KLEINUSTEIKING

Jæja nú ætlum við að kíla á kleinusteikingu næstu helgi. Þeir sem gátu ekki tekið þátt í áheitasöfnun fyrir maraþonið geta komið og steikt með okkur en auðvitað meiga allir koma sem vilja.

Staður og stund er ekki alveg ákveðinn en við munum senda út póst til allra með frakari upplýsingum.

Við vonumst til að sem flestir mæti, með því lækkum við kostað við skautabúðirnar.

 Með kveðju

Stjórnin

SKAUTABUXUR Í ÓSKILUM

Á sunnudaginn eftir maraþonið fóru skautabuxur nr. 8 - 10 óvart í tösku Guggu, ef einhver í 5. hóp  telur sig eiga þær  er hægt að hringja í Ingu , mömmu Guggu, í síma 8692406....

Voræfingar hjá 4. - 7. hóp og sumaræfingaplan fyrir 5. - 7. hóp

Í gær sunnudaginn 3. maí notaði Helga Margrét yfirþjálfari tækifærið og hitti flesta iðkendur í A og B keppnisflokkum meðan á marþoninu stóð. Rætt var um sumaræfingar, vornámskeiðið hjá Hóffu og sumaræfingaplan afhent. Nokkrir A og B iðkendur voru ekki mættir og eru þeir beðnir um að hafa samband við Helgu Margréti annað hvort í síma eða e-maili svo þeir geti fengið sumaræfingaplanið afhent og smá leiðbeiningar. Minnum á að á morgun þriðjudaginn 5. maí hefst vornámskeið hjá Hóffu fyrir 4. - 7. hóp. Sjá frétt neðar. Mikilvægt er að mæta vel í þessa tíma hjá Hóffu því námskeiðið er liður í kennslu á sumaræfingarplaninu og gott tækifæri til að halda sér í formi og fá góðar leiðbeiningar.

MARAÞON

Nú er maraþonið búið og tókst það vel að mér fannst og allir til fyrirmyndar. Ég vil þakka öllum foreldrum sem vöktuðu staðinn á meðan maraþonið fór framm. Á sunnudaginn var tekið til hendinni og allir hópar gengu frá sínum klefum riksuguðu og skúruðu og vil ég þakka þeim fyrir það , einnig foreldrum sem voru á vaktinni og tiltektinni. BESTU ÞAKKIR.. Þetta er erfitt en gaman, ein skautastelpa spurði að því hvort þetta yrði ekki aftur á næsta ári þannig að áhuginn er fyrir hendi og strax farið að huga að því.. GAMAN GAMAN..

ENN OG AFTUR BESTU ÞAKKIR

Allý,, allyha@simnet .is

Afísæfingar hjá Hóffu fyrir 4. - 7. hóp

Nú hefjast afísæfingar hjá Hóffu sem er liður í undirbúningi fyrir sumartímabilið. Það er MJÖG mikilvægt að allir iðkendur mæti vel og leggi sig fram við að halda sér í skautaformi út sumarið. Helga Margrét þjálfari mun hafa umsjón með afísæfingunum að loknu námskeiðinu hjá Hóffu en jafnframt er lögð áhersla á að iðkendur stundi afísæfingar sjálfstætt eða í litlum hópum á eigin vegum :) Fyrsta æfingin verður nk. þriðjudag. 4. og 5. hópur mætir saman kl. 15:30 til 16:30 og 6. og 7. hópur mætir saman milli 16:30 og 17:30. Mæting er fyrir framan andyrið á Bjargi.

Maraþon upplýsingar

Komið þið heil og sæl, nú fer að líða að sólarhrings maraþoninu okkar. Mæting er á laugardaginn kl:16:30, en 5.hópur er fyrstur á ísinn og þarf því að vera sérstaklega tímanlega. Aðrir byrja ca. kl: 17:00. Allir þurfa að koma sér fyrir í merkta klefa, Allý verður framkvæmdarstjóri á staðnum :-) Lesið nánar hér:

PDS tími á morgun

Minni alla á danstíma hjá Point sem verður að venju á fimmtudag á sama tíma.

Northern Iceland Adventure Cup

Um síðustu helgi lauk fyrsta alþjóðlega kvenna íshokkímóti sem haldið hefur verið hér á landi, NIAC eða Northern Iceland Adventure Cup og var skipulagt af kvennanefnd Íshokkísambands Íslands.  Mótið var haldið hér á Akureyri og auk íslenska landsliðsins tóku þátt tvö erlend lið, annars vegar Hvidovre Wolves frá Danmörku og Malmö Redhawks frá Svíþjóð.  Mótið stóð frá fimmtudegi fram á laugardag og alls voru spilaði 6 leikir.  

 

Aðalfundur stjórnar og foreldrafélags LSA

Aðalfundur stjórnar Listhlaupadeildar Skautafélags Akureyrar, verður haldinn fimmtudaginn 7. maí kl:20:00 í skautahöllinni á Akureyri. Venjuleg aðalfundarstörf. Samhliða verður aðalfundur foreldrafélags deildarinnar haldinn. Allir velkomnir. Stjórnirnar.

Kertapeningar og áheitasöfnun

Þeir sem tóku þátt í kertasölu í vetur og vilja nota peningana til að niðurgreiða æfingabúðirnar mega vinsamlegast senda nafn, kennitölu og reikningsnúmer foreldris, sem og nafn skautaiðkanda á netfangið allyha@simnet.is og við leggjum inn á ykkur, enda styttist í að greiða eigi staðfestingagjald fyrir æfingabúðirnar.
 
Þá er áheitasöfnunin enn í fullum gangi og er síðasti skiladagur fyrir maraþonið um næstu helgi, söfnunin fer mjög hægt af stað, þannig að endilega skulum við setja í annan gír, svo að æfingabúðirnar geti verið sem ódýrastar. Ef ykkur vantar áheitablöð þá er einnig hægt að hafa samband við allyha@simnet.is