24.09.2015
Fimmtudaginn 1. október verður haldinn foreldrafundur hjá Listhlaupadeildinni. Iveta verður á staðnum og getur svarað spurningum frá foreldrum.
Vetrarstarfið verður rætt, lokuninn í vor og fleira. Að loknum foreldrafundi tekur foreldrafélagið við keflinu og heldur árlegan aðalfund félagsins.
Vonum að sem flestir sjái sér fært að mæta.
Kveðja stjórnin
22.09.2015
Nú eru komnar myndir úr síðasta leik Víkinga en myndirnar frá Sigurgeiri Harlaldssyni má skoða hér og myndirnar frá Elvari hér.
20.09.2015
Þá er keppni lokið á Haustmóti ÍSS. Segja má með sanni að LSA hafi startað keppnistímabilinu með stæl og sé sigurvegari mótsins, en stelpurnar okkar unnu gull í 9 af 10 keppnisflokkum á mótinu, eða í öllum keppnisflokkum sem við áttum keppendur í. Að auki kræktu þær sér í 2 silfur og 1 brons.
19.09.2015
Fyrsta mót vetrarins, haustmót ÍSS, er haldið um helgina hjá okkur hér fyrir norðan. SA stelpurnar hafa staðið sig með mikilli prýði í dag.
17.09.2015
Enn á ég til skauta flísbuxur á útsölu
17.09.2015
Enn á ég til þessar skautatöskur
14.09.2015
SA Víkingar máttu sætta sig við ósigur gegn Esju í Laugardaldnum um helgina, lokatölur leiksins 5-3.
05.09.2015
Nú eru æfingar hafnar hjá byrjendahópunum í listhlaupi og hjá yngstu skauturunum (3-5 ára á laugardögum. Þá eru allir hóparnir komnir í gang með sýnar æfingar.
04.09.2015
Íslandsmótið í íshokkí er byrjað og það með hraði. Tímabilið í ár verður stutt sökkum framkvæmda í skautahöllinni hjá okkur á Akureyri en úrslitakeppnin verður leikin í lok febrúar í ár. Af þessum sökum er leikjadagskráin þétt en mótið byrjaði nú einmitt síðasta þriðjudag þegar SA Víkingar heimsóttu Björninn í Egilshöll. Bæði lið hafa misst marga leikmenn fyrir tímabilið í ár en það fór svo að Víkingar sóttu stigin þrjú, lokatölur 5-0.
02.09.2015
Hokkí & Sport mætir til Akureyrar næstu helgi og verður með verslun sína í fundarherberginu í Skautahöllinni á Akureyri á laugardag frá klukkan 12-16 og á sunnudag frá klukkan 13-16. Komum með fullt af nýju dóti með okkur og það er um að gera að hafa samband við okkur hér á Facebook eða hringja í síma 588-9930 ef það er eitthvað sem þið viljið að við komum með sérstaklega eða þurfum að panta.