Góðri skautahelgi að ljúka

Mikið líf hefur verið í skautaíþróttum um helgina.  Auk venjubundinna æfinga hjá öllum flokkum í báðum deildum skautaíþrótta var listhlaupamót í dag og tveir íshokkíleikir í gær.  Þessu til viðbótar var góð aðsókn á almenningstíma Skautahallarinnar, m.a. á skautadiskó á föstudagskvöldið sem nú hefur skipað sér fastan sess í afþreyingarflóru ungu kynslóðarinnar hér í bæ.

Mótið hjá listhlaupadeild í dag var fyrsta mót vetrarsins og var um að ræða innanfélagsmót fyrir A og B keppendur félagsins og var það styrkt af KEA.  Alls voru keppendur um 25 talsins og keppt var í 6 flokkum.  Úrlist mótsins urðu þessi:

 

Kvennahokkí hjá SA í mikilli sókn

Sífellt fjölgar konum í íshokkí hér á landi og nú er svo komið að fjöldi leikmanna hjá SA hefur svo aukist á síðustu árum að félagið teflir nú fram tveimur liðum í kvennaflokki.  Hefur liðunum verið skipt í eldri og yngri en auk þessara leikmanna er margar stúlkur til viðbótar í yngri flokkum.  SA tilkynnit inn til ÍHÍ eftirfarandi tvö lið (birt með fyrirvara um einhverjar breytingar):

SA teflir fram tveimur kvennaliðum í ár

Sífellt fjölgar konum í íshokkí hér á landi og nú er svo komið að fjöldi leikmanna hjá SA hefur svo aukist á síðustu árum að félagið teflir nú fram tveimur liðum í kvennaflokki.  Hefur liðunum verið skipt í eldri og yngri en auk þessara leikmanna er margar stúlkur til viðbótar í yngri flokkum.  SA tilkynnit inn til ÍHÍ eftirfarandi tvö lið (birt með fyrirvara um einhverjar breytingar):

2. flokkur sigrar í fyrsta leik

2. flokkur spilaði sinn fyrsta leik í Íslandsmótinu á laugardagskvöldið og að þessu sinni voru það Bjarnarmenn sem komu í heimsókn.  Bjarnarmenn hófu mótið af krafti með heldur auðveldum sigri á SR á dögunum og því var vitað að leikurinn yrði erfiður.

Sarah fjarverandi sunnudaginn 27. september

Sarah verður fjarverandi á morgun sunnudaginn 27. september og verður því ekki afís hjá S hóp. Ísæfingin verður á sínum stað :)

Kynningarfundur fyrir ALLA áhugamenn um listhlaup á skautum

Kynningarfundur á Akureyri - í Íþrottahöllinni á Akureyri 


Laugardaginn 26. september 2009 verður haldinn kynningarfundur um IJS (Alþjóðadómarakerfið)  í Íþróttahöllinni á Akureyri v/Skólastíg.
 
Guðbjört Erlendsdóttir sem er með ISU International judging réttindi og Linda Viðarsdóttir sem er TS ( Technical Specialist) með Landsdómara réttindi munu stjórna kynningunni.
 
Kynningin hefst kl. 10:00 og er opin öllum sem hafa áhuga á því að kynna sér dómarakerfið.
Við hvetjum bæði iðkendur, þjálfara, stjórnarmenn, foreldrafélag og foreldra til að mæta.
 

Greiða keppnisgjöld fyrir ÍSS mót (A&B) 4.-5. okt

Siðasti dagur til að greiða keppnisgjöld

 Keppnisgjöld vegna haustmóts sem verður um helgina 26-27.september verða að greiðast í dag!

 

Reikningsnúmer:1145-26-003770-5102003060. Kr.2000,-  Og muna að senda staðfestingu á greiðslu með nafni keppanda á didda@samvirkni.is

 

Námskeið yfirdómara og TS um dómarakerfið

 

Laugardaginn 26.sept kl:10-12 verður haldið námskeið og fyrirlestur um IJS og spurningum foreldra og stjórnarmanna svarað.  Námskeiðið er hugsað fyrir alla foreldra og stjórnarfólk sem vill kynna sér betur dómarakerfið og hvernig það virkar. Endilega allir að fjölmenna - staðsetning auglýst síðar.

Skráningar í Lishlaupadeild 1.önn.

Áríðandi er að skrá alla iðkendur sem verða að æfa í vetur, þeir sem eiga það eftir eru beðnir um að gera það fyrir mánaðarmót. 

Skráð er í eina önn í einu, boðið er uppá að skipta greiðslunum í þrennt.

Senda má skráningar á didda@samvirkni.is

Þær upplýsingar sem þarf eru þessar:

Nafn/kennitölu/heimilisfang greiðanda:

Nafn/kennitölu/forráðamanns:

Nafn/kennitölu/iðkanda:

Gsm:

Heimasíma:

Póstfang:

Hópur:

Systkyni sem stundar listhlaup/hokký:

Hvernig á að skipta greiðslunum:

 

Með bestu kveðju um skjót viðbrögð :)