Ice Cup: Undanúrlit á laugardagsmorgun - leikir

Strympa, Confused Celts, Moscow og Whiskey Macs leika til úrslita um fjögur efstu sætin í Ice Cup þetta árið.

Maraþon, hópaskipting

Hér er hópaskiptingin í maraþoninu

 

Maraþon, tímatafla

Hér er tímatafla maraþonsins.

Foreldrar skráið ykkur á foreldravakt með því að senda tímann sem þið ætlið að vera á  allyha@simnet.is og ruthermanns@hive.is Áheitablöðunum á að skila í upphafi maraþons til Allýjar eða Rutar

KRAKKAFJÖR AÐ HÖMRUM - Uppskeruhátíð 5., 6. og 7.flokks 2. mai

Jæja þá er loksins komið að uppskeruhátíðinni okkar.    Við ætlum að hittast á Hömrum – svæði skátafélgasins hjá Kjarnaskógi - núna sunnudaginn 2 mai frá kl 11-13.   Þar ætlum við að skemmta okkur og eru foreldrar kvattir til að koma með börnum sínum og systkini eru velkominn.

Dagskráin er mjög frjálsleg og ekki endilega í þessari tímaröðvið

munum afhenda myndir af liðunum,

við förum í leiki

við nýtum hlöðuna og fótboltaspilið sem er á staðnum

við munum vera með hoppikastala

við munum grilla pylsur og drekka gos með - nú eða annað hollara

við munum borða ís á eftir

við munum skemmta okkur vel

Við munum að sjálfsögðu þiggja aðstoð frá foreldrum við eitthvað af þessu, endilega gefa sig fram á staðnum.

Með skemmti kveðjum, Stjórn Foreldrafélagsins.

Fundur Ostrava

Fundur vegna fyrirhugaðrar ferðar til Ostrava verður haldinn á sunnudaginn kl:13:00 þegar maraþonið verður í fullu fjöri. Ræða á þær upplýsingar sem liggja fyrir, verð, skipa ferðanefnd og fararstjóra auk þess að ræða fjáröflun og annan undirbúning. Á fundinum á að skila pöntunum vegna þrifpakkanna. Sjáumst hress

MONDOR SKAUTABUXUR

Ég á MONDOR skautabuxur í 8-10, 12-14,og SMALL ef einhvern vantar buxur núna eða fyrir æfingabúðirnar er sá hinn sami beðin að hafa samband núna, ég get fengið fleiri buxur um mánaðar mótin og verða það SÍÐUSTU BUXURNAR sem ég fæ að sinni. NÆST KOMA ÞÆR Í ÁGÚST. Verið fljótar að panta svo að ég getir gengið frá pöntuninni í síðasta lagi á morgunn miðvikudag..

Kv Ally, allyha@simnet.is / 8955804

4.flokkur lagður af stað að sunnan

Áætlaður komutími að Skautahöllinni er ca. kl. 18,40

(Hópurinn fór frá Staðarskála kl. 16,10)

(Krakkarnir lögðu af stað frá Reykjavík um kl. 13,20. Nánari fréttir af komutíma þegar líður á daginn.)

Fjáröflun þrifpakkar - skil á maraþoni

Vonandi gengur sala á þrifpökkunum vel, skila á blöðunum á maraþoninu um þarnæstu helgi og ætti síðan að taka 10 daga að fá pakkana afhenta. Fundur um Ostrava, kostnað og frekari fjáröflun verður síðan haldinn í kjölfarið.

Áheitasöfnun fyrir maraþon

Skauturunum hefur verið skipt niður á fyrirtækin til að safna áheitum.

Uppskeruhátíð SA 21. apríl

Uppskeruhátíð SA mun fara fram á Pengs (húsi Aldraðra/Allanum) miðvikudagskvöldið 21. apríl frá 20-24 fyrir 4. flokk, 3. flokk, 2. flokk, meistaraflokk-karla og kvenna, yngriflokk-kvenna, Valkyrjur, Oldboys og auðvitað alla velunnara Skautafélags Akureyrar.   Iðkendur 3. og 4.flokks mæta í boði Foreldrafélagsins en verð fyrir aðra er kr. 2.000.- og innifalið í því er matur a la Helgi P. og gos. Aðrar guðaveigar mega þeir sem hafa náð lögaldri taka með sér og treystum við því að aldurstakmörk verði virt.  Þeir sem eru yngri en 16 ára mega vera til kl. 22 (eftir það í fylgd með fullorðnum).   Ekki er posi á staðnum svo takið með ykkur peninga.    Gert er ráð fyrir að allir mæti og því þarf ekki að skrá sig.