SKAUTATÖSKUR SÝNDAR Í HÖLLINNI

Á morgunn laugardag verður Helga úr R.vík með skautatöskur til sýnis og sölu í skautahöllinni milli kl. 10:30 og 13:00.

Nán. uppls. Allý , s-8955804, allyha@simnet.is

SA mætir finnsku liði

Á morgun fimmtudag kl. 19:00 fer fram leikur á milli karlaliðs SA og liðs frá Finnlandi sem heitir Storm.  Lið þetta er á ferðalagi um heiminn í þeim tilgangi að spila við hin og þessi lið og hafa þeir ákveðið að heiðra okkur með nærveru sinni.  Liðið spilaði tvo leiki við íslenska landsliðið í Laugadalnum um síðustu helgi og landsliðið vann báða leikina, þann fyrri 6 - 4 og þann seinni 3 - 2.

Liðið er semsagt býsna sterkt og því má reikna með hörkuleik hér í Skautahöllinni á morgun og því um að gera fyrir fólk að fjölmenna í höllina og horfa á skemmtilegt hokkí en þess má geta að aðgangur er ókeypis.

Eldri unni yngri 6 - 4

Í gærkvöldi mættust eldra og yngra kvennalið SA í 5. umferð Íslandsmótsins.  Leikurinn var jafn og spennandi en þær eldri sigu frammúr á endasprettinum og tryggðu sér tveggja marka sigur.  Fyrsta mark leiksins skoraði Guðrún Blöndal eftir sendingu frá Söruh Smiley.  Bergþóra Bergþórssdóttir jafnaði leikinn skömmu fyrir lok fyrstu lotu eftir sendingu frá Evu Maríu.  Staðan var því jöfn eftir fyrstu lotu.

Helga Margrét í 2.ára námsleyfi

Yfirþjálfari LSA, Helga Margrét Clarke, fer í tveggja ára námsleyfi til Reykjavíkur frá og með næsta hausti. Hún mun hins vegar starfa áfram sem yfirþjálfari deildarinnar og mun væntanlega koma norður að þjálfa einu sinni í mánuði, sem og í fríum.  Deildin mun hins vegar finna annan/aðra þjálfara til að leysa hana af í allri almennri þjálfun á þessu tímabili.

Kvennaleikur á morgun, yngri gegn eldri

Á morgun þriðjudag kl. 19:00 mætast yngra og elda kvennalið SA í Skautahöllinni á Akureyri.  Liðin hafa mæst fjórum sinnum í vetur og hafa þær eldri borið sigur úr býtum í þrjú skipti en þær yngri höfðu sigur í vítakeppni í einni viðureigninni.  Þær eldri eru með 13 stig eftir 8 leiki en þær yngri eru með 3 stig eftir 8 leiki.

Vel heppnuðu kvennamóti lokið

Kvennamótinu lauk á laugardagskvöldið á leik Hákarlanna og Snákanna en það var sjötti og síðasti leikur mótsins.  Mótið heppnaðist í alla staði mjög vel og segja má að mjög vel hafi tekist með að raða niður í lið, því öll liðin þrjú voru jöfn að styrkleika.  Leikmönnum úr öllum liðum og á öllum aldri var raðað saman í þrjár línur í hverju liði og séð var til þess að jafnar línur mættust með reglubundnum skiptingum.

Tomorrow, Monday March 22nd there will be practice for 3 flk 1900-2000. Tuesday March 23rd MFL and 2 flk will practice together around 2100 after the women's Junior vs. Senior game.

 

Foreldrar A keppenda fædd 1995-2000

Foreldrar A keppenda fædd árin 1995-2000 eru boðuð á fund eftir grunnprófsfundinn á mánudagskvöld. Finnlandsverkefnið svo kallaða verður kynnt og til umræðu.

Kvennamóti í Skautahöllinni á Akureyri

Nú fer fram í Skauthöllinni á Akureyri kvennamót í íshokkí þar sem um 50 konur frá SA, SR og Birninum á öllum aldri keppa í þremur liðum.  Liðin þrjú sem sérstaklega voru sett saman fyrir þetta mót heita Svörtu snákarnir, Rauðu Tígranir og Hvítu hákarlarnir.  Hvert lið er skipað þremur línum, hver í sínum styrkleikaflokki, og þannig keppa saman línur af sama styrkleikaflokki allt mótið.  Með þessu móti næst að halda keppninni jafnri þrátt fyrir ólík getustig leikmanna.

Tölvupóstfang forráðamanna iðkenda

Við reynum að hafa tölvupóstfanglista í lagi í deildinni til að geta komið skilaboðum til foreldra/forráðamanna iðkenda. Ef þið fáið ekki fjöldapóst frá okkur en viljið fá hann endilega hafið samband við hildajana@gmail.com Eftirfarandi netföng komast ekki til skila og gætu verið vitlaust skrifuð hjá okkur ef einhver þekkir þau og sér villuna, endilega hafið samband líka: