KLEINA-KLEINA

Halló, ég hef verið spurð um það hvort hægt sé að fara í fjáröflun, kleinusteikingu fyrir æfingabúðirnar hér á Akureyri. Ég er búin að kanna það og við getum fengið tilbúið deig og verið í Oddeyrarskóla núna á sunnudaginn 16. maí byrjum kl. 8 f.h.  Ef þið viljið vera með í þessu þá þarf ég að fá að vita það fyrir kl. 16 á morgunn fimmtudag, við verðum að fá foreldra með .. Við getum verið ca. 10 - 15 krakkar í einu nema við tökum okkur góðan tíma fram yfir hádegi..eða skipt hópnum..

Endilega látið vita, fyrstur kemur fyrstur fær..

Allý, allyha@simnet.is - 8955804

Skautakynning á sunnudaginn

Íþróttavöruverslunin Everest verður með kynning á skautum frá Risport og Graf og skautablöðum Wilson í Skautahöllinni á akureyri á sunnudaginn kl:18:00. Fyrirtækið mun veita 25% afslátt gegn fyrirframpöntunum en hins vegar þarf að greiða 30% staðfestingargjald. 

Sölukynning á kylfum og skautum í Skautahöllinni sunnudaginn 9. mai.

Heiðar Ingi í Everest ætlar að vera með sölukynningu á skautum og kylfum kl.17,00. Þarna er um að ræða góðar vörur fyrir afar hagstæð verð og algjörlega þess virði að kíkja við. Hægt verður að panta hjá honum og fá afhent í haust. Staðfestingargjald 30% gegn 30% afslætti á skautum og 20% aflætti á kylfum.

Aðalfundur Listhlaupadeildar SA

Aðalfundur LSA verður halinn þann 17.maí kl:20:00 í Skautahöllinni á Akureyri. Venjuleg aðalfundarstörf. 

 

 

 

 

SÍÐUSTU MONDOR SKAUTABUXURNAR

Halló, skautatímabilið á svelli er búið í bili en skautaæfingabúðir byrja í júlí og ef þig vantar skautabuxur fyrir þann tíma þá endilega hafðu samband fyrir 10. maí ég á til nokkrar,  1x 8-10, 1x 12-14, 3x XS  og  2 x Small, það er lítið eða ekkert til fyrir sunnan og koma ekki aftur fyrr en í haust.

Gleðilegt sumar og takk fyrir veturinn.

Allý / allyha@simnet.is- 8955804

Aðalfundur Íshokkídeildar Skautafélags Akureyrar

Aðalfundur Hokkídeildarinnar verður haldinn miðvikudaginn 12. mai 2010 kl. 20,00 í fundarherberginu inni í Skautahöll.

MARAÞONÁHEIT

Ef einhver er enn með áheitablöð v/ maraþonsins þá endilega skilið þeim til mín í dag mánudag í síðastalagi á morgunn þriðjudag ég er heima eftir kl. 16:30

kv. Allý

Skil á pöntunum þrifpakka

Senda má pantanir á þrifpökkum í tölvupósti á hildajana@gmail.com eða skila þeim á fundinum í dag.

MARAÞON OG ÆFINGABÚÐIR

Jæja þá er maraþonið á enda og gekk allt vel, krakkarnir voru til fyrirmyndar og vonum við að þau séu hress og ánægð eftir vökunóttina, þökkum líka foreldrum sem voru á vaktinni kærlega fyrir. Vonumst  til að sjá sem flesta í æfingabúðunum í ágúst og minni hér með á að það þarf að skila inn staðfestingu til okkar í síðasta í dag 3. mai. Æfingabúðirnar verða í 3 vikur þ.e. 9. - 27. ágúst.Tími fyrir yngri iðkendur verður auglýstur fljótlega.

Takk fyrir veturinn.

Allý, allyha@simnet.is /  Kristín Þöll, artkt@internet.is

Breyting á tíma á ostravafundi

Vegna dræmrar þátttöku á fundinum á sunnudag ætlum við að færa fundinn til kl 17 á mánudag.