Brynjumót um næstu helgi hér á Akureyri

Laugardaginn 8. nóv. er komið að hinu árlega Brynjumóti hér á Akureyri. Brynjumótið er eins og flestir vita mót yngstu iðkendanna í íshokkí og því fylgir alltaf mikil gleði og ákefð. Dagskrá mótsins er öðruvísi en fyrr, að því leiti að 5.fl. hefur verið færður í mót með 4.fl. þar sem keppendafjöldi var að vaxa okkur yfir höfuð, en þeir voru orðnir um 150. Það eru því 6. og 7.flokkur sem keppa á þessum yngstu flokka mótum í vetur. Dagskrá Brynjumótsins má skoða hér, og eins er tengill í valmyndinni hér til vinstri. Á sunnudeginum verða svo engar æfingar fyrir þá sem voru að keppa á laugardeginum þ.e. 6. 7. og byrjendaflokki.

SA stelpur sigra aftur

Í gærkvöldi spiluðu SA og Björninn í kvennaflokki en um var að ræða seinni leik af tveimur þessa helgina.  Það er skemmst frá því að segja að stelpurnar fylgdu eftir góðum sigri á föstudagskvöldið með því að leggja Björninn aftur að velli, nú með fjórum mörkum gegn tveimur.

WIFA skautar til sölu

Er með WIFA skauta nr. 32 til sölu. Á skautunum eru Wilson blöð. Nánari upplýsingar er hægt að fá í síma 8692406 eftir kl 14 á daginn.
Inga

Úrslit kvöldsins

Kvennaleikurinn vannst með 4 mörkum gegn 2 og 2.flokks leikurinn vannst með 6 mörkum gegn 4.  GÓÐIR SA !!!!!!!!!

Kvennalið SA sigrar 3 - 2

Í kvöld mættust Skautafélag Akureyrar og Björninn í kvennaflokki í Skautahöllinni á Akureyri.   Heimastúlkur áttu harma að hefna eftir að hafa tapað stórt í fyrsta leik 5 – 1 í Egilshöll á dögunum.  Miklar leikmannabreytingar hafa verið hjá SA liðinu frá því í fyrra og mikið af byrjendum í liðinu og því á brattann á sækja.  Því ríkti mikil spenna í herbúðum heimastúlkna fyrir þennan leik.SA fór betur af stað og stjórnaði fyrstu mínútum leiksins og það var þjálfarinn Sarah Smiley sem skoraði fyrsta markið eftir aðeins 35 sekúndna leik.  

Það sem eftir lifði lotunnar skiptust liðin á að sækja en markenn beggja liða voru í banastuði og héldu öllum pekkjum frá möskvunum og því urðu mörkin ekki fleiri í lotunni.   Í 2. lotu var allt áfram í járnum og en á 3. mínútu lotunnar var það fyrirliðinn Jónína Guðbjarsdóttir sem jók forystuna með góðu skoti frá bláu línunni í gegnum traffík og Karítas í marki Bjarnarins sá aldrei pökkinn.  

Kertasala og skil!

Minnum á að nóg er til af kertum til að selja og safna sér inn fyrir næstu æfingabúðum. 

Hafið samband við Allý í síma 895-5804. 

Munið að þeir sem voru búnir að fá kerti eiga að skila af sér innkomunni á sunnudag. kl:17:30 - 19:00, í Skautahöllinni.

Gangi ykkur vel :-)

3 leikir í Skautahöllinni á Akureyri

Í kvöld kl. 22,00 spilar Mfl. Kvenna,  SA versus Björninn og er það fyrri leikur þeirra þessa helgi, seinni leikurinn verður á morgun kl. 18,00. Fyrsta leik þessara liða í vetur lauk með stórum sigri Bjarnarkvenna svo reikna má með mikilli baráttu SA í kvöld til að rétta sinn hlut. Eftir kvennaleikinn á morgun ( hálfníu til níu ) leiða svo saman hesta sína ( hummmm, gaman að sjá það ) 2.flokkur karla sömu félaga og síðast þegar þeir mættust hafði SA sigur með einu marki svo búast má við hörku leik þar.  ÁFRAM SA ....

Gimli meistarar 2008

Laugard 1 nóv er æfing kl 10 hjá 4 fl og 5 fl, markmannsæfing kl 9:15

Afís hjá 6. hóp í dag

Iveta vill bjóða 6. hóp aukaafístíma í dag milli 16:30 og 17:30.