Karfan er tóm.
Í gær sunnudaginn 3. maí notaði Helga Margrét yfirþjálfari tækifærið og hitti flesta iðkendur í A og B keppnisflokkum meðan á marþoninu stóð. Rætt var um sumaræfingar, vornámskeiðið hjá Hóffu og sumaræfingaplan afhent. Nokkrir A og B iðkendur voru ekki mættir og eru þeir beðnir um að hafa samband við Helgu Margréti annað hvort í síma eða e-maili svo þeir geti fengið sumaræfingaplanið afhent og smá leiðbeiningar. Minnum á að á morgun þriðjudaginn 5. maí hefst vornámskeið hjá Hóffu fyrir 4. - 7. hóp. Sjá frétt neðar. Mikilvægt er að mæta vel í þessa tíma hjá Hóffu því námskeiðið er liður í kennslu á sumaræfingarplaninu og gott tækifæri til að halda sér í formi og fá góðar leiðbeiningar.
Nú er maraþonið búið og tókst það vel að mér fannst og allir til fyrirmyndar. Ég vil þakka öllum foreldrum sem vöktuðu staðinn á meðan maraþonið fór framm. Á sunnudaginn var tekið til hendinni og allir hópar gengu frá sínum klefum riksuguðu og skúruðu og vil ég þakka þeim fyrir það , einnig foreldrum sem voru á vaktinni og tiltektinni. BESTU ÞAKKIR.. Þetta er erfitt en gaman, ein skautastelpa spurði að því hvort þetta yrði ekki aftur á næsta ári þannig að áhuginn er fyrir hendi og strax farið að huga að því.. GAMAN GAMAN..
ENN OG AFTUR BESTU ÞAKKIR
Allý,, allyha@simnet .is
Nú hefjast afísæfingar hjá Hóffu sem er liður í undirbúningi fyrir sumartímabilið. Það er MJÖG mikilvægt að allir iðkendur mæti vel og leggi sig fram við að halda sér í skautaformi út sumarið. Helga Margrét þjálfari mun hafa umsjón með afísæfingunum að loknu námskeiðinu hjá Hóffu en jafnframt er lögð áhersla á að iðkendur stundi afísæfingar sjálfstætt eða í litlum hópum á eigin vegum :) Fyrsta æfingin verður nk. þriðjudag. 4. og 5. hópur mætir saman kl. 15:30 til 16:30 og 6. og 7. hópur mætir saman milli 16:30 og 17:30. Mæting er fyrir framan andyrið á Bjargi.
Um síðustu helgi lauk fyrsta alþjóðlega kvenna íshokkímóti sem haldið hefur verið hér á landi, NIAC eða Northern Iceland Adventure Cup og var skipulagt af kvennanefnd Íshokkísambands Íslands. Mótið var haldið hér á Akureyri og auk íslenska landsliðsins tóku þátt tvö erlend lið, annars vegar Hvidovre Wolves frá Danmörku og Malmö Redhawks frá Svíþjóð. Mótið stóð frá fimmtudegi fram á laugardag og alls voru spilaði 6 leikir.