Litla Hokkíbúðin í Skautahöllinni á sunnudaginn 13.

Biggi ætlar að mæta með búðina í höllina á sunnudaginn frá 12,00 til 16,00

Á laugardaginn 12.sept. verður Bikarmót 4.flokks á Akureyri

Segja má að vetrardagskráin hefjist formlega á laugardaginn þegar Björninn og SRingar mæta til keppni í BIKARMÓT 4.flokks hér á Akureyri. Það er aðeins breitt dagskrá vegna óvæntrar uppákomu. Skoða má breitta dagskrá mótsins með því að smella hér.

Innanfélagsmót fyrir A og B keppendur þann 27. september 2009

Þá er komið að fyrsta móti vetrarins, þeir keppendur sem eru skráðir eru vinsamlegast beðnir um að leggja keppnisgjaldið kr. 2000 inná reikning 1145-26-003770-5102003060.

Munið að setja nafn keppanda í skýringu og að senda staðfestingu á greiðslu á póstfangið didda@samvirkni.is eigi síðar en 18.september.

Leikur sem átti að vera á laugardaginn verður ekki.

Leik S.A. og bjarnarins sem átti að vera á laugardaginn verður ekki spilaður.

Áfram íslenskt hokkí...áfram S.A.!!

 

 

3 flokkur, 2 flokkur og meistaraflokkur.

Fundur verður í skautahöllinni kl 16:30 á fimmtudaginn 10 sept. með lyfjaeftirlitinu. Það er skyldumæting!!

kveðja Josh

Leiðrétting 2 flokkur..

2 Flokkur og meistaraflokkur verða ekki saman á æfingu einsog stóð til. Heldur verður 2 flokkur kl 20:00 samkvæmt stundartöflu.

SKAUTABUXUR

Skautabuxurnar eru ekki komnar vegna einhverra tafa í útlöndum, en ég er í sambandi og læt vita um leið og þær koma.

kv. Allý / allyha@simnet.is - 8955804

Meistaraflokkur og 2 flokkur.

Laugardaginn 5 sept. verður meistaraflokkur og 2 flokkur saman á æfingu kl 17:00.

Á Mánudaginn verður meistaraflokkur kl 19:00.

Á Þriðjudaginn verða svo meistaraflokkur og 2 flokkur saman á æfingu.

Kveðja

Josh.

 

HOKKÍDAGURINN MIKLI Á LAUGARDAGINN NÆSTA KL. 13 - 16

Nú er í gangi mikið átak í kynningu Íshokkí íþróttarinnar á landsvísu og af því tilefni er haldinn HOKKÍDAGURINN MIKLI samtímis í öllum skautahöllum landsins. Sjá nánar á vef ÍHÍ með því að smella hér. Við hvetjum alla áhugasama til að mæta og prófa.

Markaðsdagur foreldrafélags LSA

Laugardaginn 19. september kl. 11-13 verður markaðsdagur hjá foreldrafélagi LSA. Þar verður hægt að kaupa skautabúnað - bæði notaðan og nýjan. Tekið verður á móti notuðum búnaði um leið og skráning fer fram þ.e miðvikudaginn 16. september (tímasetning verður nánar auglýst síðar). Munið að verðmerkja búnaðin sem og skila inn blaði með upplýsingum um seljanda þ.e nafn, símanúmer og verð á búnaði.

Nánar verður auglýst síðar um þau fyrirtæki og einstaklinga sem ætla að vera með varning á markaðsdeginum

Við hvetjum alla til að taka þátt í þessu með okkur og hlökkum til að sjá ykkur