Bikarmót 765
Kominn ný nánari dagskrá með liðaskipan og fleiru. sjá hér 765 Bikarmót DAGSKRÁ
ATH það eru þrír flipar í skjalinu sjá neðst í skjalinu.
Kominn ný nánari dagskrá með liðaskipan og fleiru. sjá hér 765 Bikarmót DAGSKRÁ
ATH það eru þrír flipar í skjalinu sjá neðst í skjalinu.
Var að fá nokkrar MONDOR skautabuxur þið sem að þurfið nýjar buxur fyrir æfingabúðirnar þá er tilvalið að ath. um þær núna á meðan þær eru til, svo koma þær ekki aftur fyrr en í haust, þær sem voru að byðja um buxur á síðasta móti eru beðnar að hafa samband og nálgast þær sem fyrst..
kv. Allý - 8955804 / allyha@simnet.is
Í kvöld unnu SA stúlkur Björninn 0 - 4 í síðasta leik úrslitakeppninnar og hafa því unnið tvo leiki og eru þar með ÍSLANDSMEISTARAR 2010. (O: Umfjöllun á ruv.is er hér.
Þeir sem tóku pappír í mars eru beðnir að koma til mín peningum í síðasta lagi 20. apríl..
kv. Allý
Úrslitin í kvennahokkíinu hófust á sunnudaginn fyrir sunnan og lauk með sigri Bjarnarins í vítakeppni. Staðan var 2 - 2 eftir venjulegan leiktíma og í framlengingu tókst liðunum ekki að skora. Vítagrýlan sem hvíldi á karlaliðinu í úrslitum virðist greinilega vera einnig til staðar hjá kvennaliðinu því þær skoruðu ekkert mark og urðu að horfa á eftir fyrstu stigunum í hendur Bjarnarins.
Leikurinn í dag er mjög mikilvægur því aðeins þarf tvo sigurleiki til að tryggja sér titilinn og því er að duga eða drepast fyrir okkur í kvöld. Leikurinn hefst kl. 19:15 og fer fram hér í Skautahöllinni á Akureyri. Stelpurnar þurfa á stuðningi áhorfa að halda og því er skyldumæting í höllina í kvöld - ÁFRAM SA!
Vorsýning listhlaupadeildarinnar verður sunnudaginn 25.apríl kl:17:30, þar sýna allir iðkendur deildarinnar listir sínar.
Maraþonið verður þann 1.-2. maí fyrir A, B og C flokka, áheitasöfnun hefst 7-10 dögum fyrr. Allur ágóði fer til að niðurgreiða æfingabúðir LSA í ágúst. Iveta Reitmayerova kemur og þjálfar í ágústæfingabúðunum, skráning í þær verður í kringum maraþonið.