MEISTARAFLOKKUR OG 2. FLOKKUR ATHUGIÐ !!!

FUNDUR MEÐ ÖLLUM LEIKMÖNNUM Í BÁÐUM FLOKKUM UPPÍ FUNDARHERBERGI Í KVÖLD FÖSTUDAGSKVÖLD KL 19.00.  

KVEÐJA

COACH JOSH

5-6-7 flokkur búið að aflýsa ferðinni !

Eftir samráð bílstjóra við veðurstofu íslands er ekki talið ráðlegt að leggja í ferð í dag vegna veðurs.

 

2.flokkur ferðinni í dag er aflýst, skoðum ferð á morgun

Eftir samráð bílstjóra við veðurstofu íslands er ekki talið ráðlegt að leggja í ferð í dag vegna veðurs. Fylgist með vefnum til að fá fréttir af suðurferð á morgun.

2. flokkur sama plan, ath kl. 12.00

Brottför frestað til 13.00 fylgist með hér á vefnum um kl. 12.00.

5-6-7 flokkur bíða fram að hádegi!

Við ætlum að athugum málið  og sendum út aðra tilkynningu fyrir kl 12:00

2. flokkur það er beðið eftir ákvörðun bílstjóra

Nánari fréttir um 8 leitð. ( áætluð brottför kl 9 )

Ferð 5-6-7 flokks til Reykjavíkur um helgina!

Spáin er ömurleg fyrir morgundaginn, fylgist með póstinum ykkar og netinu í fyrramálið.

Kristalsmót C flokka í RVK 17-18 okt. MUNIÐ AÐ GREIÐA KEPPNISGJÖLD

 

Kristalsmótið fer fram í Reykjavík helgina 17-18 október, dregið verður í keppnisröð föstudaginn 16. október. Skráningar þurfa að hafa borist eigi síðar en föstudaginn 9. október - ef einhverjir C-iðkendur hyggjast EKKi ætlaá mótið, vinsamlegast látið Helgu Margréti vita sem fyrst! helgamargretclarke@gmail.com . Fundur um ferðatilhögun verður haldinn mánudaginn 12. október kl:20:00, endilega allir að mæta!

                                                        Þátttökugjald:Þátttökugjald er 2000kr og skal greiðast á skráningadag, föstudag, 9.óktóber 2009 og greiðist inn á reikning 0115-26-7749    kt. 540291-1289.  Vinsamlega sendið afrit með nafni og kennitölu skautara á listgjaldkeri@bjorninn.com 

 

Drög að tímatöflu

Föstudaginn 16. óktóber                  kl.19:00 dregið um keppnisröð Laugardagurinn, 17.óktóber:           kl.16:15 – kl.21:00 Sunnudagurinn, 18.óktóber:             kl.08:00 –kl. 12:00    Ath. Markmið Kristalsmóts er að veita skauturum reynslu og tækifæri til keppni, til að hittast og kynnast og umfram allt hafa gaman að þessu.   

Fræðsla um íþróttameiðsl hjá ÍSÍ

Iðkendur, foreldrar, þjálfarar og aðrir áhugasamir. Fræðslukvöld verður hjá ÍSÍ hér á Akureyri nk. fimmtudag, 8. október. Hvetjum alla sem áhuga hafa til að kíkja við og hlusta á mjög gagnlegan fyrirlestur um íþróttameiðsl.

Haustmót ÍSS gekk vel

Haustmót ÍSS fór fram um helgina í Skautahöllinni á Akureyri. Iðkendur frá SA, SR og Birninum í A & B flokkum tóku þátt í mótinu, sem gekk vel. Úrslitin má sjá á heimasíðu Skautasambandsins www.skautasamband.is en undir meira má sjá verðlaunahafa.