Vinamót

Vinamót SA fyrir C-iðkendur verður haldið í Skautahöllinni á Akureyri 13-.14. mars

Keppnisgjald er kr. 2000.- á hvern keppenda. Nánari upplýsingar undir "Lesa meira". Við viljum góðfúslega benda á að síðasti dagur til að greiða keppnisgjald og þar með staðfesta þátttöku á Vinamóti C keppenda var í gær 22. febrúar. Þar sem margir nýir keppendur eru á listanum höfum við akveðið að framlengja frestinn um einn dag. Það þarf því að vera búið að greiða þátttökugjaldið/keppnsigjaldið fyrir miðnætti í dag 23. febrúar. 

Barna- og unglingamót ÍSS næstu helgi

Barna- og unglingamót Skautasambands Íslands verður haldið um komandi helgi. Allir eru velkomnir að koma og horfa á bestu skautara landsins etja þar kappi. Frítt er inn og foreldrafélag deildarinnar selur kaffi og með því á vægu verði, til styrktar iðkendum.

Bæði A og B iðkendur frá Skautafélagi Akureyrar, Skautafélagi Reykjavíkur og Birninum sýna listir sínar á svellinu. Í öllum flokkum eru úrslit hengd upp um leið og niðurstaðan hefur verið reiknuð út og verður þeim sem ná efstu þremur sætunum veitt verðlaun. Þannig finnst mörgum gaman að hafa með sér penna og skrifa hjá sér stigin til að fylgjast með því hver er í forystu. Í elstu A flokkunum, sem kallast, Novice (stúlknaflokkur), Junior (unglingaflokkur) og Senior (kvennaflokkur) er keppt bæði á laugardag og sunnudag, niðurstaða þeirra flokka ræðst því ekki fyrr en seinni daginn, eftir seinni dansinn. Allir B flokkar og yngri A flokkar keppa bara einu sinni, þannig að eftir blóð svita og tár eru það bara 2-3 mínútur ráða úrslitum.

Fjáröflun um helgina vegna æfingabúða í Slóvakíu og Tékklandi


Stefnt er að því að fara í æfingabúðir til Slóvakíu og Tékklands í sumar í tvær vikur, nákvæm kostnaðaráætlun liggur ekki fyrir.. Við fengum skyndilega upp í hendurnar fjáröflunarleið sem við teljum að gæti hentað þeim sem hyggjast fara í búðirnar í sumar ákaflega vel, en hafa þarf hraðar hendur.

Kvennalandsliðið valið

Íslenska kvennalandsliðið mun ekki taka þátt í heimsmeistaramóti á vegum Alþjóða íshokkísambandsins í ár en þess í stað verður haldið mót hér á Akureyri sem fram fer í byrjun apríl, svonefnd NIAC-mót, en þetta mun vera í annað skiptið sem þetta mót er haldið.  Síðasta vor komu hingað bæði dönsk og sænsk lið til keppni á NIAC-mótinu og heppnast það mót í alla staði mjög vel.  Skipulagning og undirbúningur mótsins hefur verið á höndum Margrétar Ólafsdóttur, Guðrúnar Blöndal og Söruh Smiley í samvinnu við ÍHÍ og þegar þessar línur eru skrifaðar hafa tvö erlend lið staðfest komu sína, annars vegar rúmenska landsliðið og hins vegar breska félagsliðið Slough Phantoms. 

Íslenska landsliðið fær þarna verðuga andstæðinga en endanlegur hópur hefur nú verið valinn í framhaldi æfingabúða um síðustu helgi.  Þjálfari liðsins er Sarah Smiley, en hún mun jafnframt spila með liðinu og því er henni til aðstoðar við þjálfun liðsins Josh Gribben.

Kvennalandslið Íslands árið 2010 er skipað eftirtöldum leikmönnum:

Sannfærandi 6 - 0 sigur á Birninum

Skautafélag Akureyrar tryggði sér sæti úrslitum með öruggum 6 - 0 sigri á Birninum í síðustu viðureign liðanna í vetur í gærkvöldi.  SA liðið fór betur af stað og strax frá upphafi var ljóst hvert var betra liðið á vellinum.  Auk þess sem SA átti góðan leik áttu Bjarnarmenn slæman dag og þá gat þetta aðeins farið á einn veg.

 

Stórleikur í kvöld í Skautahöllinni

Í kvöld kl. 19:00 verður stórleikur í höllinni þegar Bjarnarmenn koma í heimsókn.  Í boði eru þrjú gríðarlega mikilvæg stig sem skipta munu sköpum í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni.  Við verðum að vinnan annan af síðstu tveimur leikjunum, en Björninn verður að vinna báða og því er leikurinn í kvöld sínu mikilvægari fyrir þá.  Það má því öllum vera ljóst að í kvöld verður hart barist og allt á suðupunkti.

Æfingar á útisvelli

Kjöraðstæður hafa verið til þess að skauta á tjörnunum í Innbænum undanfarnar vikur og hafa skautarar verið iðnir við að nýta sér tækifærið.  Það er hins vegar orðið langt síðan skipulagðar æfingar hafa farið fram undir berum himni en nú varð breyting á í síðustu viku þegar æfingar yngri flokka fór fram á tjörninni.   Góð mæting var á æfinguna og krakkarnir skemmtu sér vel.  Fyrst voru það 6. og 7. flokkur sem fjölmennti og þeim hópi er meðfylgjandi mynd, en strax á eftir þeim  var komið að 5. flokki.

Árshátíð Skautafélagsins 13. mars

Minnum alla félagsmenn á að taka frá daginn 13. mars en þá verður haldin árshátíð Skautafélagsins í golfskálanum. Frekari upplýsingar koma síðar.

HÆKKUN Á PAPPÍR

 PAPPÍRINN  HÆKKAÐI 'I  JANÚAR..

ÖSKUDAGUR

Halló öll pökkun búin takk takk fyrir hjálpina. En nú vantar okkur fólk til að keyra namminu í fyrirtækin helst á mánudaginn endilega hafið samband og hjálpið okkur.

Allý  8955804  f.hádegi og Kristín 6935120