Drög að tímatöflu Goðamótsins 10.-11.apríl

Dregið verður í keppnisröð þriðjudaginn 6 apríl kl 18 í félgasherbergi skautahallarinnar. Hér má sjá drög af dagskrá mótsins.
 

Úrslit ráðin í 2. flokki

Keppnin í 2. flokki hefur verið spennandi í vetur og nú þegar keppnin er að klárast átti SA möguleika á því að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn, en til þess að það myndi gerast yrðu SR-ingar að vinna Björninn í kvöld og síðan þyrfti SA að vinna Björninn í síðasta leik á laugardaginn næsta hér heima.  Leik SR og Bjarnarins var hins vegar að ljúka í Reykjavík með sigri Bjarnarmanna sem tryggðu sér þar með Íslandsmeistaratitilinn.  Þar með eru úrslitin ráðin, SA lendir í 2. sæti og SR í því þriðja og úrslit síðasta leiks nú á laugardaginn breyta engu um þessa niðurstöðu.

Tillaga að fjölgun titla

Nú er enn einu tímabili hjá meistaraflokki karla að ljúka, nánar tiltekið 19. tímabilinu þar sem keppt hefur verið á Íslandsmóti 3ja liða eða fleiri.  Fyrsta tímabilið var árið 1991 – 1992 þegar vélfrysta svellið í Laugadalnum komst í gagnið og Björninn hafði verið stofnaður.  Sá er þetta skrifar hefur spilað öll 19 tímabilin, nokkur þeirra standa uppúr sem mjög eftirminnileg en sannleikurinn er sá að flest renna þau saman eitt, hvert öðru líkara.


Öll tímabilin hefur keppnisfyrirkomulagið verið það sama, þ.e. tvö efstu lið að stigum eftir undankeppni halda áfram í úrslitakeppnina þar sem keppt er um Íslandsmeistaratitilinn.  Sá titill er það sem öll lið sækjast eftir, en aðeins eitt fær.  Jafnframt er þetta eini titillinn sem keppt er um, jafnvel þó talað sé um deildarmeistaratitilinn þá er hann aðeins eftirsóknarverður vegna heimaleikjaréttarins sem hann tryggir liðum.

SKAUTATÖSKU - SKAUTABUXUR

Er komin með skautatöskur heim til mín og er ykkur velkomið að koma og skoða,  tilvalin fyrir skautabarnið einnig er hægt að geyma skíðaskó í þessum töskum já eða bara íþróttaskó og föt frábærar og fallegar töskur er með nokkra liti og munstur, á líka til MONDOR skautabuxur í nr. 8-10 og 12-14

Allý, allyha@simnet.is - 8955804

 

Skemmtilegur leikur við finnana

Á fimmtudagskvöldið spiluðum við við finnska liðið Storm og það er skemmst frá því að segja að við átti ekki mikla möguleika gegn þeim.  Við náðum ekki að tefla fram okkar sterkasta liði en leikmenn eins og Ingvar, Orri, Stebbi, Gunnar Darri og Steinar voru ekki með okkur en í staðinn fengu ungir og efnilegir leikmenn að reyna sig, sumir að spila sinn fyrsta leik í meistaraflokki.  Leikurinn var engu að síður mjög skemmtilegur og það er alltaf gaman að spila við ný lið enda ekki oft sem við mætum öðrum andstæðingum en kunningjum okkar sunnan heiða. 

SKAUTATÖSKUR SÝNDAR Í HÖLLINNI

Á morgunn laugardag verður Helga úr R.vík með skautatöskur til sýnis og sölu í skautahöllinni milli kl. 10:30 og 13:00.

Nán. uppls. Allý , s-8955804, allyha@simnet.is

SA mætir finnsku liði

Á morgun fimmtudag kl. 19:00 fer fram leikur á milli karlaliðs SA og liðs frá Finnlandi sem heitir Storm.  Lið þetta er á ferðalagi um heiminn í þeim tilgangi að spila við hin og þessi lið og hafa þeir ákveðið að heiðra okkur með nærveru sinni.  Liðið spilaði tvo leiki við íslenska landsliðið í Laugadalnum um síðustu helgi og landsliðið vann báða leikina, þann fyrri 6 - 4 og þann seinni 3 - 2.

Liðið er semsagt býsna sterkt og því má reikna með hörkuleik hér í Skautahöllinni á morgun og því um að gera fyrir fólk að fjölmenna í höllina og horfa á skemmtilegt hokkí en þess má geta að aðgangur er ókeypis.

Eldri unni yngri 6 - 4

Í gærkvöldi mættust eldra og yngra kvennalið SA í 5. umferð Íslandsmótsins.  Leikurinn var jafn og spennandi en þær eldri sigu frammúr á endasprettinum og tryggðu sér tveggja marka sigur.  Fyrsta mark leiksins skoraði Guðrún Blöndal eftir sendingu frá Söruh Smiley.  Bergþóra Bergþórssdóttir jafnaði leikinn skömmu fyrir lok fyrstu lotu eftir sendingu frá Evu Maríu.  Staðan var því jöfn eftir fyrstu lotu.

Helga Margrét í 2.ára námsleyfi

Yfirþjálfari LSA, Helga Margrét Clarke, fer í tveggja ára námsleyfi til Reykjavíkur frá og með næsta hausti. Hún mun hins vegar starfa áfram sem yfirþjálfari deildarinnar og mun væntanlega koma norður að þjálfa einu sinni í mánuði, sem og í fríum.  Deildin mun hins vegar finna annan/aðra þjálfara til að leysa hana af í allri almennri þjálfun á þessu tímabili.

Kvennaleikur á morgun, yngri gegn eldri

Á morgun þriðjudag kl. 19:00 mætast yngra og elda kvennalið SA í Skautahöllinni á Akureyri.  Liðin hafa mæst fjórum sinnum í vetur og hafa þær eldri borið sigur úr býtum í þrjú skipti en þær yngri höfðu sigur í vítakeppni í einni viðureigninni.  Þær eldri eru með 13 stig eftir 8 leiki en þær yngri eru með 3 stig eftir 8 leiki.