04.02.2017
LSA sendi 9 keppendur á Reykjavíkurleikunum og er þegar komið eitt gull og eitt silfur í hús
03.02.2017
SA Víkingar taka á móti SR í Skautahöllinni á Akureyri laugardaginn 4. febrúar kl. 16.30. SA Víkingar eru í þriðja sæti deildarinnar með en SR í því fjórða. SA Víkingar þurfa nauðsynlega á sigri að halda til að halda sér í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni.
27.01.2017
Fyrrum íshokkíþjálfari SA hann Jan Kobezda er látinn 41 árs að aldri. Jan Kobezda þjálfaði hjá Skautafélaginu þrjú tímabil á árunum 2004-2006 en bróðir hans Michal Kobezda lék einnig með Skautafélagi Akureyrar um margra ára skeið.
22.01.2017
Í gær átti sér stað sögulegur krulluleikur þegar íshokkí kvennalandslið Íslands keppti við fótbolta kvennalandslið íslands. Bæði lið fóru með sigur af hólmi þar sem leikurinn var meira til gamans gerður sem hluti af hópefli liðanna en bæði lið voru við æfingar á Akureyri í undirbúningi sínum fyrir stórmótin sem liðin eru að fara keppa í á árinu - ekki í krullu þó.
22.01.2017
U-20 landslið Íslands í íshokkí náði bronsi í dag þegar liðið vann heimaliðið Nýja-Sjáland 10-0. Liðið átti frábærann dag og endaði mótið með stæl eftir vonbrigði gærdagsins og nokkuð ljóst að liðið hefði með góðu móti getað unnið mótið ef smá heppni hefði verið með liðinu. Sigurður Þorsteinsson var valinn besti leikmaður íslenska liðsins á mótinu.
20.01.2017
Kjöri íþróttamanns Akureyrar var lýst í Menningarhúsinu Hofi síðastliðin miðvikudag. Íþróttafólk Skautafélags Akureyrar árið 2016, þau Emilía Rós Ómarsdóttir og Andri Már Mikaelsson, urðu bæði í fjórða sæti í kjörinu fyrir íþróttakarl og íþróttakonu Akureyrar. Skautafélagið á flesta Íslandsmeistara og landsliðsfólk akureyrskra íþróttafélaga.
19.01.2017
U-20 lið Íslands í íshokkí vann Taíwan 7-2 í síðasta leik riðlekeppninnar á HM í Nýja-Sjálandi. Ísland náði með sigrinum öðru sæti riðilsins og spilar við Tyrkland í undanúrslitum á morgun.
18.01.2017
U-20 lið Íslands í íshokkí tapaði fyrir Kína í öðrum leik sínum á HM í Nýja-Sjálandi. Kína skoraði 4 mörk gegn einu marki Íslands en leikurinn var mjög jafn og spennandi. Edmunds Induss skoraði eina mark Íslands en Gunnar Aðalgeir Arason var valinn besti maður íslenska liðsins í leiknum.
16.01.2017
U-20 lið Íslands í íshokkí sigraði Ísrael í nótt 3-0 í fyrsta leik sínum á Heimsmeistaramótinu í Nýja-Sjálandi. Hjalti Jóhannsson, Hafþór Andri Sigurúnarson og Axel Orongan skoruðu mörkin.
16.01.2017
Ásynjur gerðu góða ferð suður yfir heiðar um helgina þegar þær heimsóttu Björninn í Grafarvogi. Heldur meira jafnræði var með liðunum nú heldur en í undanförnum viðureignum þeirra en leiknum lauk þó með öruggum 0-6 sigri gestanna.