18.03.2022
Úrslitakeppnin í Hertz-deild karla í íshokkí hefst næsta þriðjudag 22. mars. SA Víkingar taka þá á móti Skautafélagi Reykjavíkur en SA Víkingar eru deildarmeistarar og byrja því á heimavelli en vinna þarf þrjá leiki til þess að tryggja sér Íslandsmeistaratitlinn. Leikurinn á þriðudag hefst kl. 19:30. Miðaverð er 1500 kr. en frítt inn fyrir 16 ára og yngri. Við hvetjum fólk til þess að mæta í rauðu og litum þannig stúkuna í okkar lit. Sjoppan verður opin og pizzusala í stúku svo engin þarf að fara svangur heim. Áfram SA!
15.03.2022
Fjölnir mætir ekki til leiks í síðasta leik tímabilsins í Hertz-deild karla og SA vinnur leikinn 5-0. Úrsltakeppnin hefst næsta þriðjudag en þá mætir SR í Skautahöllina.
11.03.2022
Kvennalið SA tekur á móti Fjölni um helgina í toppslag Hertz-deildarinnar. Liðin mætast tvívegis - fyrst á laugardag kl: 16:45 og svo aftur á sunnudag kl. 9:45. Liðin eru jöfn að stigum á toppi deildarinnar og því má búast við hörkuleikjum þar sem liðin berjast um heimaleikjaréttinn í úrslitakeppninni. Miðaverð 1000 kr. frítt fyrir 16 ára og yngri og framhaldsskólanemum er boðið frítt á leikinn gegn framvísun skólaskirteinis. Sjoppan selur kaffi og með því í leikhléum. Forsala miða fer fram í miðasölu appinu Stubbur.
09.03.2022
ÍV mótið í lishlaupi verður haldið í Skautahöllinni á Akureyri á laugardag 12. mars en 76 keppendur frá fjórum félögum eru skráðir til leiks. Mótið stendur frá kl. 8:00 á laugardag til kl. 15:00 og lýkur með verðlaunaafhendingu utan ís. Hér má finna Dagskrá mótsins og keppendalista.
09.03.2022
SA Víkingar tryggðu sér Deildarmeistaratitilinn í Hertz-deild karla í gærkvöld þegar þeir lögðu Fjölni 20-3. SA Víkingar hafa unnið 11 af 13 leikjum sínum í deildinni og eru með 34 stig en SR er með 23 stig í öðru sæti og Fjölnir með 3 stig. SA Víkingar tryggðu sér einnig heimaleikjaréttinn í úrslitakeppninni sem hefst þriðjudaginn 22. mars og mæta þar SR.
07.03.2022
SA Víkingar taka á móti Fjölni á þriðjudag í Skautahöllinni Akureyri kl: 19:30. SA Víkingar eru nú með 8 stiga forystu á toppi Hertz-deildarinnar og geta með sigri tryggt sér deildarmeistaratitilinn. Miðaverð 1000 kr. frítt fyrir 16 ára og yngri og framhaldsskólanemum er boðið frítt á leikinn gegn framvísun skólaskirteinis. Sjoppan selur kaffi og með því í leikhléum. Forsala miða fer fram í miðasölu appinu Stubbur
07.03.2022
3. umferð verður leikin í kvöld.
21.02.2022
Leik SA Víkinga og Fjölnis sem fara átti fram í kvöld hefur verið frestað vegna veðurs.
19.02.2022
Leik SA Víkinga gegn SR í Hertz-deild karla sem fara átti fram í dag hefur verið frestað vegna covid smita. Nýr leikdagur verður auglýstur síðar.
09.02.2022
Stelpurnar frá Akureyri stóðu sig frábærlega á þessu alþjóðlega móti sem fór fram í Skautahöllinni í Laugardalnum 4. - 6. febrúar.