Bráðvantar fólk til að starfa á ÍSS móti á Akureyri

Kæru foreldrar/forráðamenn A og B keppenda hjá LSA.
 Helgina 26.-28. febrúar verður haldið Íslandsmót barna og unglinga ÍSS hér í Skautahöllinni á Akureyri. 
Mótið er fyrir alla A og B keppendur í öllum aldursflokkum hjá SA, SR og Birninum. (sjá nánar á www.skautasamband.is) .
Þar sem mótið er haldið hér norðan heiða er það okkar að sjá um að manna ýmsar stöður á mótinu og er með þessum pósti verið að óska eftir ykkar hjálp við það.  Okkur vantar starfsfólk í eftirtaldar stöður:
 
Hliðverðir: 3, þurfa að vera 2 í einu.
 
Tónlistarstjórar: 2-3
 
Kynnir: amk. 1,
 
Videoupptökumaður: 2-3 sem geta skip mótinu á milli sín.
 
á www.skautasamband.is > Mót >  Handbók v/framkvæmd móta á vegum ÍSS bls 13-15  má finna nánari lýsingu á því hvað felst í þessum störfum.
 
með von um góðar undirtektir
fh. LSA
Hulda Björg Kristjánsdóttir huldabk@btnet.is

Landsliðið á leik í dag gegn N-Kóreu

U20 landsliðið gerði það sem ætlast var til af þeim og bar sigurorð af Tævan á mánudaginn og dag mætir liðið öðru Asíulandi en það er eitt af hinum illu öxulveldum, Norður Kórea.  Við væntum sigurs úr þessum leik en líkt og fyrr þá liggja engar upplýsingar fyrir um mótherjana.  Nú er fyrstu lotu lokið í leiknum og er staðan 2 - 1 fyrir Ísland.  Áhugasamir geta fylgst beint með leiknum á http://stats.iihf.com/Hydra/210/live/2471.html 

U20 landsliðið heldur utan

Í morgun hélt U20 landsliðið utan til keppni í 3.deild Heimsmeistaramótsins í íshokkí, sem að þessu sinni fer fram í Istanbul í Tyrklandi dagana 4. - 10 janúar.  Liðið er nú í 3. deild en miklar vonir standa til þess að liðið vinni deildina að þessu sinni og vinni sér sæti í 2. deild að nýju þar sem liðið á réttilega heima.  Mótherjar Íslands að þessu sinni eru N-Kórea, Tyrkir, Taipei, Ástralía, Búlgaría og Nýja-Sjáland.  Þar sem liðin eru einu fleiri en venjulega er spilað í riðlum og Ísland var frekar heppið með riðil og spilar fyrst við Taipei, svo N-Kóreu og síðan Tyrkland áður en til úrslita kemur.

IÐKENDUR !! Æfingar byrja á þriðjudag 5.jan. 2010 ATHUGIÐ BREYTTA ÆFINGATÖFLU

Sarah hefur gert breytingar á æfingatöflunni, bæði ís og afís, svo skoðið hana vel.   En 5. og 6. fl. mæta þó kl. 11 í fyrramálið og 7.fl. og byrjendur kl. 12 eins og tilkynnt var í pósti frá Kiddu  (O:

Ósigur gegn Birninum á heimavelli

Á sunnudaginn gerðum við okkur lítið fyrir og töpuðum fyrir Birninum á heimavelli, en það hefur ekki gerst í áraraðir.  Þrátt fyrir allt áttum við ágætan leik og fjöldi skota á markið segir allt sem segja þarf því á meðan við áttum 40 skot á mark Bjarnarmanna áttu þeir aðeins 16 á okkar mark, en nýttu færin sín hins vega mjög vel.  Það er því ljóst að vinnum ekki leiki með 69% markvörslu og ekkert annað í stöðunni en að endurskipuleggja varnarleikinn og senda markmennina til Síberíu.

Gleðileg Jól og Farsælt komandi ár

Stjórn Hokkídeildarinnar sendir öllum iðkendum og velunnurum jólakveðjur og þakkar samstarfið á árinu sem er að líða með ósk um farsælt komandi ár.

Jólahokkí kl. 12:00 í dag aðfangadag

Að venju verður jólahokkí kl. 12:00 í dag í Skautahöllinni.  Frá örófi alda hafa menn komið saman á aðfangadag og spilað hokkí í hátíðarskapi og búið til gott pláss fyrir jólasteikina.  Á þessum degi koma sama hokkímenn sem hér eru staddir á jólunum og oftar en ekki verður útkoman skemmtilegasta hokkí ársins.

Meistaraflokkur SA - Björninn 27. des. kl.17,30

Síðasti meistaraflokksleikur ársins verður spilaður á Akureyri þann 27. desember. Þar munu eigast við Akureyskir Víkingar og lið Bjarnarins. SRingar eru efstir með 19 stig eftir 10 leiki en SA og Björninn hafa spilað 9 leiki hvor og eru með 17 og 6 stig svo að með sigri í þessum leik myndi SA sigla inn í nýtt ár á toppi deildarinnar (o:    Liðin hafa spilað 4 sinnum hvort gegn öðru í vetur og hafa SAmenn alltaf haft betur en Bjarnarmönnum hefur tvívegis tekist að leggja SRinga svo allt getur gerst og víst að það verður mikil barátta og spenna og hægt að lofa hörkuleik sem enginn hokkíunnandi ætti að láta framhjá sér fara  ÁFRAM SA ..........

SKAUTABUXUR-SKAUTATÖSKUR FYRIR JÓL

Ég á til skautabuxur í stærð x-small, small, medium og x-large., 2 skautatöskur á ég líka í bláu og svörtu tilvalið í jólapakkan handa skautabarninu, passa líka fyrir skíðaskóna.. Mustraðar töskur eru væntanlegar um miðjan janúar.

Allý / 8955804 - allyha@simnet.is

Arena dansverslun

Minni á Arena Dansverslun sem ég hef umboð fyrir og er með lager hér á Akureyri.

Mikið af fallegri vöru fyrir skautara. Einnig til ýmiskonar annar fatnaður á frábæru verði.

Tilvalið í óvæntan pakka eða afmælisgjöf.

Ef þið hafið hug á að panta skautakjóla eða annað sem ekki er til hjá Arena núna,  þarf ég að fá staðfestingu á því fyrir 16.janúar.

Er að fá sendingu á morgun sem m.a. inniheldur hnéhlífar.

Uppl. Rakel s. 4623146 / 6625260