SKAUTATÖSKUR

Því miður eru allar munsturðu töskurnar uppseldar hjá framleiðanda en koma aftur í janúar, einlitu töskurnar eru til í bleiku, grænu, bláu og ljós bláu.

kv. Allý

SKAUTATÖSKUR

Þeir sem hafa áhuga á að panta skautatöskur og fá afhent fyrir jól eru beðnir að senda mér pöntunina á mail fyrir laugardaginn 12. desember. Hægt er að skoða þær og litina á transpack.net fara á linkinn til vistri á SKATE og svo á ICE svo getið þið sett örina á litina sem eru sýndir og þá kemur stækkuð mynd með þeirri tösku í litnum.

Allý / allyha@simnet.is   munið síðasti pöntunardagur er laugardagurinn 12. desember

Skautaföt

ATH

Þeir sem enn eiga eftir að ná í félagspeysuna sína frá fyrstu pöntun geta nálgast peysuna í Baugatúni 2 muna að vera búin að leggja inn á reikning 1145-26-3770-510200-3060. Seinni sendingin af peysunum er komin.

 

 

Vel heppnað Íslandsmeistara- og aðventumót ÍSS

Íslandsmeistara- og aðventumót Skautasambands Íslands í listhlaupi á skautum var haldið í Skautahöllinni í Laugardal um liðna helgi. Fjórir fulltrúar Skautafélags Akureyrar kræktu sér í verðlaun á mótinu, en það voru Helga Jóhannsdóttir fékk silfur í flokki Novice A, Sara Júlía Baldvinsdóttir, sem lenti í þriðja sæti í flokki 10 ára og yngri A. Rakel Ósk Guðmundsdóttir sigraði í flokki Junior B og Hrafnhildur Ósk Birgisdóttir, var í öðru sæti í flokki 12 ára og yngri B.

SKAUTATÖSKUR

Ef þið hafið áhuga á að fá skautatöskur þá get ég útvegað þær. Það eru til einlitar eins og er en ef þið viljið munstraðar og þá til að setja í jólapakkann þá þarf ég að fá pantanir sem allr allra fyrst svo að við náum að fá þær tímanlega  Svo er ég með skautanælur og skautaskraut til að setja í men eða á GSM síma

Allý - allyha@simnet.is / 8955804

KERTI OG PAPPÍR

Halló þeir sem eiga eftir að borga wc. og eldh.pappír eru beðnir að koma peningunum til mín fyrir helgi þ.e. í síðasta lagi 10. desember. Og þið sem eru með kertapening eru líka berðnir að koma til mín peningum fyrir 10. desember. Það eru til fleiri kerti en ef ÞÚ getur ekki selt en ert til í styrkja okkur  og kaupa útikerti þ.e. tvö kerti í pk. á 1000 kr  þá getur  þú haft samband og nálgast þau til mín.

Allý- allyha@simnet.is / 8955804   er við eftir kl. 16:30

Bautamótinu lokið

Bautamótinu lauk í dag um eittleitið og var slúttað með pastaveislu í boði Bautans, og þar með lauk 1.hluta Íslandsmótsins í þessum aldursflokki. SRingar komu sterkastir inn með flesta þátttakendurna  og flesta vinningana, Björninn var þar á eftir og Ungir SA víkingar í 3.sæti. SA þakkar gestum mótsins fyrir komuna og skemmtileg mót. Svona mót verða ekki haldin nema með aðkomu og fórnfýsi margra og viljum við þakka BAUTANUM fyrir diggan stuðning og öllum þeim foreldrum og velunnurum sem lögðu okkur lið.

Meistaraflokkur og 2. flokkur

Sameiginleg æfing meistaraflokks og 2. flokks á laugardag kl 19.00

Bautamótið 4. flokkur á Akureyri

Um helgina næstu fer fram í Skautahöllinni á Akureyri BAUTAMÓTIÐ 1.hluti af þremur í Íslandsmóti í 4.flokki. Þá mæta að sunnan til leiks bæði A og B lið frá Birninum og Skautafélagi Reykjavíkur og etja þá kappi við heimamenn. Keppendur eru krakkar fædd ´96 - ´97 og eru þau yngstu sem keppa á íslandsmóti í Íshokkí. Þetta er fjölmennt mót þar sem keppni byrjar kl. 7,30 á laugardagsmorgni og stendur þann daginn langleiðina að kvöldmat og svo frá kl. 8 á sunnudagsmorgni til rúmlega hádegis. Íslandsmótið samanstendur af þremur svona mótum þ.e. einu í hverri Skautahöll og spilar hver t lið 4 leiki í hverjum hluta og samanlagður árangur sker svo úr um Titilinn. Þessi mót eru auðvitað hápunktur vetrarstarfsins hjá þessum flokki og alltaf mikið fjör og fyrirgangur sem fylgir og oft gaman að fylgjast með þessum leikjum. DAGSKRÁNNA MÁ SKOÐA HÉR.

Búið að draga í keppnisröð

Búið er að draga í keppnisröð fyrir mótið um helgina - sjá heimasíðu skautasambandsins http://www.skautasamband.is/?mod=news&fun=viewItem&id=242