21.12.2016
SA Víkingar unnu stórsigur í gærkvöld þegar þeir tóku á móti SR í Skautahöllinni á Akureyri. Eftir markalausa fyrstu lotu röðuðu Víkingar inn mörkunum og unnu að lokum með 6 mörkum gegn engu. Þetta var síðasti leikurinn hjá Víkingum á þessu ári en þeir fara inn í jólafríið með 22 stig og sitja í öðru sæti deildarinna. SA Víkingar áttu góðann leik og gáfu stuðningsmönnum sínum því góða jólagjöf í ár.
21.12.2016
Frá með deginum í dag tekur í gildi jóla-tímatafla sem gildir til 3. janúar en tímatöfluna má finna vinstra megin í valmyndinni en einnig hér. Almenningstímum fjölgar en allar eru með æfingar og mót yfir hátíðirnar.
20.12.2016
Emilía Rós Ómarsdóttir hefur verið valin skautakona LSA 2016 og var hún heiðruð á jólasýningu listhlaupadeildarinnar á sunnudaginn.
19.12.2016
SA Víkingar taka á móti SR í Skautahöllinni á Akureyri annað kvöld, þriðjudaginn 20. desember kl. 19.30. SA Víkingar eru í öðru sæti deildarinnar með en SR í því fjórða. Þetta er jafnframt síðasti heimaleikur SA Víkinga á þessu ári og því um að gera að mæta í stúkuna. Aðgangseyrir 1000 kr. og frítt inn fyrir 16 ára og yngri.
19.12.2016
Í fyrrakvöld tók Björninn í Grafarvogi á móti Ynjum Skautafélags Akureyrar í Hertz-deild kvenna í íshokkí. Leikurinn var mjög spennandi framan af en í síðustu lotunni sýndu Ynjurnar hvers þær eru megnugar og urðu lokatölur 2-7 Ynjum í vil.
18.12.2016
Jólasýning LSA verður, í dag sunnudag kl. 17:00. Hér munu allir iðkendur deildarinnar sýna listir sínar undir fögrum jólatónum.
18.12.2016
Emilía Rós Ómarsdóttir hefur verið valin Skautakona ársins 2016 af stjórn Skautasambands Íslands.
Emilía Rós keppir í listhlaupi á skautum fyrir hönd Skautafélags Akureyrar og er á sínu öðru ári í Unglingaflokki A (Junior). Er þetta í annað sinn sem hún hefur hlotið nafnbótina Skautakona ársins en hún hlaut verðlaunin einnig árið 2015.
10.12.2016
Fullbókað á 20 ára afmælismót krulludeildar
09.12.2016
SA Víkingar taka á móti Birninum í Hertz-deild karla laugardaginn 10. desember kl. 16.30 í Skautahöllinni á Akureyri. Björninn er í öðru sæti deildarinnar með 16 stig en SA Víkingar í því þriðja með 14 stig svo Víkingar geta með sigri haft sætaskipti við Björninn. Aðgangseyrir 1000 kr. og frítt fyrir 16 ára og yngri.
08.12.2016
Það var hart barist á svellinu í gær þegar Ynjur tóku á móti Ásynjum í sannkölluðum Akureyrarslag í Hertz-deild kvenna í íshokkí. Leikurinn var æsispennandi og réðust úrslit ekki fyrr en á lokasekúndum leiksins. Þetta var önnur viðureign þessara tveggja liða sem Skautafélag Akureyrar teflir fram í deildinni og fyrirfram gert ráð fyrir hörkuleik. Ynjur hafa setið á toppi deildarinnar með sigra í öllum sínum leikjum en Ásynjur þar á eftir með aðeins eitt tap, einmitt gegn Ynjunum í síðasta leik liðanna. Þegar liðin mættust síðast unnu Ynjur 5-3 í hröðum og æsispennandi leik og því var ekki við öðru að búast enn að þessi viðureign yrði jafn spennandi enda vitað að Ásynjur vildu hefna fyrir síðasta tap.