NIAC lokið

Í gær lauk NIAC mótinu með síðari viðureign íslenska landsliðsins gegn hinum bresku í Slough Phantoms.  Fyrri leikurinn á fimmtudaginn lauk með 11 – 1 sigri þeirra bresku og síðari leikurinn í gær var nokkuð betri en honum lauk 6 – 0.  Það er óhætt að segja að gestirnir voru mun sterkari en okkar leikmenn en þess má geta að liðið er í næst efsta sæti í bresku deildinni um þessar mundir og í liðinu er þrjár landsliðskonur auk kanadískra leikmanna með mikla leikreynslu.

Breytt tímatafla Goðamótsins

Tímataflan hefur tekið nokkrum breytingum vegna forfalla keppenda og má sjá lokalista hér með.

Nánar um Ostrava

Hér má sjá nánari upplýsingar um æfingabúðirnar í Ostrava. Svara þarf fyrir 15.apríl, á netfangið hildajana@gmail.com, hvort að fólk hyggist ætla í ferðina og þá verður leitað tilboða í flug og það verður síðan til lokakynningar í kjölfarið og þá verða greidd staðfestingargjöld.

Leikur í dag kl. 11:00

Í dag kl. 11:00 mætast í Skautahöllinni á Akureyri, íslenska kvennalandsliðið og breska félagsliðið Slough Phantoms.  Leikurinn er liður í íshokkímótinu NIAC sem fram fer í höllinni um þessar mundir.

Goðamótið: Búið er að draga í keppnisröð

Búið er að draga í keppnisröð á Goðamótinu sem fram fer um helgina. Sjá nánar hér:

Phantons sterkar á svellinu

Nú er þremur leikjum á NIAC lokið.  Síðustu tveir leikir hafa verið á milli blárra og hvítra gegn hinum bresku í Slough Phantoms.  Það er skemmst frá því að segja að þær bresku eru gríðarlega sterkar og unnu þær nokkuð auðvelda sigra á okkar stúlkum en fyrri viðureignin sem var gegn Bláum fór 12 - 1 og sá seinni sem var gegn Hvítum fór 11 - 1.

Goðamótið

Undir lesa meira má sjá þá sem skráðir eru til keppni á Goðamótið um næstu helgi, vinsamlegast lítið yfir listann og athugið hvort að hann passi ekki örugglega. Ef einhvern vantar á hann, vinsamlegast hafið samband við didda@samvirkni.is

Fyrsta leik í NIAC lokið með sigri Hvítra

NIAC mótið hófst í dag á leik Hvítra og Blárra og voru það þær fyrrnefndu sem báru sigur af hólmi með tveimur mörkum gegn einu.  Liðin eru mjög jöfn að styrkleika og eftir fyrsta leikhluta var enn markalaust jafntefli.  Í 2. lotu voru það hvítir sem skoruðu eina markið en þar var á ferðinni Flosrún Vaka sem skoraði af öryggi framhjá Margréti Vilhjálmsdóttur í marki Blárra. 

 

Myndataka -áríðandi að allir mæti.

Það verða teknar myndir af yngri flokkunum núna í april sem verða síðan afhentar öllum leikmönnum á vorhátíð viðkomandi flokks.
Það er mjög mikilvægt að allir leikmenn mæti í myndatöku.
3 flokkur fer í myndatöku á æfingu 13 april.
4 -5 -6 -7 flokkur og byrjendur fara í myndatöku sunnudaginn 11 april.
Foreldrafélag Hokkídeildar SA

NIAC byrjar á morgun

Á morgun hefst NIAC (Northern Iceland Adventure Cup) kvennamótið hér í Skautahöllinni á Akureyri.  Á mótinu keppa tvö lið sem búin voru til sérstaklega út af þessu móti, auk landsliðsins og breska liðsins Slough Phantoms en þetta er í fyrsta skiptið sem hingað kemur breskt hokkílið.   Íslensku liðin tvö eru sett saman úr landsliðsleikmönnum auk nokkurra annarra til, og eru kennd annars vegar við blátt og hins vegar við hvítt.