Barnamót um helgina og 2. flokkur

Töluvert verður um að vera um helgina og SA fólk á faraldsfæti.  Yngstu keppendurnir eru að fara á barnamót í Egilshöll, þ.e. 7, 6 og 5 flokkur og mun mótið standa frá laugardagsmorgni til hádegis á sunnudag.  Tveir leikir verða svo hjá 2. flokki, sá fyrri í kvöld en sá seinni á morgun og að þessu sinni verða mótherjarnir Bjarnarmenn.  Hart er barist í 2. flokki um Íslandsmeistaratitilinn og leikirnir um helgina munu gefa mikilvæg stig.

Ósigur á útivelli

Við riðum ekki feitum hesti frá viðureign okkar gegn Birninum í Egilshöllinni í gær en gestjafarnir báru sigur úr býtum með 5 mörkum gegn 3.  Bjarnarmenn eru í miklu stuði um þessar mundir og hafa nú unnið 4 leiki í röð.  Við fórum ágætlega af stað í gær og fyrsta lota var hröð og skemmtilega þó ekkert mark væri skoðað.  Öll mörk SA komu í 3. lotu en henni lauk 3 - 2 fyrir okkur og því var bjartsýnin ríkjandi fyrir síðustu lotuna.  Þar vorum við hins vegar skotnir í kaf og töpuðum henni 3 - 0 þar sem síðasta markið var "empty netter" á síðustu sekúndunum.

Arena dansverslun

Nú er ÚTSALA í gangi hjá Arena dansverslun.
T.d. skautapils á 2000,-. áður á 5.800Mikið af flottum fatnaði á 1500,-  Skautakjólar (æfinga?) á 5000,- 20-30%afsláttur af öðru.
Endilega hafið samband í síma 662 5260 eða í gegnum netfangið rakelhb@simnet.is
Bestu kveðjur, Rakel.

Guðmundur Pétursson heiðraður

Íþróttaráð Akureyrar veitti á dögunum viðurkenningar til nokkurra einstaklinga sem hafa í gegnum tíðina lagt sín lóð á vogarskálarnar í þágu íþróttamála á Akureyri.  Einn þeirra sem hlutu viðurkenningu að þessu sinni var Guðmundur Pétursson, eða Kubbi eins og við Skautafélagsfólk þekkjum hann.  Kubbi fæddist í Innbænum árið 1940 þar sem hann átti sín æsku og ungdómsár og byrjaði snemma að renna sér á skautum líkt og Innbæinga er siður.
 
Hann hefur allra manna lengst setið í formannsstóli SA, frá 75-76 og aftur frá 79 – 89.  Lengi vel bar hann félagið á herðum sér og barðist fyrir rekstri og viðhaldi skautasvæðanna hér í bænum.  Sá hann þá bæði um samskipti við íþrótta- og bæjaryfirvöld auk þess sem hann skilaði ómældri vinnu við uppbyggingu og viðhald svæðanna.

Kötturinn hennar Söruh þjálfara, hann PRINS er týndur

Prins er hvítur stutthærður meðalstór og býr í Aðalstrætinu og hefur ekki komið heim í nokkra daga. Ef þið sjáið hann þá hringið í Söruh 8681640

Mini hokkí í leikhléi

Í fyrra leikhléi í leik SA og SR á laugardaginn voru yngstu iðkendur íshokkídeildar með skemmtilegt atriði þar sem þeir sýndu frábær hokkítilþrif á ísmiðju.  Atriði þetta vakti miklu lukku á meðal áhorfenda og krakkarnir skemmtu sér vel.  Krakkarnir sem fóru á ísinn heita Saga, Katrín, Ingólfur, Karl, Ævar og Alex.

Myndir SA - SR

Sigurgeir Haraldsson tók skemmtilegar myndir á leiknum á laugardaginn og þær má nálgast hér 

 

Yfirburðir á heimavelli

Í gærkvöldi spilaði Skautafélag Akureyrar sinn besta leik í vetur þegar SR-ingar voru kjöldregnir í 6 - 0 viðureign í Skautahöllinni á Akureyri.  Gengi liðsins hefur verið upp og ofan sem af er vetri og frammistaðan á heimavelli hefur hingað til ekki verið upp á marga fiska.  Árið 2010 fór þó vel af stað og þessi sigur í gær er vonandi til marks um það sem koma skal.  Liðinu tókst nú í fyrsta skiptið í vetur að loka algerlega á öfluga sóknarmenn þeirra SR-inga og koma veg fyrir stungusendingar og kirsuberjatíningar á fjær bláu sem hefur verið einkennismerki þeirra síðustu misseri.

Mfl. SA -SR 6 - 0

Leik meistaraflokkanna var að ljúka með sigri SA með 6 mörkum gegn 0.  3.fl.leiknum lauk með sigri SR í vítakeppni 4 - 5, jafnt var eftir venjulegan leiktíma 4 - 4.  Meira seinna.

MONDOR skautabuxur

Ég á ennþá til mondor skautabuxur, einar  í x- small,  einar í small, einar í medium og einar í x - large. Ef ykkur vantar buxur þá endileg hafið samband.

Allý, allyha@simnet.is / 8955804