Arena dansverslun

Minni ykkur á Arena dansverslun. Á til gott úrval af sokkabuxum, hárskrauti, kjólum o.fl.

Bestu kveðjur

Rakel Bragadóttir s. 6625260

Símanúmer fararstjóra

Rangt símanúmer á heimasíðu, símanúmer listhlaupadeildar sem fararstjórar hafa í suðurferðinni er 848-1013

kv. Allý

Símanúmer fararstjóra

Símanúmer fararstjóra eru

Anna María 863 1696

Guðlaug 862 3279

Allý 895 5804

Sími sem Listhlaupadeildin á fylgir líka fararstjórum númerið þar er 848 1013

Stjórn foreldrafélagsins

Ferð á Aðventu- Íslandsmót í Rvík 4.-6.des

 Kæru foreldrar/forráðamenn

Þá liggur fyrir sú ákvörðun að halda okkur við hópferð í keppnisferð 4.-6.des.

Ferð A og B keppenda til Reykjavíkur á Íslandsmeistaramót/aðventumót.

 Farið verður frá Skautahöllinni föstudaginn 4.desember kl. 13.00 (mæting 12:30). Áætlað er að leggja af stað frá Reykjavík um kl. 14.00 sunnudaginn 6.desember og verður komutími til Akureyrar auglýstur á heimasíðunni (www.sasport.is/skautar).

 Það verður gist tvær nætur á farfuglaheimilinu í Laugardal sem er í stuttu göngufæri frá skautahöllinni í Laugardal þar sem keppt verður.

 Ferðin kostar 12.300 kr og leggja á þann pening inn á reikning nr. 1145-26-3770,

kt: 510200-3060 á morgun 1. desember. Senda á kvittun fyrir greiðslunni á didda @samvirkni.is.

 Það sem þið þurfið að hafa með ykkur:

  • Hollt og gott nesti til að borða á leiðinni til Reykjavíkur.
  • Sæng eða svefnpoka og handklæði. Það eru koddar og lök á staðnum.
  • Hámark 1500 kr. til að kaupa eitthvað á leiðinni til Akureyrar á sunnudaginn (afhendist fararstjóra í upphafi ferðar).

 Þegar komið verður til Reykavíkur á föstudagskvöld fáið þið eitthvað að borða og foreldrafélagið mun sjá um að gefa ykkur hollt og gott að borða á meðan þið dveljið í Reykjavík. Leyfilegt er að hafa GSM síma með (ekki mælt með því), en mælst er til að notkun þeirra sé í algjöru lágmarki.

Áður en lagt verður af stað til Akureyrar verður komið við á Metro og þar verða keyptir hamborgarar svo allir verði saddir og sælir á leiðinni heim.

 Fararstjórar eru: Anna María, Guðlaug og Allý. Símanúmerin þeirra verða birt á heimasíðunni eða sent til ykkar í pósti.

 Muna svo eftir góða skapinu.

 Góða ferð og gangi ykkur vel

Stjórn foreldrafélagsins.

Ferð á Aðventu- Íslandsmót í Rvík 4.-6.des

Síðasta útkall!!!

Þar sem ekki eru komnir fararstjórar fyrir keppnisferð til Rvíkur 4.-6.des. sjáum við framá að þurfa að aflýsa hópferð ef enginn býður sig fram fyrir mánudag 30.nóv. Ef svo fer að enginn bjóði sig fram verða foreldrar sjálfir að sjá um að þeirra barn komist í keppni. 

Ef einhverjir eru tilbúnir að fara, vinsamlegast sendið tölvupóst til Bryndísar dis@akmennt.is fyrir morgundaginn 30.nóv. Ekki verður auglýst frekar eftir fararstjórum.

Stjórn foreldrafélagsins.

Glæsilegt C-mót

Um helgina var haldið innanfélagsmót C-iðkenda og tókst það til með prýði. Iðkendur sýndu flestir sínar bestu hliðar bæði innan og utan svellsins. Auk þess sem upprennandi kornungir skautarar 6.-7. ára sýndu listir sínar við miklar undirtektir í höllinni og ljóst að framtíðin í björt í íþróttinni. Úrslitin má sjá undir lesa meira hnappnum

Leikir í Meistaraflokki og 3.flokki um helgina

Skautafélagið Björninn mun brjótast norður yfir heiðar á laugardaginn og sækja okkur SA Víkinga heim með lið í Meistara og 3.flokki. Þetta er í þriðja sinn sem liðin mætast í vetur og hafði SA sigur í fyrri leikjunum tveim og má því ganga að því vísu að Bjarnarmenn koma grimmir til leiksins og hægt að bóka hörku skemmtun hér í Skautahöllinni á laugardaginn kl. 17,30.. 3, flokkar félaganna munu svo eigast við að loknum meistaraflokksleiknum og verður áreiðanlega ekki minni barátta þar. Sem sagt skyldumæting í Skautahöllina á laugardaginn til að hvetja sína menn.  ÁFRAM SA .................

Orðsending frá Evrópumótsförum

Liðið sem fer á Evrópumótið í Aberdeen eftir tæpa viku býður krullufólki og öðrum að heita á liðið eftir árangri.

Leikur SAjunior og SAsenior umfjöllun

Í gærkvöld spiluðu kvennaliðin hér á Akureyri SAjunior og SAsenior sinn annan leik á tímabilinu. Fyrri leik liðanna vann senior liðið með 5 gegn 2 en nú náði junior liðið að nýta sér það að Sarah og Anna Sonja voru fjarri góðu gamni og unnu 4 - 2 eftir framlengingu og vítakeppni.

Meistaraflokkur og 2. flokkur ATH

Vegna kvennaleiks í kvöld verður engin 2. flokks æfing en meistaraflokkur byrjar strax á eftir leik sem ætti að vera á eðlilegum æfingartíma