staðan í leiknum

staða þegar 2. lota er hálfnuð er 5 - 1  :   12 mín búnar af 3. lotu   staðan 7-1 :  leiknum er lokið með sigri SA 10 gegn 2

Narfaleikurinn í kvöld fellur niður

Leikurinn á milli Narfa og SA í mfl. karla sem átti að vera kl. 20.00 í kvöld VERÐUR EKKI þar sem Narfamenn töldu sig ekki eiga heimangegnt og gáfu því leikinn.  SJÁ frétt á ihi vefnum .  En munið samt að kvennaleikurinn SA - Björninn er kl. 17.00 og við hvetjum alla sanna áhugamenn um Hokkí að mæta og hvetja sitt lið.   ÁFRAM SA ...................

Hokkíleikur fellur niður í kvöld

Leikur Narfa og SA sem vera átti í kvöld verður frestað  en leikirnir á morgun eru óbreyttir, þ.e. kvennaleikur kl. 17:00 og karlaleikur kl 20:00.

Meistaraflokksleikir um helgina

Á morgun kl. 17.00 mætast SA og Björninn í kvennaflokki í sínum 1. leik þessa tímabils, og síðan að þeim leik loknum eða um kl. 20.00 munu Narfinn og SA spila og nú í heimaleik Narfans. Sem sagt nóg að gerast í hokkí um helgina og nú stendur upp á ykkur stuðningsmenn góðir    (O: og KONUR auðvitað :O) að mæta og styðja ykkar FÓLK ( bæði menn og konur sem sagt ). Reynt verður eftir megni að vera með beina útsendingu á netinu með danska kerfinu, en tengil þar inná er að finna á ihi.is .  ÁFRAM SA............................

Auglýstur leikur kvöldsins fellur niður

Leikur kvöldsins sem auglýstur er í dagskránum á milli SA og Narfans fellur niður þar sem þeir síðarnefndu sjá sér ekki fært að koma norður í hann.

Landslið

Einsog fram kemur á vef ihi.is

Fyrstu æfingabúðir landsliðsins

Um helgina voru haldnar fyrstu æfingabúðir landsliðshópa 1 og 2 í listhlaupi á skautum. Anne Schelter sporasérfræðingur sá um ístíma og Sesselja Jarvela íþróttakennari og fimleikaþjálfari sá um afískennslu, einnig fengu þær ýmsa fyrirlestra. Hópurinn stóð sig vel í alla staði og hafði Anne Schelter meðal annars orð á því hversu góður og duglegur hópur þetta væri. Næstu æfingabúðir verða í desember og kemur þá Virpi Horttanan til að sjá um þjálfun á ís.

3.flokks mót

Sú breyting hefur verið gerð á fyrirkomulagi Íslandsmótsins í 3.flokki að nú verða 4 helgarmót spiluð í staðinn fyrir staka leiki yfir leiktíðina eins og verið hefur.

Björninn - SA 1 : 6

SA hafði tögl og haldir í leiknum í gærkvöldi í Egilshöll og vann leikinn með 6 mörkum gegn 1.   0:0 , 0:4 , 1:2 

 Mögnuð byrjun hjá SA. Til Hamingju DRENGIR.   Áfram SA...............

Fyrsti leikur á morgun

SA spilar sinn fyrsta leik á Íslandsmótinu í meistaraflokki karla á morgun gegn Birninum í Egilshöllinni.  Reikna má með erfiðum leik fyrir okkar menn þar sem þeir reykvísku hafa sett saman öflugara lið en sést hefur lengi í Grafarvoginum.  Björninn er enn í sigurvímu eftir hraðmótið á dögunum og síðan stórsigur á Narfa í fyrsta leik mótsins nú á dögunum.