Íslandsmótið í krullu 2020

Íslandsmótið hófst á mánudaginn með tveimur leikjum.

Ice Cup 2020 - aflýst

Ekkert verður af alþjóða krullumótinu Icecup

Skautahöllin 20 ára

Skautahöllin er 20 ára um þessar mundir en hún var vígð af Ólafi Ragnari Grímssyni þann 1. mars 2000. Það er óhætt að segja að tilkoma Skautahallarinnar hafi verið alger bylting fyrir starfsemi Skautafélagsins og þegar litið er til baka er ljóst að við höfum nýtt okkur vel þau tækifæri sem bætt aðstaða veitti okkur. Íþróttagreinar félagsins hafa vaxið og dafnað og við höfum tekið framfaraskref ár frá ári.

Opnunartímar og æfingar með hefðbundnum hætti um helgina

Í ljósi aðstæðna eru komnar fleiri sprittstöðvar í Skautahöllinni. Þá er líka spritt við alla handvaska í húsinu. Við viljum því biðja iðkenndur og gesti um að muna eftir við handþvotti og sótthreinsun. Við þrífum og sótthreinsum alla helstu snertifleti í okkar daglegu þrifum. Opnunartímar almennings og æfingar iðkennda verða með hefðbundnum hætti um helgina.

Íslandsmótið í krullu 2020

Íslandsmótið 2020 hefst mánudaginn 9. mars.

Íshokkídeild Fjölnis gefur leikina sem fram áttu að fara um helgina á Akureyri

Íshokkídeild Fjölnis hefur gefið alla leikina sem þeir áttu að spila á Akureyri um helgina. Það verður því engin leikur í Hertz-deildinni hjá SA Víkingum í kvöld né tvíhöfði í U18 sem áttu að spilast á laugardag og sunnudag.

Aldís hefur leik fyrst Íslenskra skautara á HM á morgun

Aldís Kara Bergsdóttir hefur keppni í lishtlaupi á morgun á Heimsmeistaramóti unglinga sem fram fer í Tallinn í Eistlandi. Aldís Kara verður þá fyrsti Íslenski skautarinn sem keppir á stóra sviðinu. Aldís hefur nú verið í undirbúningi fyrir mótið í Tallinn síðan á mánudag með fylgdarliði sínu og hefur undirbúningurinn gengið vel. Skautasamband Íslands heldur út daglegum fréttum af gangi mála á facebook síðu sinni sem er fróðlegt að fylgjast með. Aldís hefur keppni á morgun, föstudag kl. 11.20 á íslenskum tíma og má fylgjast með beinni útsendingu á youtube rás ISU.

SA Víkingar - Björninn/Fjölnir laugardag kl. 16.45 (fer ekki fram!)

SA Víkingar taka á móti Birninum/Fjölni í toppslag Hertz-deildarinnar laugardaginn 7. mars kl. 16:45 í Skautahöllinni á Akureyri. Víkingar og Björninn mætast í úrslitakeppninni sem hefst í lok mars en þetta er í síðasta sinn sem þessi lið mætast fyrir úrslitakeppnina. Ljóst er að bæði lið vilja setja tóninn fyrir hvað koma skal. Ungt lið SA Víkinga þarf allann þann stuðning sem stúkan getur veitt. Aðgangseyrir 1000 kr. og frítt fyrir 16. ára og yngri. Sjáumst í Skauthöllinni á laugardag!

Akureyrar og bikarmót

Úrslitin ráðast í kvöld.

Úkraína engin fyrirstaða

Síðasti leikur mótisins var annar auðveldur sigur Íslands og í þetta skiptið gegn Úkraínu. Leiknum lauk 6 - 0 og var aldrei í hættu. Ísland endaði í öðru sæti, Ástralía í því fyrsta og Nýja Sjáland í þriðja. Segja má að þetta hafi verið heldur sérkennilegt mót. Eitt tap á móti Ástralíu í fyrsta leik og svo fjórir til þess að gera auðveldir sigrar, en marka hlutfallið í síðustu fjórum leikjunum var 23 á móti 1. Það er alveg ljóst að íslenska liðið á heima í deildinni fyrir ofan og verður það markmið næsta móts.