Íslandsmótið 2019

Leikjum kvöldsins frestað

Átta frá SA í U-18 landsliði Íslands sem hefur leik á HM í dag

Átta leikmenn frá SA eru hluti af U-18 landsliði Íslands sem keppir á Heimsmeistaramótinu í íshokkí 3. deildar sem haldið er í Sófíu í Búlgaríu. Fyrsti leikur liðsins er í dag þegar liðið mætir heimaliðinu Búlgaríu. Leikurinn hefst kl. 20.00 á staðartíma sem er kl. 18.00 á íslenskum tíma og má sjá í beinni útsendingu hér. Fylgjast má með dagkrá mótsins og tölfræðinni hér.

Íslandsmótið í krullu 2019

Ice Hunt óstöðvandi á Íslandsmótinu

SA Víkingar Íslandsmeistarar 2019

SA Víkingar unnu Skautafélag Reykjavíkur á laugardag í þriðja sinn í úrslitakeppninni og lönduðu þar með Íslandsmeistaratitlinum fyrir árið 2019 á heimavelli. SA Víkingar unnu leikinn á laugardag 4-1 og úrslitakeppnina þar með 3-0. Nánast fullkomið ár hjá SA Víkingum að baki en liðið vann alla 3 titlana sem í boði voru á tímabilinu, Lýsisbikarinn, deildarmeistaratitilinn og svo að lokum Íslansmeistaratitilinn ásamt því að hafa farið lengst allra íslenskra liða í evrópsku Continental Cup í haust og vakið verskuldaða athygli.

Snillingarnir okkar stóðu sig vel á Vinamóti LSA og Frost um helgina

LSA átti 5 keppendur á Vinamóti LSA um helgina.

Velheppnuðu Vinamóti LSA og Frost 2019 lokið

Í gær laugardaginn 16.mars fór fram Vinamót LSA og Frost 2019 í Skautahöllinni á Akureyri. Mótið fór vel fram og voru það ánægðir skautarar sem kvöddu höllina um miðjan dag í gær. Ánægjuleg viðbót var á þessu móti, en skautarar frá Special Olympics hópum Asparinnar var í fyrsta sinn boðið til þátttöku á Vinamót.

Uppfærð dagskrá Vinamóts Frost og LSA 2019

Uppfært 00:28 16.3 Smávægilegar breytingar hafa verið gerðar á dagskrá Vinamóts Frost og LSA 2019

Dagskrá Vinamóts Frost og LSA 2019

Dagskrá Vinamóts Frost og LSA 2019, birt með fyrirvara um breytingar.

SA Víkingar með sigur í fyrsta leik í úrslitakeppninni

SA Víkingar sigraði SR 3-2 í gærkvöld í fyrsta leik úrslitakeppninnar í íshokkí í æsispennandi leik en sigurmarkið kom ekki fyrr en í framlengingu. SA Víkingar leiða þá einvígið 1-0 en næsti leikur er strax á fimmtudag í Laugardalnum.

Íslandsmótið í krullu 2019

Ice Hunt á toppnum eftir sigur á Riddurum