Starfið að hefjast að nýju
Þó enn sé hásumar er farið að kólna í Skautahöllinni. Frystivélarnar hafa verið settar í gang og munu skautadeildir félagsins hefja sitt starf næsta mánudag með skautaskólum og æfingabúðum fyrir sína iðkendur en nánari upplýsingar um þá starfsemi má finna hér á heimasíðunni.
Æfingar hjá öllum deildum munu síðan hefjast samkvæmt æfingatöflum mánudaginn 30. ágúst og fyrst almenningstíminn verður milli kl. 13 - 15 miðvikudaginn 1. september.