Skautabuxur og skautahlífar síðasti dagur ef þarf að panta er 19.des.

Nú á ég til nokkrar af þessu fínu flís skautabuxum

SA Víkingar - SR þriðjudag kl 19.30

SA Víkingar taka á móti SR í Skautahöllinni á Akureyri annað kvöld, þriðjudaginn 15. desember kl 19.30. Þetta er síðasti heimaleikur Víkinga fyrir jól en liðið situr nú í efsta sæti Hertz deildarinnar með 28 stig, 10 stigum meira en SR sem er í þriðja sæti deildarinnar.

Elise Marie Väljaots og Björn Már Jakobsson íshokkífólk ársins 2015 hjá SA

Þau Elise Marie Väljaots og Björn Már Jakobsson hafa verið útnefnd íshokkífólk ársins 2015 hjá SA. Þau voru heiðruð á svellinu fyrir leikinn gegn SR í gærkvöld. Skautafélag Akureyrar óskar þeim til hamingju með nafnbótina.

2. flokkur með fullt hús stiga úr tvíhöfða gegn SR

Annarflokkur SA vann 8-1 sigur á liði SR í gær en liðin mættust svo aftur nú í morgun og þá urðu lokatölur 10-5 SA í vil.

Ásynjur með sigur og sigur í framlengingu í tvíhöfða gegn SR

Ásynjur lögðu SR í gærkvöld með tíu mörkum gegn engu en liðin mættust aftur nú í bítið og þá urðu lokatölur 3-2 Ásynjur í hag eftir dramatískar lokasekúndur í venjulegum leiktíma þar sem jöfnunarmark Ásynja kom á síðustu sekúndu leiksins.

Ásynjur og 2. flokkur í tvöföldum tvíhöfða gegn SR um helgina

Bæði Ásynjur og 2. flokkur leika tvíhöfða gegn liðum SR um helgina þar sem leikið verður á laugardag og sunnudag. Allar æfingar hokkídeildar falla því niður vegna þessa fyrir hádegi á laugardag og sunnudag.

Mót út um allt

Höfum fengið nokkur boð um opin krullumót út um allan heim.

Jólagjöfin í ár.

Enn á ég til þessar frábæru og bestu skautatöskur einlitar og munstraðar.

Áfram SA hokkí! (Úrslit innanfélagsmóts)

Þrátt fyrir leiðinlegt veður var mæting á laugardaginn nánast fullkomin þegar fram fór síðasta innanfélags mót haustsins í 4/5 flk. deild. Í bronsleiknum sigruðu Appelsínugulir Græna 7-3 og um gullið spiluðu Rauðir og Svartir sem endaði með 8-4 sigri Rauðra.

Skautahöllinni lokað síðdegis í dag

Vegna tilkynningar frá Almannavörnum Ríkisins þar sem fólk er beðið að vera ekki á ferðinni eftir kl. 17:00 í dag höfum við ákveðið að loka Skautahöllinni líkt og öðrum íþróttamannvirkjum Akureyrarbæjar frá og með kl. 16:00.