Áheitasöfnun fyrir maraþon

Skauturunum hefur verið skipt niður á fyrirtækin til að safna áheitum.

Uppskeruhátíð SA 21. apríl

Uppskeruhátíð SA mun fara fram á Pengs (húsi Aldraðra/Allanum) miðvikudagskvöldið 21. apríl frá 20-24 fyrir 4. flokk, 3. flokk, 2. flokk, meistaraflokk-karla og kvenna, yngriflokk-kvenna, Valkyrjur, Oldboys og auðvitað alla velunnara Skautafélags Akureyrar.   Iðkendur 3. og 4.flokks mæta í boði Foreldrafélagsins en verð fyrir aðra er kr. 2.000.- og innifalið í því er matur a la Helgi P. og gos. Aðrar guðaveigar mega þeir sem hafa náð lögaldri taka með sér og treystum við því að aldurstakmörk verði virt.  Þeir sem eru yngri en 16 ára mega vera til kl. 22 (eftir það í fylgd með fullorðnum).   Ekki er posi á staðnum svo takið með ykkur peninga.    Gert er ráð fyrir að allir mæti og því þarf ekki að skrá sig.

Grunnpróf Junior A og Novice A falla niður

Eftirfarandi tilkynning barst frá Skautasambandi Íslands í dag.


Vegna aðstæðna sem skapast hafa með tilkomu gos í Eyjafjallajökli hefur verið tekin sú ákvörðun um að fella niður Grunnpróf ÍSS sem áttu að fara fram 19 og 20 apríl.
 
Okkur, þ.e.a.s. mér og Mariu Mclean þykir báðum leitt að þurfa að taka þessa ákvörðun.
 
Við höfum rætt um möguleikann á því að prófin verði þreytt í síðustu viku ágúst mánaðar.  Nánari tilkynning þar um verður gefin út síðar.
 
m.b.kv.
June Eva Clark

Vantar aðstoð foreldra í grunnprófinu á morgun

Okkur vantar enn 6 sjálfboðaliða til að taka að sér klefavörslu og tónlistarstjórnun í grunnprófinu á morgun. Þeir semhafa tök á vinsamlegast hafið samband við hildajana@gmail.com Hér má sjá á hvaða tíma hvað vantar.

Bikarmót 765

Kominn ný nánari dagskrá með liðaskipan og fleiru.  sjá hér 765 Bikarmót DAGSKRÁ

ATH það eru þrír flipar í skjalinu sjá neðst í skjalinu.

MONDOR SKAUTABUXUR

Var að fá nokkrar MONDOR skautabuxur þið sem að þurfið nýjar buxur fyrir æfingabúðirnar þá er tilvalið að ath. um þær núna á meðan þær eru til, svo koma þær ekki aftur fyrr en í haust,  þær sem voru að byðja um buxur á síðasta móti  eru beðnar að hafa samband og nálgast þær sem fyrst..

kv. Allý - 8955804 / allyha@simnet.is

Grunnprófin á sunnudag

Þá fer að styttast í grunnprófin sem verða á sunnudag. ÍSS hefur nú þegar dregið um grunnprófsmynstur í þeim flokkum þar sem það á við og má sjá það ásamt tímatöflu nánar hér.

SA stelpur Íslandsmeistarar 2010

Í kvöld unnu SA stúlkur Björninn 0 - 4 í síðasta leik úrslitakeppninnar og hafa því unnið tvo leiki og eru þar með  ÍSLANDSMEISTARAR 2010.  (O:  Umfjöllun á ruv.is er hér. 

765 Bikarmót á Akureyri um næstu helgi

Hægt er að skoða dagskrá næstu helgar með því að smella hér

PAPPÍR

Þeir sem tóku pappír í mars eru beðnir að koma til mín peningum í síðasta lagi 20. apríl..

kv. Allý