Stórleikur í kvöld í Skautahöllinni

Í kvöld kl. 19:00 verður stórleikur í höllinni þegar Bjarnarmenn koma í heimsókn.  Í boði eru þrjú gríðarlega mikilvæg stig sem skipta munu sköpum í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni.  Við verðum að vinnan annan af síðstu tveimur leikjunum, en Björninn verður að vinna báða og því er leikurinn í kvöld sínu mikilvægari fyrir þá.  Það má því öllum vera ljóst að í kvöld verður hart barist og allt á suðupunkti.

Æfingar á útisvelli

Kjöraðstæður hafa verið til þess að skauta á tjörnunum í Innbænum undanfarnar vikur og hafa skautarar verið iðnir við að nýta sér tækifærið.  Það er hins vegar orðið langt síðan skipulagðar æfingar hafa farið fram undir berum himni en nú varð breyting á í síðustu viku þegar æfingar yngri flokka fór fram á tjörninni.   Góð mæting var á æfinguna og krakkarnir skemmtu sér vel.  Fyrst voru það 6. og 7. flokkur sem fjölmennti og þeim hópi er meðfylgjandi mynd, en strax á eftir þeim  var komið að 5. flokki.

Árshátíð Skautafélagsins 13. mars

Minnum alla félagsmenn á að taka frá daginn 13. mars en þá verður haldin árshátíð Skautafélagsins í golfskálanum. Frekari upplýsingar koma síðar.

HÆKKUN Á PAPPÍR

 PAPPÍRINN  HÆKKAÐI 'I  JANÚAR..

ÖSKUDAGUR

Halló öll pökkun búin takk takk fyrir hjálpina. En nú vantar okkur fólk til að keyra namminu í fyrirtækin helst á mánudaginn endilega hafið samband og hjálpið okkur.

Allý  8955804  f.hádegi og Kristín 6935120

ÖSKUDAGSPÖKKUN

Halló stelpur, fyrirgefið gleymdi að setja á heimasíðuna en það er ekki hægt að pakka í dag það vantar nammi. Við stefnum á að klára á morgunn laugardag við komum ca. kl. 11 og vonumst til að þær sem eru á æfingu í fyrramálið komi og hjálpi okkur í ca kl. tíma og klárum., það er ekki mikið eftir. :)

Allý og Kristín

Arena

Á morgun laugardag 13.febrúar verður sérstakur söludagur hjá Arena milli kl. 11 - 15 í Snægili 7 íb.101

Alls konar tilboð í gangi. Verð frá kr. 1500. Ný sending af fatnaði o.fl. fyrir skautara, dansara og í leikfimina.

Bestu kveðjur

Rakel s. 662 5260 eða rakelhb@simnet.is

 

Vantar aðstoð við pökkun á öskudagsnammi

Kæru foreldrar iðkenda í A1, A2, B1, B2, C1 og C2!

Nú stendur yfir pökkun á öskudagsnamminu, salan gekk vel og er því miklu nammi sem þarf að pakka. Eins og áður hefur komið framm er þetta okkar aðal fjáröflun og því mikilvægt að allt gangi vel. Því óskum við eftir aðstoð ykkar bæði við pökkun og útkeyrslu á namminu!!!! Það þurfa alltaf að vera helst þrír fullorðnir að hjálpar við pökkunina, hvert foreldri þarf ekki að vera allan tímann sem pakkað er þann daginn heldur gæti verið gaman að aðstoða þegar sá hópur er sem barnið manns er í. Ef þið sjáið fært að aðstoða hvort sem um ræðir pökkun, útkeyrslu eða bæði væri best að senda email á ruthermanns@hive.is þann tíma sem þið getið verið í pökkun en einnig er hægt að mæta pakka og grípa með sér nokkra kassa í útkeyrslu.

  

Myndir úr mfl. leik SA / SR 6. feb

Myndirnar má skoða hér.

Opnunar- og afmælishátíð heppnaðist vel

Í gær fór fram hér í Skautahöllinni Opnunarhátíð Vetraríþróttahátíðar 2010 og 10 ára afmælishátíð Skautahallarinnar.  Mikið var um dýrðir og mikill fjöldi fólks lagði leið sína í skautahöllina að þessu tilefni.  Opnunaratriðið hátíðarinnar var skemmtileg skrúðganga inn á ísinn þar sem fulltrúar vetraríþrótta í bænum fylktu liði og báru sína félagsfána undir taktföstu lófaklappi áhorfenda.  Auk gangandi fólks þá voru einnig vélsleðar, vélhjól, hestar og já einn bíll.