Marta María sigraði stúlknaflokk A með miklum yfirburðum og Emilía Rós varð efst Íslendinganna.

Þá er Reykjavíkurleikunum í Listhlaupi lokið og stóðu stelpurnar okkar sig mjög vel.

U-20 ára lið Íslands í íshokkí í fimmta sæti á HM

U-20 ára lið Íslands sem keppir í 3. deild varð að gera sér fimmta sætið að góðu eftir að hafa tapað naumlega gegn Nýja-Sjálandi í leiknum um bronsið í gærkvöld. Mexíkó vann riðilinn á heimavelli og fara upp um deild en Búlgaría náði öðru sætinu og Nýja-Sjáland því þriðja.

SA með um þriðjung Íslandsmeistara og landsliðsfólks Akureyrar

Kjöri íþróttamanns Akureyrar var lýst í Menningarhúsinu Hofi síðastliðin miðvikudag. Íþróttamaður Skautafélags Akureyrar árið 2015, Emilía Rós Ómarsdóttir, varð fimmta í kjörinu. Skautafélagið á tæpan þriðjung landsliðsfólks akureyrskra íþróttafélaga og rúman þriðjung Íslandsmeistara.

Ásynjur og 3. Flokkur með góða sigra sunnan heiða

Nýkrýndir deildarmeistarar, Ásynjur sigruðu Björninn í gærkvöld í Egilshöllinni 4-1. Mörk Ásynja skoruðu Thelma Guðmundsdóttir (2), Birna Baldursdóttir og Jónína Guðbjartsdóttir. Þetta var síðasti leikur milli þessara liða í deildinni áður en þau mætast í úrslitaeinvígi sem hefst 15. febrúar.

Narfi frá Hrísey kom sá og sigraði á Magga Finns

Narfi frá Hrísey vann öruggan sigur á hinu árlega Magga Finns móti sem haldið var í Skautahöllinni um helgina. Mikið fjör var á lokahófinu sem haldið var í mótslok í pakkhúsinu en lið og leikmenn voru þar heiðraðir fyrir afrek helgarinnar. Hér að neðan eru helstu afrek helgarinnar og myndir frá Sigurgeiri Haraldssyni má finna HÉR.

Marta María efst eftir stutta

Marta María Jóhannsdóttir stendur efst með 30,76 stig eftir stutta prógrammið á fyrsta keppnisdegi Reykjavíkurleikanna í listhlaupi á skautum.

Rebekka Rós stóð sig mjög vel í dag á Skate Helena

Rebekka Rós hefur lokið keppni á Skate Helena í Serbíu og hafnaði hún í 4. sæti.

Frábær árangur hjá Ísold Fönn á Skate Helena í Serbíu í dag

Ísold Fönn náði í silfrið í sínum flokki á Skate Helena í Serbíu í dag.

Magga Finns mótið hefst í kvöld - Dagskrá

Í kvöld og um helgina fer fram Minningarmótið um Magnús E. Finnson, eða Magga Finns mótið eins og það er jafnan kallað en þetta er heldrimanna mót sem spilað er árlega hér á Akureyri. Þrír leikir fara fram í kvöld milli liðanna sem æfa hjá Skautafélaginu en svo verður leikið aftur á föstudagskvöld og laugardag þegar sunnan liðin verða komin í bæinn. Dagskránn má finna hér að neðan og hér á jpg.

Ásynjur deildarmeistarar í Hertz deild kvenna

Ásynjur tryggðu sér í gærkvöld deildarmeistaratitilinn í Hertz deild kvenna þegar höfðu sigurorð af Ynjum í vítakeppni eftir 5-5 jafntefli í venjulegum leiktíma. Það er synd að þessi lið mætast ekki oftar í vetur en áhorfendur urðu svo sannarlega ekki fyrir vonbrigðum í gærkvöld, ekki frekar en áður í þessu skemmtilega einvígi tveggja bestu liða landsins.