Breyttar æfingar hjá 5 - 6 - 7 flokk um helgina

Það fellur niður 5 flokks æfing á laugardaginn kl 8
Það er mót hjá listhlaupadeildinni á sunnudaginn þannig að við æfum í íþróttahúsinu í Oddeyrarskóla.
6 flokkur mæting kl 11 í Oddeyrarskóla og sá hluti 5 flokks sem er hér í bænum má endilega mæta á þessa æfingu J
7 flokkur og byrjendur mæta kl 12 í Oddeyrarskóla

ÓL:Skemmtileg nótt framundan

Í nótt er komið að frjálsa prógramminu í listhlaupi kvenna á skautum. Yu-Na Kim frá Kóreu hefur nokkuð mikla forystu eftir fyrri dansinn, en hún fékk 78.40 fyrir stutta prógrammið og var m.a.með þrefalt loop, toe og lutz í prógramminu sínu Mao Asada frá Japan er næst á eftir henni með 73.78 stig og í þriðja sæti eftir stutta er heimakonan, Joannie Rochette frá Kanada með 71.36 stig og eru þetta einu konurnar sem fengu yfir 70 stig í stutta. Stutta prógrammið er að baki og frjálsa verður í nótt.

Ivana okkar Reitmayerova gekk ekki nógu vel í stutta og verður því miður ekki meðal þeirra efstu sem keppa í nótt. Þessi 17. ára flotta skauta stúlka náði hins vegar þessum frábæra árangri að komast á leikana og er ég viss um að þetta var góð reynsla fyrir hana.

SA deildarmeistarar eftir góðan sigur á SR

Síðasti leikur SA í undankeppninni fór fram á laugardaginn þegar liðið bar sigurorð af SR með 5 mörkum gegn 4 og tryggði sér með því deildarmeistaratitilinn og heimaleikjaréttinn í úrslitakeppninni sem hefst í næstu viku.  SR og Björninn munu eigast við á morgun í úrslitaleik um hitt sætið í úrslitakeppninni.  Leikurinn var jafn og skemmtlegur en það var Lurkurinn Rúnar Rúnarsson sem skoraði fyrsta mark leiksins eftir góða sendingu frá Steinari Grettissyni, en SR-ingar jöfnuðu skömmu síðar en mörkin urðu ekki fleiri í lotunni.

SKAUTADAGAR Í ARENA

Dagana 22. - 27.febrúar er 20-30% afsláttur af allri skautavöru.Nú er tilvalið að gera góð kaup í sokkabuxum, kjól, pilsi, flísbuxum, reimum o.fl.þar sem mót eru framundan hjá okkar stelpum. Ný sending af fatnaði o.fl. fyrir skautara komin Mikið til af skautakjólum, pilsum o.fl. sjá nánar inná arena.is.

Uppl. í síma 662 5260 eða rakelhb@simnet.is

Bestu kveðjur, Rakel

 

PAPPÍR

Þið sem fenguð pappír í janúar endilega skilið til mín peningunum fljótlega.

kv. Allý

Vinamót

Vinamót SA fyrir C-iðkendur verður haldið í Skautahöllinni á Akureyri 13-.14. mars

Keppnisgjald er kr. 2000.- á hvern keppenda. Nánari upplýsingar undir "Lesa meira". Við viljum góðfúslega benda á að síðasti dagur til að greiða keppnisgjald og þar með staðfesta þátttöku á Vinamóti C keppenda var í gær 22. febrúar. Þar sem margir nýir keppendur eru á listanum höfum við akveðið að framlengja frestinn um einn dag. Það þarf því að vera búið að greiða þátttökugjaldið/keppnsigjaldið fyrir miðnætti í dag 23. febrúar. 

Barna- og unglingamót ÍSS næstu helgi

Barna- og unglingamót Skautasambands Íslands verður haldið um komandi helgi. Allir eru velkomnir að koma og horfa á bestu skautara landsins etja þar kappi. Frítt er inn og foreldrafélag deildarinnar selur kaffi og með því á vægu verði, til styrktar iðkendum.

Bæði A og B iðkendur frá Skautafélagi Akureyrar, Skautafélagi Reykjavíkur og Birninum sýna listir sínar á svellinu. Í öllum flokkum eru úrslit hengd upp um leið og niðurstaðan hefur verið reiknuð út og verður þeim sem ná efstu þremur sætunum veitt verðlaun. Þannig finnst mörgum gaman að hafa með sér penna og skrifa hjá sér stigin til að fylgjast með því hver er í forystu. Í elstu A flokkunum, sem kallast, Novice (stúlknaflokkur), Junior (unglingaflokkur) og Senior (kvennaflokkur) er keppt bæði á laugardag og sunnudag, niðurstaða þeirra flokka ræðst því ekki fyrr en seinni daginn, eftir seinni dansinn. Allir B flokkar og yngri A flokkar keppa bara einu sinni, þannig að eftir blóð svita og tár eru það bara 2-3 mínútur ráða úrslitum.

Fjáröflun um helgina vegna æfingabúða í Slóvakíu og Tékklandi


Stefnt er að því að fara í æfingabúðir til Slóvakíu og Tékklands í sumar í tvær vikur, nákvæm kostnaðaráætlun liggur ekki fyrir.. Við fengum skyndilega upp í hendurnar fjáröflunarleið sem við teljum að gæti hentað þeim sem hyggjast fara í búðirnar í sumar ákaflega vel, en hafa þarf hraðar hendur.

Kvennalandsliðið valið

Íslenska kvennalandsliðið mun ekki taka þátt í heimsmeistaramóti á vegum Alþjóða íshokkísambandsins í ár en þess í stað verður haldið mót hér á Akureyri sem fram fer í byrjun apríl, svonefnd NIAC-mót, en þetta mun vera í annað skiptið sem þetta mót er haldið.  Síðasta vor komu hingað bæði dönsk og sænsk lið til keppni á NIAC-mótinu og heppnast það mót í alla staði mjög vel.  Skipulagning og undirbúningur mótsins hefur verið á höndum Margrétar Ólafsdóttur, Guðrúnar Blöndal og Söruh Smiley í samvinnu við ÍHÍ og þegar þessar línur eru skrifaðar hafa tvö erlend lið staðfest komu sína, annars vegar rúmenska landsliðið og hins vegar breska félagsliðið Slough Phantoms. 

Íslenska landsliðið fær þarna verðuga andstæðinga en endanlegur hópur hefur nú verið valinn í framhaldi æfingabúða um síðustu helgi.  Þjálfari liðsins er Sarah Smiley, en hún mun jafnframt spila með liðinu og því er henni til aðstoðar við þjálfun liðsins Josh Gribben.

Kvennalandslið Íslands árið 2010 er skipað eftirtöldum leikmönnum:

Sannfærandi 6 - 0 sigur á Birninum

Skautafélag Akureyrar tryggði sér sæti úrslitum með öruggum 6 - 0 sigri á Birninum í síðustu viðureign liðanna í vetur í gærkvöldi.  SA liðið fór betur af stað og strax frá upphafi var ljóst hvert var betra liðið á vellinum.  Auk þess sem SA átti góðan leik áttu Bjarnarmenn slæman dag og þá gat þetta aðeins farið á einn veg.