla sýnir

:D