SA Víkingar mætir til Tyrklands og mæta Serbísku meisturunum í dag

SA Víkingar eru nú mætir til Istanbul í Tyrklandi og hefja leik í Evrópukeppni félagsliða í dag. Víkingar hefja nú leik í A-riðli þar sem við munum mæta liðum frá Serbíu, Búlgaríu og Tyrklandi. Mótherjinn í fyrsta leik eru serbísku meistararnir Crvena Svezda Belgrade sem eru fyrirfram taldir sterkasta liðið í mótinu. Leikurinn hefst kl. 13.00 á íslenskum tíma og við bíðum eftir að fá straum á beina útsendingu og munum birta hann um leið og hann berst. Við sendum baráttukveður til strákann í Istanbul og fylgjumst spennt með. Hér má finna tölfræðina í riðlinum og skoða mótherjanna nánar.

Marta stendur sig vel á Grand Prix

Marta María Jóhannsdóttir skautaði stutta prógramið sitt í gær á Grand Prix sem fram fer í Gdansk í Póllandi. Marta stóð sig með prýði og fékk 36.71 stig og er í 29. sæti sem stendur. Marta skautar frjálsa prógramið í dag og er gert ráð fyrir að hún stígi á ísinn kl. 15.27 og má sjá beina útsendingu hér en útsendingin hefst kl. 14.10. Við óskum Mörtu góðs gengis í dag og hér má sjá stutta prógramið hjá henni í gær.

Heiðursfélagi, Ingólfur Ármannsson, fellur frá.

Ingólfur lést þann 1. september á 83. aldursári og var jarðsunginn frá Akureyrarkirju föstudaginn s.l. Ingólfur fæddist í Innbænum þann 22. desember 1936 – níu dögum áður en faðir hans fór á fund á nýársdag þar sem Skautafélag Akureyrar var stofnað. Hann lærði kornungur á skauta undir handleiðslu Stefaníu systur sinnar. Ingólfur var fæddur og uppalinn í Aðalstræti 62, þar sem aðstæður voru þannig á veturna að ef systkinin ætluðu á skauta þá var farið út um forstofudyrnar og yfir götuna, þar sem skautasvellið beið, en ef farið var á skíði þá var farið út bakdyramegin – þar sem brekkurnar biðu. Lífið snerist um skauta og skíði og Ingólfur keppti á þó nokkrum mótum árin 1953-61 og fór ásamt nokkrum félögum Í S.A. til æfinga í Lillehammer veturinn 1956.

Haustmót ÍSS

Haustmót ÍSS fór fram í Laugardalnum um nýliðna helgi. Þar stóðu okkar stúlkur sig gríðarlega vel.

Aðalfundur foreldrafélags íshokkídeildar 25. september

Aðalfundur foreldrafélags íshokkídeildar SA verður 25. september n.k. kl.20. Fundurinn verður haldinn í fundarherberginu í skautahöllinni. Efni: Venjulega aðalfundarstörf- kosið um lagabreytingu Hvetjum sem flesta til að mæta á fundinn þar sem verður farið yfir síðasta vetur og hvað er framundan í vetur. Einnig hvetjum við þá sem eru áhugasamir um að bjóða sig fram í stjórn foreldrafélagsins.

SA Víkingar fara vel af stað í Lýsisbikarnum

Ungt lið SA Víkinga sigraði Björninn á sunnudag í fyrstu umferð Lýsisbikarsins með þremur mörkum gegn tveimur. Sigurmarkið kom í framlengingu en það var engin annar en landsliðsfyrirliðinn Ingvar Jónsson sem skoraði markið með glæsilegu einstaklingsframtaki. SA Víkingar eru með flest stig eftir fyrstu umferðina en liðið fékk einnig fullt hús stiga á laugardag þar sem SR gaf þann leik.

Íshokkífólkið okkar erlendis að gera góða hluti

Nú er íshokkítímabilið að hefjast vítt og breitt um heiminn og undirbúningstímabilið hjá íshokkífólkinu okkar erlendis í fullum gangi. Við eigum 5 stúlkur sem spila í 1. deildinni í Svíþjóð og spiluðu þær allar sínu fyrstu leiki með nýjum liðum um helgina og skemmtileg tilviljun að þær mætust einmitt allar á sama mótinu. Silvía og Sunna Björgvinsdætur byrjuðu tímbailið vel og hrósuðu sigri í MonkeySports bikarnum með liði sínu Södertälje en þær röðuðu einnig inn stigum fyrir sitt lið. Silvía skoraði 3 mörk og átti eina stoðsendingu og var næst stigahæsti leikmaður mótsins. Sunna var með 3 stoðsendingar og fjórði stigahæsti leikmaður mótsins og fékk einnig mikið lof fyrir varnarleikinn sinn og þá sérstaklega í úrslitaleiknum. Ragnhildur Kjartansóttir og lið hennar Färjestad spiluðu til úrslita gegn Södertälje og náði Ragnhildur að opna markareikninginn í fyrsta leik mótsins en Ragnhildur er sóknarsinnaður varnarleikmaður af bestu gerð. Saga Margrét Blöndal og Herborg Geirsdóttir spiluðu sem lánsleikmenn með Vesteras í mótinu en báðar eru þær á mála hjá Troja/ljungby og þóttu standa sig vel á mótinu.

Aldís Kara með besta árangur Íslands frá upphafi á Junior Grand Prix

Aldís Kara náði um helgina besta árangri íslenskra skautara á Junior Grand Prix sem fram fór í Ólympíu höllinni í Lake Placid. Aldís náði 106,43 stigum sem kom henni í 20. sæti á þessu sterka móti sem er besti árangur íslenskra skautara á þessari mótaröð bæði í stigum og sæti. Einnig er þetta hennar persónulega besti árangur á móti erlendis og bætti hún sig um tæp 3 stig frá Norðurlandamótinu frá því fyrr á þessu ári.

SA Víkingar taka á móti Fjölni í Lýsisbikarnum í dag kl. 16.45

SA Víkingar hefja leik í Lýsisbikarnum í dag þegar liðið tekur á móti Fjölni í Skautahöllinni á Akureyri. Leikurinn hefst kl. 16.45 og það er frítt inn á leikinn. Lýsibikarinn er bikarkeppni þriggja aðildarfélaga Íshokkísambands Íslands, keppnisfyrirkomulag er tvöfaldur Round Robin, samtals 6 leikir. Það er Lýsi hf sem er aðal stuðningsaðili keppninnar og býður öllum frítt á alla leiki keppninnar.

Aldís Kara hefur keppni á Junior Grand Prix í kvöld

Aldís Kara Bergsdóttir hefur keppni fyrir Íslands hönd í kvöld á Junior Grand Prix sem fram fer í Lake Placid í Bandaríkjunum. Aldís dró rásnumer 23 og skautar þriðja í hópi 5. Aldís Kara hefur dvalið í Bandaríkjunum frá því á mánudag í undirbúningi sínum fyrir mótið en með henni í för er þjálfarinn hennar Darja Zaychenko sem og móðir hennar og fararsjtóri Hrafnhildur Guðjónsdóttir. Áætlað er að Aldís stigi á ísinn kl. 20.48 í kvöld á íslenskum tíma en hægt er að horfa á beina útsendingu frá keppninni á Youtube rás ISU sem má finna hér. Útsendingin frá mótinu hefst um kl. 17.00. Hér má einnig finna keppendalista og tímaplan fyrir allt mótið.