Meistaraflokksmenn ATH

Miðvikudaginn 18. ágúst kl. 21:00 verður fundur í Skautahöllinni um verkefni meistaraflokks í vetur.  Óskað er eftir því að allir þeir sem hafa hug á því að keppa með meistaraflokki karla í vetur komi á fundinn og fái þar upplýsingar um það sem framundan er.

SKAUTATÖSKUR

Ef þig vantar skautatösku þá á ég hana í mörgum litum og munstrum, þær eru með sér hólfi fyrir skautann og góðu hólfi fyrir fötin/ nestið. Þessar töskur henta lika fyrir skíðaskóna og/ eða íþróttaskóna / fötin.

Hafðu samband og komdu svo að skoða

Allý allyha@simnet.is / 8955804

Matseðill í æfingabúðum

  MATSEÐILL  9 - 8 ÁGÚST
MÁNUD:ÞRIÐJUD:MIÐVIKUD:FIMMTUD:FÖSD:
BautinnLostætiGreifinnStrikið 
LasanjaKjötböllur íSkyr og brauðPizzaPasta
brúnnri sósu og
meðlæti
MATSEÐILL  16 - 20 ÁGÚST
MÁNUD:ÞRIÐJUD:MIÐVIKUD:FIMMTUD:FÖSD:
RubStrikiðkeaJón 
FiskigratínJógúrt og brauðPastaKjúklingursprettur
Pizza 
          

Skautanámskeið

Fimm daga Skautanámskeið verður haldið dagana 9.-13. ágúst kl 17:00-18:00 alla dagana. Skautar og hjálmar innifaldir í verði sem er 5.000.- Skráning í netfangið hildajana@gmail.com Á sama tíma verður haldið skautanámskeið fyrir fullorðna og unglinga - sama verð.

Starfið að hefjast að nýju

Þó enn sé hásumar er farið að kólna í Skautahöllinni.  Frystivélarnar hafa verið settar í gang og munu skautadeildir félagsins hefja sitt starf næsta mánudag með skautaskólum og æfingabúðum fyrir sína iðkendur en nánari upplýsingar um þá starfsemi má finna hér á heimasíðunni.

Æfingar hjá öllum deildum munu síðan hefjast samkvæmt æfingatöflum mánudaginn 30. ágúst og fyrst almenningstíminn verður milli kl. 13 - 15 miðvikudaginn 1. september.

Byrjendabúðir 9.-13. águst!

Í ágúst fáum við loksins svell aftur og þá munu verða haldnar æfingabúðir fyrir alla aldurshópa í íshokkí.  Okkur langar að bjóða strákum og stelpum fæddum árin 2001-2005 að koma í byrjendabúðir og prófa þessa skemmtilegu íþrótt okkar.  Æfingabúðirnar fara fram dagana 9. til 13. ágúst frá  kl: 16.00-18.00.  Á hverjum degi erum við eina klukkustund á ís þar sem við lærum að skauta, skjóta og skora!  Við tekur svo ein klukkustund utan íss þar sem farið verður í leiki og skemmt sér enn meira.  Skautafélagið sér þáttakendum fyrir öllum búnaði þ.m.t. hjálmum, skautum og kylfum.  Þátttökukostnaður er 5000 kr. fyrir vikuna.

Þið getið skráð ykkur með því að senda tölvupóst á Söruh Smiley hockeysmiley@gmail.com

Meistara- og 2. flokkur á ís í ágúst!


PAPPÍR - ÆFINGABÚÐIR SA

Jæja þá styttist í að skauta æfingabúðirnar byrji og þeir sem hafa áhuga á að selja pappír til fjáröflunar fyrir búðirnar geta haft samband.

Allý - 8955804 / allyha@simnet.is

Byrjendanámskeið í ágúst

Byrjendanámskeið á skautum fyrir börn fædd 2006 og fyrr verður haldið dagana 9.-13. ágúst kl:17:00-18:00 í Skautahöllinni á Akureyri. Á sama tíma verður haldið byrjenda námskeið fyrir unglinga og fullorðna. Verð kr. 5.000. Skráning og nánari upplýsingar; hildajana@gmail.com

 

Hóprinn lagður af stað til Ostrava

Jæja þá er hópurinn lagður af stað til Tékklands. Mikil gleði og spenna var á Akureyrarflugvelli rétt fyrir klukkan átta í kvöld þegar hópurinn var að fara út í vél. Ferðalagið hjá skvíunum tekur sólarhring, þær verða eflaust uppgefnar þegar þær loks komast á leiðarenda. En mikið ævintýri og upplifun framundan hjá þeim.