Mikil framför í skautaíþróttinni hér á landi.



Íslandsmót barna- og unglinga í listhlaupi á skautum fór fram um helgina. 74 skautarar tóku þátt í mótinu frá þremur félögum Birninum, Skautafélagi Reykjavíkur og Skautafélagi Akureyrar tóku þátt, en keppt var í 11 flokkum. Sjá má augljósar framfarir í heildina meðal allra félaga og íslenskir skautarar greinilega á hraðri uppleið, en íþróttin er mjög ung. Skautasamband Íslands fagnaði um helgina 15.ára afmæli sínu en einungis 10 ár eru frá því að skautahöll var reist á Akureyri.. Skautafélag Reykjavíkur hampaði flestum gullmedalíum á mótinu, en fulltrúar Listhlaupadeildar Skautafélags Akureyrar náðu hins vegar ágætum árangri og tryggður sér 7 verðlaun af þeim 17 sem félagið gat náð í.


Meðfylgjandi er mynd af flokki Noveice B, en þar er Urður Frostadóttir SA í 1.sæti

Vel heppnað Barna og unglingamót

Það má með sanni segja að það hafi verið vel heppnað Barna- og unglingamótið sem Skautafélag Akureyrar og Skautasamband Íslands stóðu fyrir um helgina, árangur SA var góður. Öll úrslit verða birt á heimasíðu skautasambandsins von bráðar á slóðinni www.skautasamband.is Á þessari slóð má sjá umfjöllun RÚV um mótið http://dagskra.ruv.is/sjonvarpid/4497917/2010/02/28/18/
 
Íslandsmót barna- og unglinga í listhlaupi á skautum fór fram um helgina. 74 skautarar tóku þátt í mótinu frá þremur félögum Birninum, Skautafélagi Reykjavíkur og Skautafélagi Akureyrar tóku þátt, en keppt var í 11 flokkum. Sjá má augljósar framfarir í heildina meðal allra félaga og íslenskir skautarar greinilega á hraðri uppleið, en íþróttin er mjög ung. Skautasamband Íslands fagnaði um helgina 15.ára afmæli sínu en einungis 10 ár eru frá því að skautahöll var reist á Akureyri.. Skautafélag Reykjavíkur hampaði flestum gullmedalíum á mótinu, en fulltrúar Listhlaupadeildar Skautafélags Akureyrar náðu hins vegar ágætum árangri og tryggður sér 7 verðlaun af þeim 17 sem félagið gat náð í. 
 
 Meðfylgjandi er mynd af flokki Noveice B, en þar er Urður Frostadóttir SA í 1.sæti

Í lesa meira má sjá það sem undirrituð man í fljótu bragði um verðlaun fulltrúa SA á mótinu.

4 flokkur lagður af stað heim

Rútan með 4 flokk er lögð af stað heim kl 11:45 
Rútan var í Staðarskála kl 13:45
Áætlaður komutími ca 17-18 munum láta vita með reglulegu millibili hvar þau eru stödd.
Þau fóru úr Varmahlíð kl. 16.10 og ættu að vera við Skautahöllina ca. 17.20

SA eldri tapaði fyrir Birninum í kvöld

Í kvöld áttust við í deildarkeppninni SA eldri og Björninn í kvennaflokki.  Leikurinn fór fram í Egilshöllinni og skemmst er frá því að segja að það voru heimamenn sem unnu með þremur mörkum gegn engu.  Síðustu viðureign liðanna lauk með sigri SA fyrir norðan en nú snérist það við og munaði þar mest um magnaða markvörslu Karitas í marki Bjarnarins.  Hún átti stórleik, skellti í lás og krækti sér í shut-out þrátt fyrir mikla skothríð frá SA stúlkum á köflum.



 

Björninn Í úrslit gegn SA

Þau óvæntu úrslit urðu á dögunum að Björninn bar sigurorð af SR í síðustu viðureign liðanna í undankeppninni, og tryggði sér með því sæti í úrslitum.  Sigurinn var í sjálfu sér ekki óvæntur enda hefur verið mikið jafnræði með öllum liðum síðari hluta tímabilsins, hins vegar þurftu Bjarnarmenn að vinna með 4 mörkum til þess að ná markmiði sínu. 
Fyrirfram þótti það ekki líklegt að Birninum tækist að vinna með svona miklum mun, því það var talið frekar auðvelt fyrir reynslumeira lið SR að pakka í vörn og ef ekki vinna, þá í versta falli tapa með minna en fjórum mörkum.

Breyttar æfingar hjá 5 - 6 - 7 flokk um helgina

Það fellur niður 5 flokks æfing á laugardaginn kl 8
Það er mót hjá listhlaupadeildinni á sunnudaginn þannig að við æfum í íþróttahúsinu í Oddeyrarskóla.
6 flokkur mæting kl 11 í Oddeyrarskóla og sá hluti 5 flokks sem er hér í bænum má endilega mæta á þessa æfingu J
7 flokkur og byrjendur mæta kl 12 í Oddeyrarskóla

ÓL:Skemmtileg nótt framundan

Í nótt er komið að frjálsa prógramminu í listhlaupi kvenna á skautum. Yu-Na Kim frá Kóreu hefur nokkuð mikla forystu eftir fyrri dansinn, en hún fékk 78.40 fyrir stutta prógrammið og var m.a.með þrefalt loop, toe og lutz í prógramminu sínu Mao Asada frá Japan er næst á eftir henni með 73.78 stig og í þriðja sæti eftir stutta er heimakonan, Joannie Rochette frá Kanada með 71.36 stig og eru þetta einu konurnar sem fengu yfir 70 stig í stutta. Stutta prógrammið er að baki og frjálsa verður í nótt.

Ivana okkar Reitmayerova gekk ekki nógu vel í stutta og verður því miður ekki meðal þeirra efstu sem keppa í nótt. Þessi 17. ára flotta skauta stúlka náði hins vegar þessum frábæra árangri að komast á leikana og er ég viss um að þetta var góð reynsla fyrir hana.

SA deildarmeistarar eftir góðan sigur á SR

Síðasti leikur SA í undankeppninni fór fram á laugardaginn þegar liðið bar sigurorð af SR með 5 mörkum gegn 4 og tryggði sér með því deildarmeistaratitilinn og heimaleikjaréttinn í úrslitakeppninni sem hefst í næstu viku.  SR og Björninn munu eigast við á morgun í úrslitaleik um hitt sætið í úrslitakeppninni.  Leikurinn var jafn og skemmtlegur en það var Lurkurinn Rúnar Rúnarsson sem skoraði fyrsta mark leiksins eftir góða sendingu frá Steinari Grettissyni, en SR-ingar jöfnuðu skömmu síðar en mörkin urðu ekki fleiri í lotunni.

SKAUTADAGAR Í ARENA

Dagana 22. - 27.febrúar er 20-30% afsláttur af allri skautavöru.Nú er tilvalið að gera góð kaup í sokkabuxum, kjól, pilsi, flísbuxum, reimum o.fl.þar sem mót eru framundan hjá okkar stelpum. Ný sending af fatnaði o.fl. fyrir skautara komin Mikið til af skautakjólum, pilsum o.fl. sjá nánar inná arena.is.

Uppl. í síma 662 5260 eða rakelhb@simnet.is

Bestu kveðjur, Rakel

 

PAPPÍR

Þið sem fenguð pappír í janúar endilega skilið til mín peningunum fljótlega.

kv. Allý