13.03.2017
Ísold Fönn tók þátt í Coupe Meyrioise Internationale skautakeppninni í Genf í síðustu viku og hafnaði þar í öðru sæti.
11.03.2017
Úrslitin í meistaraflokki kvenna hófust í kvöld þegar liðin okkar, Ynjur og Ásynjur mættust í flottum hokkíleik hér á heimavelli beggja liða sem lauk með sigri Ynja, 6 - 4. Þessi árangur félagsins að eiga bæði lið í úrslitum er einstakur. Bæði lið báru höfuð og herðar yfir sunnanliðin í vetur og var það sérstaklega sætt þar sem engar lánsreglur voru í gildi og teflt var fram tveimur algerlega aðskildum liðum.
Það sýnir mátt félagsins og megin að geta teflt fram tveimur liðum í þessum styrkleikaflokki og sýnir hve mikil uppbyggingin í kvennahokkí hefur raunverulega verið á síðustu árum, með hana Söruh Smiley, að öðrum ólöstuðum, í fararbroddi.
Ásynjur hafa verið sterkari í vetur og tryggðu sér deildarmeistaratitilinn á dögum og þar með heimaleikjaréttinn (jeiii). Ynjur hafa hins vegar farið vaxandi og sýndu í kvöld hvers þær eru megnugar. Næsti leikur verður á þriðjudaginn kl. 19:30 og þá geta Ynjurnar tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn en það er næsta víst að Ásynjur munu ekki gefa hann eftir svo auðveldlega. Hvernig sem allt fer, þá verður um háspennuleik að ræða.
08.03.2017
Fyrstu leikir Íslandsmótsins fóru fram mánudagskvöldið 6. mars.
07.03.2017
SA Víkingar taka á móti Esju þriðjudaginn 7. mars kl 19.30 í Skautahöllinni á Akureyri. Esja er í efsta sæti deildarinnar og hefur nú þegar tryggt sér deildarmeistaratitilinn en SA er í öðru sæti og á 3 stig á næsta lið sem er Björninn þegar tveir leikir eru eftir hjá öllum liðum. Mætið í stúkuna og hvetjið okkar lið og komum þeim í úrslitakeppnina. Aðgangseyrir 1000 kr., frítt inn fyrir 16 ára og yngri.
06.03.2017
Íslenska kvennalandslið í íshokkí tapaði í gærkvöld fyrir Spáni í lokaleik Heimsmeistaramótsins í íshokkí í deild 2. II. Ísland þurfti nauðsynlega á sigri að halda til þess að krækja sér í bronsverðlaun en þær Spænsku fengu óskabyrjun í leiknum og komust í 3-0 áður en Ísland náði að minnka munninn í 3-1 en þannig enduðu leikar. Sunna Björgvinsdóttir var valinn besti leikmaður Íslands á mótinu og Eva Karvelsdóttir var valinn besti varnarmaður mótsins.
04.03.2017
Íslenska kvennalandslið í íshokkí tapaði í gærkvöld fyrir Nýja-Sjálandi eftir að hafa leitt leikinn 3-1 í annarri lotu en Nýja-Sjáland skoraði 3 síðustu mörk leiksins og unnu 4-3. Nýja-Sjáland komst þar með upp fyrir Ísland í annað sætið en Ísland mætir Spáni á morgun en þá ræðst hvaða lið ná verðlaunasætum.
03.03.2017
Íslenska kvennalandsliðið í íshokkí sigraði Tyrkland í gærkvöld með sex mörkum gegn engu. Ísland byrjaði leikinn frábærlega og skoraði 4 mörk í fyrstu lotunni og skoraði Flosrún Jóhannesdóttir þrjú mörk í leiknum.. Ísland er þá komið með tvo sigra úr þremur leikjum en liðið mætir Nýja-Sjálandi í kvöld kl 20.00.
01.03.2017
SA á fjóra keppendur á Norðurlandamótinu í listhlaupi sem hefst í Egilshöll á morgun. Þetta eru þær Aldís Kara Bergsdóttir, Ásdís Arna Fen Bergsveinsdóttir, Marta María Jóhannsdóttir í Novice A og Emilía Rós Ómarsdóttir i Junior A. Þær hefja allar keppni á morgun.
01.03.2017
Íslenska kvennalandsliðið í íshokkí tapaði naumlega fyrir Mexíkó í gær á Heimsmeistaramótinu í íshokkí sem haldið er á Akureyri þessa daganna. Mexíkó var með yfirhöndina lengst af í markaskorun en heppnin var ekki á bandi íslenska liðsins og Mexíkó vann að lokum 4-2. Sunna Björgvinsdóttir skoraði bæði mörk íslands í leiknum og var valin besti leikmaður liðsins í leiknum.
28.02.2017
Íslenska kvennalandsliðið í íshokkí vann stórsigur á Rúmeníu í gærkvöld á heimsmeistaramótinu í íshokkí sem fram fer á Akureyri. Íslenska liðið skoraði 7 mörk gegn tveimur frá Rúmeníu. Ísland mætir Mexíkó í kvöld kl 20.00 í Skautahöllinni á Akureyri.