Ein gömul og góð

Hér er ein gömul og góð mynd úr sögu félagsins.  Ásgrímur Ágústsson tók myndina árið 1980 skömmu eftir sigurleik Skautafélags Akureyrar á Skautafélagi Reykjavíkur en þarna var um að ræða leikmenn undir 18 ára aldri.

Á myndinni eru;  Aftari röð frá vinstri Roine Tielinen þjálfari, Baldvin Birgisson, Geiri Geira, Ágúst Birgisson, Jón Sigurðsson, Ingvar Ólsen og Tómas Jónsson
Neðri röð frá vinstri Kristján Óskarsson (Diddó), Héðinn Björnsson, Jóhann Ævarsson, Jón Birgir Gunnlaugsson, Sigurpáll Guðmundsson, Ágúst Ásgrímsson, Bergþór Ásgrímsson og Jónas Björnsson

Fundur á fimmtudag kl:18:00 v/Reykjavík International

Heil og sæl, Reykjavík International fer fram dagana 16.-18. janúar. Þetta mót er ekki á vegum ÍSS, því miður rukka þeir mun hærra keppnisgjald eða 5.000 kr. heldur en ÍSS gerir, eða 3.500 - Þar með eru þeir fjármunir ekki allir inn í æfingagjöldum, þar sem við gerðum ráð fyrir sama keppnisgjaldi og ÍSS gjaldið er. Því þurfum við að rukka alla A iðkendur um 1.500 krónur fyrir mótsgjald og B iðkendur fyrir fullt gjald.

Við ætlum að funda um málið á fimmtudag kl:18:00 í skautahöllinn. Allir verða að skila inn aðtölvupósti á hildajana@gmail.com með staðfestingu á því að viðkomandi iðkandi ætli að taka þátt í mótinu fyrir kl:17:00 27.nóvember. Eða mæta á fundinn og staðfesta þátttöku þar. Á fundinum verður tekin ákvörðun um hvort að allir fari á í hópferð, eða á eigin vegum. Keppnisflokkarnir eru:

Tapað silfur

Kæru foreldrar

Hún Emilía hefur týnt silfurmedalíunni sinni sem hún fékk á Kristalsmótinu um helgina.

Viljið þið ath í töskur barna ykkar hvort hún hafi nokkuð ratað í ranga tösku.

Með kveðju

Jóhanna 6632879 

Úrslit Kristalsmóts C-flokka

Það má með sanni segja að S.A. krakkarnir á C - Kristalsmótinu í Reykjavík sem fór fram um helgina hafi staðið sig alveg frábærlega, í fyrsta lagi voru þau félaginu og sjálfu sér til mikillar fyrirmyndar, bæði á ísnum og utan hans. Börnin komu heim með 2 gull 3 silfur og eitt brons. Glæsilegur árangur - Til hamingju öll!

Meistaraflokkur rassskelltur á heimavelli

Eftir góðan leik á föstudagskvöldið vorum við rassskelltir af sama liði á laugardagskvöldið sjálfsagt með þær ranghugmyndir undir hjálmunum að við værum ósigrandi.  Leikurinn fór ágætlega af stað og fyrsta mark leiksins leit dagsins ljós á 6. mínútu þegar pökkurinn barst til Mike Boudroeau á bláu línunni sem sendi rakleitt yfir á Björn Má sem hamraði pökkinn gegnum og þvögu og í netið fram hjá Ævari Björnssyni.  Arnþór Bjarnason jafnaði leikinn skömmu síðar og Egill Þormóðsson bætti strax við öðru og náði forystunni fyrir gestina.  Sigurður Sigurðsson náði að jafna leikinn á 13. mínútu  fyrir SA eftir sendingu frá Birni Má Jakobssyni.  Tvö mörk frá SR á 30 sekúndum undir lok lotunnar gaf þeim 4 – 2 forskot en Josh Gribben minnkaði muninn í 4 – 3 á síðustu sekúndu lotunnar.

 

SKIL Á KERTAPENINGUM:

 Þeir sem hafa selt kerti og eru ekki búin að skila af sér peningum eru beðnir að gera það sem allra fyrst. Þið getið komið því til mín í Eyrarveg 9 eða í skautahöllina á miðvikudaginn milli kl. 17 - 18 , gott væri að setja peninginn í umslag og setja nafn og kennitölu seljanda á umslagið.. Enn eru til kerti svo endilega þeir sem ekki hafa selt nein og þeir sem vilja selja meir  hafið samband...

 SKAUTABUXUR:

 Skautabuxurnar eru komnar og verð ég með þær í höllinni á miðvikudaginn milli kl. 17 - 18 ...

 Allý  s- 8955804

Allir C-keppendur í fríi á mánudag

3. hópur er venjulega á æfingum á mánudögum, bæði ís og afís, en verða í fríi á mánudag, í báðum tímum - líkt og venja er eftir keppnishelgi.

Kristalsmót C-keppenda - laugardagur

Ferðin suður og fyrri keppnisdagur gengu mjög vel hjá 3.og 4. hópi. Fararstjórar segja börnin skemmta sér stór vel og styðji hvert annað dyggilega.Þar að auki skiluðu þrjú verðlaun sér í hús á fyrsta keppnisdegi. Sjá nánar hér.

SA 3flokkur vann

Viðrueign SA og SR í 3fl. lauk með sigri SAdrengja 6  -  3.    Góóóðir SA !!!!!

SA laut lægra haldi í Meistaraflokki

SRingar unnu sannfærandi sigur í kvöld 5  -  9