Þakkir til Samherja - aftur

Ígærkvöldi var fulltrúum skautafélags Akureyrar boðið til samkomu í Flugsafni Íslands.  Boðið var í nafni Samherja hf.  Í þessu boði voru mest áberandi fulltrúar ýmissa íþrótta- og tómstundafélaga á Eyjafjarðasvæðinu.  Samherji hefur ákveðið að styrkja þessi félög aftur eins og þeir gerðu svo rausnarlega í fyrra og í ár hækkuðu þeir upphæðina úr 50 miljónum króna samtals í 60 miljónir.  Hilda Jana Gísladóttir formaður LSA og Ollý formaður HSA veitti viðtöku 2,2 milljónum króna fyrir hönd deildanna tveggja og er það tvöhundruð þúsund krónum hærri upphæð en deildirnar fengu í fyrra - þar að auki fengu meistaraflokkar kvenna og karla í hokkí aukalega styrk til handa sínu starfi ásamt fleiri meistaraflokkum á svæðinu.  Upphæðina sem um ræðir fyrir listhlaupadeildina skal nota til lækkunar á æfingargjöldum og keppniskostnaði iðkenda á grunnskólaaldri. Viljum við þakka Samherja hf. kærlega fyrir þessa mjög svo rausnarlegu gjöf og veglegt framlag til fjölskyldna barna sem æfa skauta.

Arena Dansverslun

Nýjar vörur komnar í hús s.s. spinner (til að æfa snúning), náttföt, flísbuxur renndar á hliðum og jakki í stíl. Krosspeysur. Reimar með steinum. Mikið úrval af pilsum.

Einnig mikið úrval af alls konar fatnaði á frábæru verði.

Tilvalið í jólapakkann :)

Nánari uppl. Rakel s. 6625260 / 4623146 eða rakelhb@simnet.is

SKAUTATÖSKUR

Því miður eru allar munsturðu töskurnar uppseldar hjá framleiðanda en koma aftur í janúar, einlitu töskurnar eru til í bleiku, grænu, bláu og ljós bláu.

kv. Allý

SKAUTATÖSKUR

Þeir sem hafa áhuga á að panta skautatöskur og fá afhent fyrir jól eru beðnir að senda mér pöntunina á mail fyrir laugardaginn 12. desember. Hægt er að skoða þær og litina á transpack.net fara á linkinn til vistri á SKATE og svo á ICE svo getið þið sett örina á litina sem eru sýndir og þá kemur stækkuð mynd með þeirri tösku í litnum.

Allý / allyha@simnet.is   munið síðasti pöntunardagur er laugardagurinn 12. desember

Skautaföt

ATH

Þeir sem enn eiga eftir að ná í félagspeysuna sína frá fyrstu pöntun geta nálgast peysuna í Baugatúni 2 muna að vera búin að leggja inn á reikning 1145-26-3770-510200-3060. Seinni sendingin af peysunum er komin.

 

 

Vel heppnað Íslandsmeistara- og aðventumót ÍSS

Íslandsmeistara- og aðventumót Skautasambands Íslands í listhlaupi á skautum var haldið í Skautahöllinni í Laugardal um liðna helgi. Fjórir fulltrúar Skautafélags Akureyrar kræktu sér í verðlaun á mótinu, en það voru Helga Jóhannsdóttir fékk silfur í flokki Novice A, Sara Júlía Baldvinsdóttir, sem lenti í þriðja sæti í flokki 10 ára og yngri A. Rakel Ósk Guðmundsdóttir sigraði í flokki Junior B og Hrafnhildur Ósk Birgisdóttir, var í öðru sæti í flokki 12 ára og yngri B.

SKAUTATÖSKUR

Ef þið hafið áhuga á að fá skautatöskur þá get ég útvegað þær. Það eru til einlitar eins og er en ef þið viljið munstraðar og þá til að setja í jólapakkann þá þarf ég að fá pantanir sem allr allra fyrst svo að við náum að fá þær tímanlega  Svo er ég með skautanælur og skautaskraut til að setja í men eða á GSM síma

Allý - allyha@simnet.is / 8955804

KERTI OG PAPPÍR

Halló þeir sem eiga eftir að borga wc. og eldh.pappír eru beðnir að koma peningunum til mín fyrir helgi þ.e. í síðasta lagi 10. desember. Og þið sem eru með kertapening eru líka berðnir að koma til mín peningum fyrir 10. desember. Það eru til fleiri kerti en ef ÞÚ getur ekki selt en ert til í styrkja okkur  og kaupa útikerti þ.e. tvö kerti í pk. á 1000 kr  þá getur  þú haft samband og nálgast þau til mín.

Allý- allyha@simnet.is / 8955804   er við eftir kl. 16:30

Bautamótinu lokið

Bautamótinu lauk í dag um eittleitið og var slúttað með pastaveislu í boði Bautans, og þar með lauk 1.hluta Íslandsmótsins í þessum aldursflokki. SRingar komu sterkastir inn með flesta þátttakendurna  og flesta vinningana, Björninn var þar á eftir og Ungir SA víkingar í 3.sæti. SA þakkar gestum mótsins fyrir komuna og skemmtileg mót. Svona mót verða ekki haldin nema með aðkomu og fórnfýsi margra og viljum við þakka BAUTANUM fyrir diggan stuðning og öllum þeim foreldrum og velunnurum sem lögðu okkur lið.

Meistaraflokkur og 2. flokkur

Sameiginleg æfing meistaraflokks og 2. flokks á laugardag kl 19.00