Úrslitaleikur í kvöld hjá kvennaliðinu
Úrslitin í kvennahokkíinu hófust á sunnudaginn fyrir sunnan og lauk með sigri Bjarnarins í vítakeppni. Staðan var 2 - 2 eftir venjulegan leiktíma og í framlengingu tókst liðunum ekki að skora. Vítagrýlan sem hvíldi á karlaliðinu í úrslitum virðist greinilega vera einnig til staðar hjá kvennaliðinu því þær skoruðu ekkert mark og urðu að horfa á eftir fyrstu stigunum í hendur Bjarnarins.
Leikurinn í dag er mjög mikilvægur því aðeins þarf tvo sigurleiki til að tryggja sér titilinn og því er að duga eða drepast fyrir okkur í kvöld. Leikurinn hefst kl. 19:15 og fer fram hér í Skautahöllinni á Akureyri. Stelpurnar þurfa á stuðningi áhorfa að halda og því er skyldumæting í höllina í kvöld - ÁFRAM SA!