KERTA SALA

Halló, nú er að koma að fjáröflun hjá listhlaupa krökkum og í tilefni þess að jólin nálgast þá hef ég hugsað mér að við gætum selt útikerti,, þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í að selja þau endilega sendið mér mail. Kertin eru 36 stk. í kassa og gott væri ef heill eða hálfur kassi er tekinn hvort sem það verða ein, tvær eða fleiri saman með kassa. Ágóðann á sú/ sá sem selur, þetta fer ekki í sameiginlegan pott.  Ef þú vilt selja kerti sendu mér mail og láttu vita hversu mörg kert þú vilt fá. Þetta skulum við gera bara strax um mánaðarmótin þ.e. í byrjum nóvember.

 kv. Allý - allyha@simnet.is

Meiri fréttir af göllumm!

Lítur út fyrir að við getum afhent báðar tegundir af göllum á fimmtudag. 
Það eina sem kemur ekki alveg strax eru Nike bauer gallar í stærð 130.

Nú eru gallarnir komnir !

KOMUTÍMI FRÁ REYKJAVÍK

 Heimkoma af Kristalsmóti í R.vík, áætlaður tími er kl.17:45 . Allt gekk vel og við óskum þeim öllum til hamingju.

Úrslit Gærdagsins

Meistaraflokkur tapaði fyrir SR 5 - 7 og 3.flokkur vann SR 9 - 6.

Fararstjórar á Kristalsmót Bjarnarins

Krakkarnir fóru af stað kl. 17:20 í dag, fararstjórar eru Jóhanna s- 6632879 og Sigrún s- 8645356, foreldrar geta hringt í þær og fylgst með hópnum. Gist verður í Capital Inn Suðurhlíð 35.

Ferð 5-6-7 flokks til Reykjavíkur!

Kominn er ný dagsetning á mót 5-6-7 flokks til Reykjavíkur 24 -25 október.

Mondor skautabuxur

Halló, Sara Samúelsd. tapaði Mondor skautabuxunum sínum í höllinni í gær og langar mig að byðja ykkur að ath. hvort þær hafi farið óvart í ykkar skautatösku og ef svo er þá endilega hringið í mömmu hennar í síma 6608414.

Fjarnám ÍSÍ þjálfaramenntun

Haustannarfjarnám 1. stigs almenns hluta þjálfaramenntunar ÍSÍ hefst 2. nóv. nk.  Námið tekur 8 vikur og gildir jafnt fyrir allar íþróttagreinar.Námið jafngildir íþróttafræði 1024 í framhaldsskólakerfinu og er metið sem slíkt.Fjarnámið er öllum opið 16 ára og eldri sem áhuga hafa. Nemendur skila verkefni í hverri viku auk lokaverkefnis og krossaprófa.  Hlé verður gert á náminu frá miðjum desember og fram í janúar.Skráning er til 29. október á namskeid@isi.is eða í síma 514-4000.  Þátttökugjald er aðeins kr. 3.500.-Allar frekari uppl. veitir sviðsstjóri fræðslusviðs ÍSÍ í síma 460-1467 og á vidar@isi.is

S.A. vs S.R. næstu helgi !!

Laugardaginn 17 okt. næstkomandi mun S.A. fá S.R. í heimsókn. Þetta mun vera fyrsti heimaleikurinn gegn S.R. síðan í úrslitunum í fyrra. S.A. lagði S.R. á heimavelli fyrir stuttu 2-4 og voru menn sammála um það að S.A. hefði ekki spilað af fullri getu hvað svosem það segjir...