NIAC hefst á morgun

Á morgun hefst NIAC (Northern Iceland Adventure Cup) kvennamótið hér í Skautahöllinni á Akureyri.  Á mótinu keppa tvö lið sem búin voru til sérstaklega út af þessu móti, auk landsliðsins og breska liðsins Slough Phantoms en þetta er í fyrsta skiptið sem hingað kemur breskt hokkílið.   Íslensku liðin tvö eru sett saman úr landsliðsleikmönnum auk nokkurra annarra til, og eru kennd annars vegar við blátt og hins vegar við hvítt.

NIAC byrjar á morgun

Á morgun hefst NIAC (Northern Iceland Adventure Cup) kvennamótið hér í Skautahöllinni á Akureyri.  Á mótinu keppa tvö lið sem búin voru til sérstaklega út af þessu móti, auk landsliðsins og breska liðsins Slough Phantoms en þetta er í fyrsta skiptið sem hingað kemur breskt hokkílið.   Íslensku liðin tvö eru sett saman úr landsliðsleikmönnum auk nokkurra annarra til, og eru kennd annars vegar við blátt og hins vegar við hvítt.

Kvennaliðið vann og gaf tóninn fyrir úrslitakeppnina

Í dag mættust SA og Björninn í kvennaflokki og lauk leiknum með 3 - 1 sigri heimakvenna eftir mikla baráttu í þrjár lotur.  Leikurinn fór af stað með miklum látum og fyrsta markið leit dagsins ljós eftir aðeins 38 sekúndur, en þá skoraði fyrirliði SA Rósa Guðjónsdóttir eftir sendingu frá Guðrúnu Blöndal.  En Adam, eða öllu heldur Eva, var ekki lengi í paradís því Flosrún Vaka jafnaði leikinn fyrir Björninn aðeins rúmri mínútu síðar og þannig stóðu leikar alveg fram í 3. lotu.

Hokkídagur í dag

Það verður mikið um að vera í Skautahöllinni á Akureyri í dag en þá munu fara fram tveir íshokkíleikir.  SA tekur á móti Birninum í 2. flokki karla og mfl kvenna.   Báðir leikirnir eiga það sammerkt að hafa lítið gildi, þ.e.a.s. annað en skemmtanagildi.  Fyrri leikurinn verður síðasta viðureign liðanna í undankeppninni hjá konunum og þar eru úrslitin þegar ráðin, þ.e. Björninn hefur þegar tryggt sér deildarmeistaratitilinn en þetta er síðasta viðureign liðanna fyrir úrslitakeppni sem hefst um næstu helgi.  Úrlistin í þessum leik breyta því ekki á nokkurn hátt stöðunni en úrslitinum munu að öllum líkindum segja eitthvað til um hvað koma skal í úrslitum.  Sú breyting hefur þó verði gerð á liði SA að Josh Gribben mun taka bekkinn og Sarah Smiley mun einbeita sér að spilamennskunni.

Myndir úr leik SA - STORM

Þá eru komnar myndir úr  leik SA vs STORM. Þær má skoða hér.

Drög að tímatöflu Goðamótsins 10.-11.apríl

Dregið verður í keppnisröð þriðjudaginn 6 apríl kl 18 í félgasherbergi skautahallarinnar. Hér má sjá drög af dagskrá mótsins.
 

Úrslit ráðin í 2. flokki

Keppnin í 2. flokki hefur verið spennandi í vetur og nú þegar keppnin er að klárast átti SA möguleika á því að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn, en til þess að það myndi gerast yrðu SR-ingar að vinna Björninn í kvöld og síðan þyrfti SA að vinna Björninn í síðasta leik á laugardaginn næsta hér heima.  Leik SR og Bjarnarins var hins vegar að ljúka í Reykjavík með sigri Bjarnarmanna sem tryggðu sér þar með Íslandsmeistaratitilinn.  Þar með eru úrslitin ráðin, SA lendir í 2. sæti og SR í því þriðja og úrslit síðasta leiks nú á laugardaginn breyta engu um þessa niðurstöðu.

Tillaga að fjölgun titla

Nú er enn einu tímabili hjá meistaraflokki karla að ljúka, nánar tiltekið 19. tímabilinu þar sem keppt hefur verið á Íslandsmóti 3ja liða eða fleiri.  Fyrsta tímabilið var árið 1991 – 1992 þegar vélfrysta svellið í Laugadalnum komst í gagnið og Björninn hafði verið stofnaður.  Sá er þetta skrifar hefur spilað öll 19 tímabilin, nokkur þeirra standa uppúr sem mjög eftirminnileg en sannleikurinn er sá að flest renna þau saman eitt, hvert öðru líkara.


Öll tímabilin hefur keppnisfyrirkomulagið verið það sama, þ.e. tvö efstu lið að stigum eftir undankeppni halda áfram í úrslitakeppnina þar sem keppt er um Íslandsmeistaratitilinn.  Sá titill er það sem öll lið sækjast eftir, en aðeins eitt fær.  Jafnframt er þetta eini titillinn sem keppt er um, jafnvel þó talað sé um deildarmeistaratitilinn þá er hann aðeins eftirsóknarverður vegna heimaleikjaréttarins sem hann tryggir liðum.

SKAUTATÖSKU - SKAUTABUXUR

Er komin með skautatöskur heim til mín og er ykkur velkomið að koma og skoða,  tilvalin fyrir skautabarnið einnig er hægt að geyma skíðaskó í þessum töskum já eða bara íþróttaskó og föt frábærar og fallegar töskur er með nokkra liti og munstur, á líka til MONDOR skautabuxur í nr. 8-10 og 12-14

Allý, allyha@simnet.is - 8955804

 

Skemmtilegur leikur við finnana

Á fimmtudagskvöldið spiluðum við við finnska liðið Storm og það er skemmst frá því að segja að við átti ekki mikla möguleika gegn þeim.  Við náðum ekki að tefla fram okkar sterkasta liði en leikmenn eins og Ingvar, Orri, Stebbi, Gunnar Darri og Steinar voru ekki með okkur en í staðinn fengu ungir og efnilegir leikmenn að reyna sig, sumir að spila sinn fyrsta leik í meistaraflokki.  Leikurinn var engu að síður mjög skemmtilegur og það er alltaf gaman að spila við ný lið enda ekki oft sem við mætum öðrum andstæðingum en kunningjum okkar sunnan heiða.