Vorsýning LSA 2009

Vorsýning listhlaupadeildar SA verður haldin í dag kl. 17:30. Þemað að þessu sinni eru kvikmyndir. Aðgangseyrir er kr. 800, frítt fyrir 12 ára og yngri, ellilífeyrisþega og öryrkja. Foreldrafélag verður með kaffisölu í hléi og einnig lukkupakkasölu. Munið að við erum ekki með posa. Hvetjum alla til að koma og sjá alla iðkendur deildarinnar sýna :)

MARAÞON

Þið krakkar sem ætla að vera með í maraþoni, æfingabúðunum og áheitasöfnuninni hafið samband við mig og látið vita þið getið líka nálgast blöðin til mín.

kv. Allý, allyha@simnet.is - 895-5804

Tímaplan fyrir grunnpróf ÍSS

Hér er gróft tímaplan yfir grunnprófin á morgun föstudaginn 24. apríl.

Aukaæfing fyrir iðkendur sem fara í basic test

Á morgun fimmtudaginn 23. apríl verður aukaæfing fyrir alla sem fara í basic test á föstudaginn nk. Heba Þórhildur, Lóa Aðalheiður, Berghildur Þóra, Arney Líf, Hildur Emelía og Emilía Rós skulu mæta stundvíslega kl. 07:40 og Guðrún B., Hrafnhildur Ósk, Hrafnkatla, Hrafnhildur Lára, Hulda Dröfn og Sara Júlía mæta kl. 08:40. Æfingin hjá báðum hópum er búin kl. 10:30. Munið svo að mæta líka seinni partinn á æfingu fyrir vorsýninguna :)

Upplýsingar vegna basic test / grunnprófs ÍSS

Í gær þriðjudaginn 21. apríl fengu foreldrar barna sem fara í grunnpróf ÍSS tölvupóst með ýmsum upplýsingum. Vinsamlegast kíkið yfir þetta ef þið af einhverjum orsökum fenguð ekki póstinn.

Nokkrir punktar/miði sem iðk. fá heim í dag

Í dag miðvikudaginn 22. apríl fá iðkendur þennan miða með sér heim. Á miðanum er að finna nokkra mikilvæga punkta varðandi æfingar næstu daga og vorsýninguna.

SA-MÓTIÐ 6. og 7. flokkur á Akureyri

Dagskrá mótsins má skoða hér og liðsskipan SA er undir "lesa meira". Auk barnamótsins og kvennamótsins verða spilaðir tveir leikir í 2.fl. við SRinga þessa helgi. Sá fyrri verður á föstudagskvöldið kl.20,00 eða strax og kvennaleiknum lýkur, og sá seinni verður á laugardaginn kl.18,00.

23 - 25 apríl Aþjóðlegt hokkímót í Skautahöllinn á Akureyri.

 Alþjóðlegt kvennamót  Skautahöllin Akureyri 23-25 april.

NIAC - Northern Iceland Adventure Cup.

Leigendur skápa í skautahöllinni!

Leigendur skápa eru vinsamlegast beðnir um að tæma þá fyrir 23 april.

Vorhátíð 4-7 flokks og byrjenda !