Búið að draga í keppnisröð

Búið er að draga í keppnisröð fyrir vinamótið um helgina. Sjá í lesa meira.

Hokkíleikur ársins sýndur í beinni á N4


Skautafélag Akureyrar og Björninn mætast í hreinum úrslitaleik um íslandsmeistaratitil karla í íshokkíi á morgun miðvikudag kl:19:00. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni N4 og hefst hún kl:18:30. N4 næst á rás 15 eða 29 á Digital Ísland. Þá verður leikurinn einnig sýndur beint á Netinu á www.n4.is og á heimasíðu íshokkísambands Íslands www.ihi.is.

Útsendingin er unnin í samvinnu við: Íslensk Verðbréf, Goða, Bílaleigu Akureyrar og Thule

Úrslitaleikur í Skautahöllinni á Akureyri á miðvikud. 10. mars kl. 19,00

Nú er komið að 5. og síðasta leik í úrslitalotunni þetta tímabilið. 4 leikir búnir og liðin hafa skipst á að vinna svo staðan í einvíginu er 2 : 2. Úrslit undangenginna leikja sýna að liðin, þótt ólík séu að samsetningu, eru gríðarlega jöfn. Margir hafa talað um það undanfarið að Bjarnarmenn séu betur í stakk búnir hvað líkamlegt þol áhrærir og fjölda en SA-drengir hafi sín megin fleiri ár og meiri reynslu, svo það má kanski segja að nú komi í ljós hvort eitthvað sé að marka hið fornkveðna, að betur vinni vit en strit. Nú skorum við á alla velunnara norðan heiða að fjölmenna í höllina og styðja við strákana því það veitir sannarlega ekki af öllum stuðningi til að landa Titlinum við brjálaða stemmingu hér heima á miðvikudaginn. ÁFRAM SA .......

Breyttar æfingar vegna úrslitleiks í hokkíinu

Breyting á æfingum á morgun og hinn. Á morgun, miðvikudag falla niður æfingar eftir 18:15 og færast fram á næsta dag. Þannig verða A1 og A2 á æfingu 18:15-19:00 á fimmtudag og B1 og S kl:19:10-19:55 á fimmtudag. Ástæða breytinganna er að SA er komið í úrslt í íshokkí og keppa á morgun kl:19:00 - hvetjum alla til að mæta og styðja okkar menn til þess að fá bikarinn heim!  

 

 

   
   
   

Úrslitaleikurinn í beinni á stórum skjá.

Á veitingastaðnum Vegiterian, Geislagötu 7 (Hótel Norðurlandi)

Sunnudaginn 7. mars kl.14,00.  Húsið opnar kl.13,00    ÁFRAM SA .......

Skautafjöri aflýst

Af óviðráðanlegum orsökum fellur skautafjörið niður sem átti að vera í kvöld.

3. leikur á morgun í Egilshöllinni

Á morgun kl. 14:00 mætast SA og Björninn í þriðju viðureign liðanna um Íslandsmeistaratitilinn 2010.  Leikurinn fer fram í Egilhöllinni í Grafarvogi og aldrei þessu vant þá verður leikurinn sýndur beint á RÚV.  Það verður án efa mikil stemning í höllinni því gera má ráð fyrir því að stuðningsmenn Bjarnarins reyni að fylla húsið enda glórulaust að gera eitthvað annað á sunnudegi kl. 14:00 en að mæta á hokkíleik.

Jöfn úrslitakeppni eftir fyrstu tvo leikina

Nú er tveimur leikjum lokið í úrslitakeppni karla í íshokkí og er staðan í viðureignum 1 - 1.  Fyrsti leikurinn fór fram á fimmtudaginn og lauk honum með sigri Bjarnarins 4 - 1.  Björninn fór betur af stað í upphafi leiks og hélt undirtökunum til leiksloka.  Við áttum þungar sóknir, nokkur stangarskot og oft munaði mjög litlu að pökkurinn færi inn en heppnin var ekki með okkur að þessu sinni.  Eina mark okkar skoraði Jón Gíslason eftir skot frá bláu frá Josh Gribben.

Myndir úr öðrum leik í úrslitum SA - Björninn

Þá eru nokkrar myndir klárar úr leiknum. Þær má skoða hér