Ásynjur deildarmeistarar í Hertz deild kvenna

Ásynjur tryggðu sér í gærkvöld deildarmeistaratitilinn í Hertz deild kvenna þegar höfðu sigurorð af Ynjum í vítakeppni eftir 5-5 jafntefli í venjulegum leiktíma. Það er synd að þessi lið mætast ekki oftar í vetur en áhorfendur urðu svo sannarlega ekki fyrir vonbrigðum í gærkvöld, ekki frekar en áður í þessu skemmtilega einvígi tveggja bestu liða landsins.

Rebekka Rós og Ísold Fönn farnar til Belgrad að keppa.

Þær stöllur Rebekka og Ísold eru komnar til Belgrad til að keppa á Skate Helena en það er mót í mótaröð European Criterium.

Ásynjur - Ynjur þriðjudagskvöld kl 19.30

Ásynjur taka á móti Ynjum annað kvöld, þriðjudagskvöldið 19. janúar kl 19.30. Leikurinn er toppslagur þar sem Ásynjur eru efstar í deildinni en Ynjur fylgja fast á hæla þeim og þurfa nauðsynlega á sigri að halda til þess að eiga möguleika deildarmeistaratitlinum en þurfa einnig að treysta á hagstæð úrslit úr síðustu leikjunum.

Úrslit 4. flokks móts

Um helgina fór fram annað mótið af þremur sem telja til Íslandsmótsins í 4. flokki í Skautahöllinni á Akureyri. Lið SA sigraði í öllum sínum leikjum í mótinu og hafa unnið 7 af 8 leikjum í Íslandsmótinu.

Dagskrá hjá listhlaupadeildinni dagana 18.-23.janúar 2016

Hér er að finna dagskrána hjá listhlaupadeildinni dagana 18.-23. janúar

4.fl. mótið á YouTube

Það er líka hægt að skoða myndbönd af mótinu á YouTube í hærri upplausn.

Íslandsmótið í 4. flokki í Skautahöllinni á Akureyri um helgina

Bein tilrauna útsending á YouTube ( http://www.youtube.com/user/hokkimyndbrot/live ), og þar ætti að vera hægt að horfa í símum og spjaldtölvum líka. Það verður líf og fjör í Skautahöllinni um helgina en þá fer fram Íslandsmótið í 4. flokki en mótið er annað í röðinni af þremur sem telja til Íslandsmótsins. Leikið er á laugardag frá kl 17.20 og svo hefst seinni umferðin á sunnudagsmorgun kl 8.00 og mótið klárast svo með verðlaunaafhendingu og pizzuveislu um kl 12.00 á sunnudag. Hér má finna dagskrá mótsins og fyrirkomulag.

Marta María og Ásdís Arna stóðu sig frábærlega á Alþjóða vetrarleikum barnanna í Innsbruck

Marta María stóð sig frábærlega í frjálsa prógramminu í dag. Hún fékk 54,68 stig og hækkaði það hana upp í silfur sætið á leikunum á nýju íslensku meti í stúlknaflokki A 86,49 stigum, hún bætti metið bæði í stutta og frjálsaprógramminu. Ásdís Arna Fen átti líka góðan dag og bætti hún perósnulegt met sitt í frjálsa og fékk hún fyrir það 44,55 stig. Samanlagt fékk Ásdís 69 stig. Hún hækkaði sig upp um 2 sæti frá því í gær og hafnaði hún í 10. sæti.

Marta og Ásdís með flottan árangur á fyrri degi á Inernational Childrens games í Innsbruck

Ásdís Arna Fen Bergsveinsdóttir og Marta María Jóhannsdóttir lögðu af stað ásamt skíðakrökkum frá Akureyri á mánudaginn á Internatinal Childrens Games sem fram fara Innsbruck í Austuríki. Þær stöllur kepptu í stutta prógraminu í gær þar sem Ásdís var í 12. Sæti með góðann árangur (24.45) nálægt sínu besta. Marta María átti frábæran dag og setti persónulegt met (31.81 stig) og endaði í 3. Sæti eftir daginn.

Fimm úr SA með U-20 landsliði íslands á leið á heimsmeistaramót

Seinnipartinn í dag lögðu fimm fræknir drengir úr SA til keppni með U-20 ára landsliði Íslands á heimsmeistramótið sem fram fer í Mexíkóborg daganna 15. – 24. janúar. Liðið keppir í 3. deild að þessu sinni en í riðli með Íslandi eru Búlgaría, Ísrael, Mexíkó, Nýja-Sjáland, Suðar-Afríka og Tyrkland.