05.10.2020
SA Víkingar hófu Hertz-deildina með látum á laugardag þegar þeir unnu 5-0 sigur á SR. Leikurinn var hraður og skemmtilegur þar sem fjölmörg tilþrif litu dagsins ljós. Heiðar Kristveigarson skoraði tvö marka SA, Jónhann Már Leifsson, Heiðar Jóhannsson og Hinrik Halldórsson skoruðu eitt mark hver.
02.10.2020
SA Víkingar hefja leik í Hertz-deildinni á laugardag þega liðið tekur á móti SR í Skautahöllinni á Akureyri kl. 19:45. Deildarmeistaralið SA Víkinga frá síðasta tímabili er lítið breytt en nýr þjálfari - Rúnar Freyr Rúnarsson sem flestir kannast við en sem einn skeinuhættasti leikmann síðustu áratuga í íslensku íshokkí. Rúnar var aðstoðarþjálfari liðsins með Sami á síðasta ári en tekur nú við sem aðalþjálfari.
29.09.2020
Skautafélag Akureyrar fyrsti sigurvegari Bikarmótaraðar ÍSS
29.09.2020
Haustmót Skautasambands Íslands fór fram um liðna helgi á Akureyri. Skautafélag Akureyrar átti 7 keppendur á mótinu sem stóðu sig allar gríðarlega vel.
29.09.2020
Um helgina fór fram Vinamót Frost 2020 í listhlaupi. Mikil eftirvænting var eftir þessu móti þar sem ekki hefur verið keppt í listhlaupi á Íslandi síðan í janúar 2020.
28.09.2020
Tímabilið byrjar í kvöld. Mæting 18:45.
26.09.2020
Fyrsti leikur meistaraflokks kvenna fór fram í Egilshöll í dag þar sem SA mætti nýju liði Fjölnis. Reykjavíkurliðin tvö leika nú ekki lengur saman heldur tefla fram tveimur liðum. Nokkrar breytingar hafa orðið á liði SA þar sem nokkrir reynsluboltar leika nú ekki með (hvað sem síðar verður) en Saga Blöndal, Alda Ólína Arnarsdóttir, Diljá Sif Björgvinsdóttir og Védís Valdemarsdóttir spila nú aftur með liðinu eftir mislanga dvöl með öðrum liðum. Leiknum lauk með 5:3 sigri SA.
25.09.2020
Ísold Fönn Vilhjálmsdóttir skautari frá SA sem hefur æfit undir leiðsögn Stéphane Lambiel í Sviss náði um síðustu helgi því afreki fyrst Íslendinga að ná þreföldu flippstökki í móti á listhlaupum á skautum og fá það dæmt gilt. Þessu náði Ísold á Dreitannen bikarmótinu í Sviss.
22.09.2020
26. september 2020 heldur Listhlaupadeild Skautafélags Akureyrar FROSTMÓT 2020. Dagskrá og sóttvarnarreglur fyrir mótið eru komnar út. ATH Dagskrá hefur verið uppfærð.