Sumarnámskeið SA hefjast á morgun

Sumarnámskeið Skautafélags Akureyrar hefjast á morgun þriðjudaginn 4. ágúst. Námskeiðin eru bæði fyrir iðkenndur listhlaups og íshokkí og standa yfir í 3 vikur. Skráning er enþá opin en hægt er að skrá sig á námskeiðin í íshokkí í gegnum Nora hér: https://iba.felog.is/ en í listhlaup með því að senda póst á formadur@listhlaup.is.

Sami Lehtinen hættir hjá SA

Sami Lehtinen yfirþjálfari og íshokkídeild SA hafa náð samkomulagi um starfslok Sami hjá félaginu. Sami er með tilboð frá félagi í finnsku úrvalsdeildinni en íshokkídeildin ákvað að standa ekki í vegi fyrir því að hann gæti tekið starfið að sér. Sami náði góðum árangri hjá félaginu á síðasta keppnistímabili þar sem hann skilaði Íslandsmeistaratitlum í U16, U18 og með kvennaliði SA ásamt því að verða deildarmeistari með karlalið félagsins en náði ekki að stýra liðinu í úrslitakeppni þar sem henni var aflýst vegna Covid-19. Skautafélag Akureyrar þakkar Sami fyrir ánægjulegt samstarf og óskar honum velfarnaðar í nýju starfi.

Úrslit úr vormóti hokkídeildar

Vormót hokkídeildar kláraðist nú fyrir helgi en 115 börn tóku þátt í 10 liðum í þremur deildurm. Spilað var í III deild á þriðjung af vallarstærð þar sem markmiðið er aðalega leikleðin og lækfærnin. Í II deild þar sem spilað er á 2/3 hlutum vallarins voru sigrar og töp, mikið af flottum mörkum, markvörslum og lærðum lexíum.

Skauta- og leikjanámskeið SA í júní

Í júní býður Skautafélag Akureyrar uppá skauta- og leikjanámskeið fyrir börn á aldrinum 5-10 ára.

Aðalfundur Skautafélags Akureyrar fimmtudaginn 28. maí kl. 20.00

Boðað er til aðalfundar Skautafélags Akureyrar fimmtudaginn 28. maí kl. 20.00 í kaffiteríunni í íþróttahöllinni. Venjuleg aðalfundarstörf skv. lögum félagsins. Félagsmenn eru hvattir til að mæta en allir skuldlausir félagsmenn 16 ára og eldri hafa atkvæðisrétt, málfrelsi, tillögurétt og kjörgengi til stjórnarstarfa á aðalfundi félagsins

Aðalfundur Listhlaupadeildar

Aðalfundur Listhlaupadeildar Skautafélags Akureyrar/LSA 2020 Verður haldinn þriðjudaginn 26. maí nk. kl. 20.00 í fundarherbergi skautahallarinnar.

Aðalfundur hokkídeildar

Aðalfundur hokkídeildar verður haldinn í Skautahöllinni mánudaginn 25. maí kl. 20:00 Fundarefni; venjuleg aðalfundarstörf og önnur mál. Stjórnin.

Aðalfundur Krulludeildar SA

Mánudaginn 25. maí kl.18:15

Æfingar hefjast hjá leik- og grunnskólabörnum 4. maí

Æfingar leik- og grunnskólabarna hefjast hjá Skautafélaginu 4. maí án takmarkanna. Áfram eru takmarkanir á þáttöku fullorðinna og því verða engir almenningstímar eða æfingar fyrir fullorðna nema innan þeirra takmarkanna sem eru í gildi. Sömu húsreglur og settar voru í upphafi samkomubannsins eru í gildi. Foreldrar geta komið með börn sína á æfingar en skulu takmarka komu viðveru sína í Skautahöllinni og halda tveggja metra nándarreglu. Þá eru allir foreldrar og iðkenndur hvattir til þess að halda uppteknum hætti í hreinlæti, handvþotti og notkun handspritts. Starfsmannarými verður áfram lokað fyrir umgengni annarra en starfsfólks hússins. Frekari leiðbeiningar verða sendar beint til iðkennda af þjálfurum.

Æfingar fara ekki af stað 23. mars eins og vonast var til

Þær æfingar sem fyrirhugaðar voru í næstu viku munu ekki ná fram að ganga eins og vonast var eftir. Hér að neðan er yfirlýsing frá ÍSÍ.