Fyrsti heimaleikur ársins á laugardaginn 16. janúar kl. 17,30

Á laugardaginn næsta kl. 17,30 mun Meistaraflokkur SA spila sinn fyrsta leik á árinu og spilar gegn SRingum sem töpuðu sínum fyrsta leik ársins síðastliðinn þriðjudag fyrir Birninum. Staðan fyrir leikinn er, SR 11 leikir 19 stig, SA 10 leikir 17 stig, Björninn 11 leikir 12 stig. Með sigrum sínum í síðustu 3 leikjum hafa Bjarnarmenn stimplað sig inn í slaginn um úrslitakeppnina og opnað stöðuna svo að nú verða liðin að fara að gefa allt í leikina til að tryggja sig inn í lokaslaginn.

RIG um helgina

Listhlaupadeild SA á 11 keppendur á Reykjavík International (RIG) sem fram fer um helgina, þar keppir meðal annarra Helga Jóhannsdóttir nýkjörin skautakona ársins 2009 hjá LSA, en hún keppir í flokki Novice A. Nánari upplýsingar um mótið má finna á heimasíðunni www.rig.is Þá má fylgjast með úrslitum mótsins hér http://skautafelag.is/list/gogn/RIG2010/Urslit/index.htm.

Óskum okkar keppendum góðs gengis og góðrar skemmtunar.

U20: Markmiðinu náð, en ekki gullinu.

Rétt í þessu var að ljúka úrslitaleiknum á HM í Tyrklandi þar sem Ísland tapaði fyrir Ástralíu 1 - 3.  Í gær unnu okkar menn þó mikilvægasta sigurinn á Nýja Sjálandi því með þeim sigri tryggði liðið sér farseðilinn uppúr 3. deildinni og munu því spila í 2. deild að ári.  Þrátt fyrir að því takmarki hafi verið náð í gær var leikurinn í dag mikilvægur því stefnan er alltaf sett á sigur.  Ástralía er enn aðeins sterkari en við og enn ætlar að verða einhver bið á því að við náum að landa sigri á móti þessum andfætlingum okkar - en biðin styttist.

Góður baráttusigur hjá SA konum

Í kvöld tryggði SA sér fyrsta sigurinn í vetur gegn Birninum í kvennaflokki, í æsispennandi viðureign þar sem úrslitin réðust ekki fyrr enn á síðustu sekúndunni, í orðsins fyllst merkingu. Nokkuð jafnræði var með liðunum en Björninn var þó alltaf skrefinu á undan. Fyrsta mark leiksins leit dagsins ljós á 16. mínútu þegar Hanna Heimisdóttir opnaði markareikninginn fyrir Björninn eftir varnarmistök SA.

Stórleikur í höllinni á laugardaginn

Á laugardaginn verður stórleikur í höllinni þegar eldra kvennalið SA tekur á móti Birninum.  Björninn hefur verið með sterkasta liðið í vetur en á meðan tvískipting SA liðsins vetur veikti liðið/liðin í upphafi hafa þau jafnt og þétt verið að styrkjast og nú ætla SA konur sér ekkert annað en sigur.

U20 komið í úrslit

Íslenska landsliðið vann N-Kóreu í gær með 6 mörkum gegn 3 og dag voru heimamenn lagðir að velli 8 - 2.  Það þýðir að liðið er komið í úrslit og spilar næst á móti Nýja Sjálandi á laugardaginn.  Með sigri tryggir liðið sér hreinan úrslitaleik á móti Ástralíu um gullið á sunnudaginn og það er næsta víst að það verður hörkuleikur.  Áfram Ísland!

ÖSKUDAGUR GAMAN GAMAN GAMAN

HALLó HALLÓ allir skautarar í A, B, C og S- hóp og FORELDRAR.  Nú er komið að öskudagsnammi sölu hjá deildinni okkar og þá vantar okkur ykkar hjálp til að fara í fyrirtækin í bænum og bjóða þeim pokana okkar. Við kvetjum ykkur til að koma í skautahöllina á sunnudaginn milli kl. 12 - 13  og sækja pöntunar miða og fara af stað helst á mánudaginn, salan þarf að klárast í næstu viku og pökkunin að byrja í þar næstu viku. 

EF þið ekki komist á þessum tíma en getið farið í þetta í næstu viku þá endilega hafið  samband við okkur.

Kristín - 6935120 og Allý - 8955804

Bráðvantar fólk til að starfa á ÍSS móti á Akureyri

Kæru foreldrar/forráðamenn A og B keppenda hjá LSA.
 Helgina 26.-28. febrúar verður haldið Íslandsmót barna og unglinga ÍSS hér í Skautahöllinni á Akureyri. 
Mótið er fyrir alla A og B keppendur í öllum aldursflokkum hjá SA, SR og Birninum. (sjá nánar á www.skautasamband.is) .
Þar sem mótið er haldið hér norðan heiða er það okkar að sjá um að manna ýmsar stöður á mótinu og er með þessum pósti verið að óska eftir ykkar hjálp við það.  Okkur vantar starfsfólk í eftirtaldar stöður:
 
Hliðverðir: 3, þurfa að vera 2 í einu.
 
Tónlistarstjórar: 2-3
 
Kynnir: amk. 1,
 
Videoupptökumaður: 2-3 sem geta skip mótinu á milli sín.
 
á www.skautasamband.is > Mót >  Handbók v/framkvæmd móta á vegum ÍSS bls 13-15  má finna nánari lýsingu á því hvað felst í þessum störfum.
 
með von um góðar undirtektir
fh. LSA
Hulda Björg Kristjánsdóttir huldabk@btnet.is

Landsliðið á leik í dag gegn N-Kóreu

U20 landsliðið gerði það sem ætlast var til af þeim og bar sigurorð af Tævan á mánudaginn og dag mætir liðið öðru Asíulandi en það er eitt af hinum illu öxulveldum, Norður Kórea.  Við væntum sigurs úr þessum leik en líkt og fyrr þá liggja engar upplýsingar fyrir um mótherjana.  Nú er fyrstu lotu lokið í leiknum og er staðan 2 - 1 fyrir Ísland.  Áhugasamir geta fylgst beint með leiknum á http://stats.iihf.com/Hydra/210/live/2471.html 

U20 landsliðið heldur utan

Í morgun hélt U20 landsliðið utan til keppni í 3.deild Heimsmeistaramótsins í íshokkí, sem að þessu sinni fer fram í Istanbul í Tyrklandi dagana 4. - 10 janúar.  Liðið er nú í 3. deild en miklar vonir standa til þess að liðið vinni deildina að þessu sinni og vinni sér sæti í 2. deild að nýju þar sem liðið á réttilega heima.  Mótherjar Íslands að þessu sinni eru N-Kórea, Tyrkir, Taipei, Ástralía, Búlgaría og Nýja-Sjáland.  Þar sem liðin eru einu fleiri en venjulega er spilað í riðlum og Ísland var frekar heppið með riðil og spilar fyrst við Taipei, svo N-Kóreu og síðan Tyrkland áður en til úrslita kemur.