Íslandsmótið í krullu 2019

Önnur umferð Íslandsmótsins leikin á mánudagskvöldið

Íslandsmótið í krullu 2019

Íslandsmótið hófst á mánudagskvöldið.

2. flokkur SA Íslandsmeistarar 2019

2. flokkur Skautafélags Akureyrar fékk afhentann Íslandsmeistarabikarinn um helgina en liðið tryggði sér sigur í Íslandsmótinu í byrjun febrúar. Liðið er með afgerandi forystu í deildinni eða 25 stig á móti 16 stigum SR sem er í öðru sæti en SA liðið hefur unnið 8 af 10 leikjum sínum í vetur. Glæsilegur árangur hjá liðinu okkar og við óskum þeim öllum hjartanlega til hamingju með árangurinn.

SA enn taplausar í Hertz-deild kvenna

Kvennalið SA vann 7-5 sigur á Reykjavík í Hertz-deild kvenna um helgina. Leikurinn var jafnari en oft áður í vetur og var spennandi allt fram á lokamínútur leiksins. SA er með sigrinum þá enþá taplausar í vetur þegar 9 leikir eru spilaðir.

SA Víkingar náðu sigri gegn SR í Hertz-deild karla

SA Víkingar unnu 5-3 sigur á SR í spennandi leik á laugardag. SA Víkingar voru í bílstjórasætinu lengst af en SR komst inn í leikinn í 3. lotu og náðu að minnka muninn í eitt mark en nær komust þeir ekki. Þetta var síðasta einvígi þessara liða áður en þau mætast í úrslitakeppninni sem hefst 12. mars í Skautahöllinni á Akureyri.

Eyof 2019

Marta María Jóhannsdóttir var valin fulltrúi Íslands á Eyof 2019 í listhlaupi. Mótið fór fram í Zarajevo dagana 9-16. febrúar.

Fréttir frá Norðurlandamótinu í Listhlaupi

Fréttir frá Norðurlandamótinu í Listhlaupi sem fram fór í Linköping í Svíþjóð dagana 6.-10. febrúar síðastliðinn. Þar átti LSA þrjá keppendur, þær Aldísi Köru, Ásdísi Örnu Fen og Júlíu Rós

Mótstilkynning Vinamóts Frost 2019.

Mótstilkynning Vinamóts Frost 2019

Hokkíleikur fyrir stelpur hjá um helgina - Global Girls Game

Global Girls Game fer fram um helgina en þá verða spilaðir íshokkíleikur kvenna um allann heim og í öllum heimsálfum. Öllum stelpum - óvönum sem vönum - gömlum sem ungum er boðið að koma og spila íshokkíleik saman í Skautahöllinni á Akureyri sunnudaginn 17. febrúar kl. 9.55. Endilega bjóðið vinum og fjölskyldumeðlimum að taka þátt í þessu en hægt er að fá allann búnað lánaðan fríkeypis fyrir viðburðinn. Global Girls Game

SA Íslandsmeistari í 4. flokki

SA varð um helgina Íslandsmeistari í 4. flokki í bæði keppni A- og B- liða. Íslandsmótið er leikið í formi helgarmóta en liðin spila 12 leiki á tímabilinu en þetta er yngsti aldursflokkurinn þar sem keppt er til Íslandsmeistara. Bæði liðin unnu alla sína leiki í Íslandsmótinu og fengu Íslandsbikarinn afhentan í lok síðasta mótsins nú um helgina sem fram fór í Egilshöll. Til hamingju öll með frábæran árangur.