Leikir í kvennaflokki um helgina

Á föstudagskvöldið kl.22,00 mætir kvennalið Bjarnarins í Skautahöllina hér á Akureyri til leiks gegn SA í fyrri leik helgarinnar og svo er seinni leikurinn á laugardaginn kl.18,00.   SA leiðir keppnina með 15 stigum gegn 9 svo Birnurnar þurfa að vinna báða leikina til að eiga möguleika á titlinum en markahlutfall beggja liða er 0 samkvæmt IHI vefnum. En það þýðir að bæði lið hafa skorað jafnt, þ.e. 25 mörk og þarafleiðandi líka fengið á sig 25. Ótrúleg staða, eða hvað (O;   ÁFRAM SA ..........

Morgunæfing í fyrramálið!

Það er morgunæfing í fyrramálið, síðasta morgunæfingin fyrir páska! Þeir sem skulu mæta eru allir þeir sem eru að fara í basic test (grunnpróf ÍSS) núna í vor. En það eru: Arney Líf, Sara Júlía, Hulda Dröfn, Hildur Emelía, Emilía Rós, Berghildur Þóra, Heba Þórhildur, Lóa Aðalheiður, Guðrún B., Hrafnhildur Ósk, Hrafnkatla og Hrafnhildur Lára. Allir aðrir sem áhuga hafa úr 5.-7. hóp eru að sjálfsögðu líka velkomnir. Farið verður yfir basic test fyrri hluta æfingarinnar og svo yfir þau element sem þarf að framkvæma í prófinu í frjálsa hlutanum. Við hitum upp með Annie's Edges :)

Fréttabréf LSA fyrir starfsárið 2008-2009

Hér er að finna fréttabréf Listhlaupadeildar Skautafélags Akureyrar fyrir starfsárið 2008-2009. Iðkendur fengu þetta fréttabréf afhent í síðustu viku, þeir sem ekki voru mættir þegar bréfið var afhent geta nálgast það undir lesa meira.

MARAÞON

Viljum minna á að það er mánuður í maraþonið og því hvetjum við alla sem vilja vera með að skrá sig strax eða í síðasta lagi föstudaginn 3. apríl.

allyha@simnet.is

artkt@internet.is

Úslitakeppninni lokið, SRingar urðu Íslandsmeistarar

SA missti titil og bikar til SRinga eftir sitt þriðja tap, er þeir töpuðu 7:3 í leik gærdagsins í Laugardalnum. Sjá má umfjöllun um leikinn hér. Við óskum SR til hamingju með titilinn.

PAPPÍR

Þeir sem hafa áhuga á að selja pappír núna og safna upp í æfingabúðir geta haft samband við mig fyrir miðvikudaginn 1. apríl..

Allý, allyha@simnet.is - 8955804

Goðamótið 29. mars - Úrslit-

Þann 29. mars var haldið Akureyrarmót í Listhlaupi á skautum. 54 skautarar tóku þátt, sýndu íþróttamannslega framkomu og stóðu sig allir mjög vel. Helga Jóhannsdóttir varð Akureyrarmeistari. Undir lesa meira má sjá nánari úrslit á mótinu.

Fjórði leikurinn í Laugardalnum á morgun kl.17,00

Það hafðist, fyrsti sigurinn í höfn og sá næsti á dagskrá kl.17,00 á morgun í Laugardalnum. Úrslitin í leik dagsins voru 4 : 4 eftir venjulegan leiktíma og SA kláraði svo leikinn með Gullmarki eftir 2 mín. og 58 sek. í framlengingu.   Góóóóóðir SA !!!!!!!!!!!!!

Þriðji leikur í Úrslitum í dag

Jæja, ekki náðist í stigin fyrir sunnan á miðvikudaginn svo nú er að duga eða drepast, en það skiptir svo sem ekki öllu hvort við vinnum fyrstu þrjá eða síðustu þrjá, en þetta er miklu skemmtilegra fyrir áhorfendur svona.  (O;    (O;    (O;   Gott fólk nú er ALGJÖR skyldumæting í Skautahöllina í dag kl.17,00 til að hvetja strákana til sigurs.         ÁFRAM SA ..................................

Skautabuxur

Er ekki einhvern sem vantar skautabuxur fyrir lítinn pening, ( þessar svörtu með tegju undir) er með 2 stk. nr. 12 - 14 mjög lítið notaðar og líta út eins og nýjar, aðeins 4000 kr stk. fyrstur kemur fyrstur fær.

Uppl. 

Gréta  í síma 866-4200