Dregið í keppnisröð

Föstudaginn 12. október kl: 19:00 verður dregið í keppnisröð fyrir Sparisjóðsmótið. Einnig þarf að vera búið að greiða keppnisgjöldin krónur 1500 fyrir þann tíma.

Bikarmót ÍSS

Þeir sem eru að fara að keppa á Bikarmótinu helgina 19-20 október eiga að vera búnir að greiða keppnisgjöldin í síðasta lagi 16. október. Gjaldið fyrir 1 dans er 2500 kr. og fyrir 2 dansa  4000 kr. Einnig er foreldrafundur á mánudagskvöldið 15. okt. með foreldrum þeirra barna sem eru að fara á Bikarmótið. Áríðandi að allir mæti.

Byrjandaflokkur og 7 flokkur.

Æfingar falla niður sunnudaginn 14 okt vegna móts hjá listhlaupadeild.

Keppnisgjöld

Keppnisgjöld fyrir Sparisjóðsmótið er 1500 krónur og greiðist í síðasta lagi á föstudag 12/10 Reikningsnúmer  0162-05-268545, Kennitala 510200-3060. Látið nafn keppanda fylgja með.

Bolta Pílates og pallatími

Sl. sunnudag var frábær mæting í prufutíma í bolta pílates. Eins og áður segir verða tímarnir á fimmtudögum milli 19:30 og 20:30 í vetur, þetta verða blandaðir tímar af bolta pílates og pallatímum. Þeir sem hafa áhuga á að vera með í vetur skulu mæta 19:15 á Bjarg á fimmtudaginn 11. október (næsta fimmtudag) með 3000 kr. og skrá sig í anddyrinu hjá Allý, þetta verð miðast við tíma fram að áramótum, eftir áramót verður aftur skráning. Ef þið viljið vera með en af einhverjum ástæðum komist ekki í fyrsta tímann þá getið þið haft samband við Helgu þjálfara í síma 8214258 eða í emaili á helgamargretclarke@gmail.com.

 

Örlitlar breytingar á æfingatíma á morgun!

Á morgun þarf að breyta heflunartíma og þar með breytist æfingatími hjá 4. hóp. Æfingin hjá 4. hóp verður því milli 17:10 og 17:55! Æfingar hjá öðrum hópum haldast óbreyttar! Þessi breyting á bara við um morgundaginn ekki næsta miðvikudag!

Leikir kvenna og 2.fl um helgina í egilshöll.

Kvennaflokkur spilar kl 20.15 föstudagskvöld og 2 flokkur strax á eftir eða um 22.30. Á laugardag spilar kvennaflokkur kl 18.15 og 2 flokkur kl 21.00.

Björninn 1 vann Bikarinn

Jæja, þá er fyrsta Bikarmótinu í 4.fl. lokið og SA þakkar Birninum fyrir komuna og góða skemmtun um helgina. Björninn mætti með tvö lið og hafði nokkra yfirburði á þessu móti og sjá mátti afar skemmtilega leiki þegar þeir tókust á innbyrðis. SA-liðið átti við ofurefli að etja en stóðu sig eins og hetjur og létu ekki bugast við mótlætið heldur börðust eins og sannir víkingar alveg fram á síðasta pökk. Mótinu lauk svo um hádegisbil með pizzaveislu og vonum við að allir hafi átt gleðilega helgi og góða heimferð. Einnig var leikur í 2.fl.

Skautar til sölu

Edea skautar nr: 235 eru til sölu. Skautarnir voru notaðir í ca 3 mánuði. Upplýsingar gefur Allý í síma 8955804

HUMMEL gallarnir !!!

Nú eru hummel-gallarnir loksins komnir í Sportver og því þurfa nú allir að fara og máta og panta á sig og sína. Passið að skrá nafn barns og stærð. Etv. eru ekki öll börn skráð á listann í Sportveri en þá er bara að bæta nafninu þar á og rétta stærð.
Með von um skjót viðbrögð frá ykkur svo við getum farið og pantað gallana sem fyrst.  Stjórn Foreldrafélagsins.