12.12.2019
Listhlaupadeild Skautafélags Akureyrar stendur fyrir hinni árlegu Jólasýningu sunnudaginn 22. des nk. kl: 17, þar koma allir okkar iðkendur saman með töfrandi sýningu þar sem þema sýningarinnar í ár er The night before christmas. Láttu ekki þessa frábæru sýningu fram hjá þér fara, sjón er sögu ríkari.
Í lok sýningarinnar munum við veita viðurkenningu til Skautakonu ársins.
12.12.2019
Karlalandsliðið í íshokkí er nú statt í Brasov í Rúmeníu þar sem það hefur leik í undankeppni Ólympíuleikanna í dag. Fyrsti andstæðingur liðsins er Kyrgyztan en leikurinn hefst kl. 13.00 á íslenskum tíma og má sjá beina útsendingu frá leiknum hér. Ísland mætir svo Ísrael á morgun og Rúmeníu á laugardag en aðeins efsta liðið í riðlinum fer áfram í næstu umferð.
11.12.2019
Listhlaupadeild og íshokkídeild hafa ákveðið að allar æfingar falla niður í Skautahöllinni í dag vegna veðurs. Njótið dagsins.
10.12.2019
Allar æfingar yngri flokka í listhlaupi og íshokkí falla niður í dag vegna veðurs! Eldri flokkar fá upplýsingar um sínar æfingar síðar í dag í gegnum sportabler.
07.12.2019
SA stúlkur koma stigalausar heim úr Reykjavíkurferð í kvöld en Reykjavík vann sanngjarnan 5:4 sigur í Skautahöllinni í Laugardalnum. Þrátt fyrir það eru SA stúlkur enn með mikið forskot í deildinni en þær eru með 13 stig en Reykjavík með 5. Næsti leikur liðanna er næsta laugardag á heimavelli SA.
04.12.2019
Kolbrún María Garðarsdóttir og Hafþór Andri Sigrúnarson hafa verið valin íshokkíkona og íshokkíkarl SA fyrir árið 2019. Voru þau heiðruð um helgina í leikhléi SA og Reykjavíkur í Hertz-deild kvenna.
02.12.2019
SA átti 3 keppendur á Íslandsmóti barna og unglinga og 3 keppendur á Íslandsmeistaramóti ÍSS í listhlaupi sem fram fór í Laugardalnum um helgina. Þær skiluðu sér allar í verðlaunasæti.
02.12.2019
Aldís Kara Bergsdóttir og Júlía Rós Viðarsdóttir báðar úr listhlaupadeild Skautafélags Akureyrar urðu Íslandsmeistarar í listlaupi nú um helgina. Júlía Rós sigraði í Advanced Novice með samanlögð stig uppá 80.83 stig. Í öðru sæti í Advanced Novice var Freydís jóna Jing Bergsveinsdóttir með 70.87 stig. Í junior flokk var það Aldís Kara Bergsdóttir sem stóð uppi sem sigurvegari með 118.22 stig. Á heimsíðu ÍSS má finna frekari upplýsingar um keppnina. Við óskum stúlkunum öllum til hjartanlega hamingju með glæsilegan árangur!
30.11.2019
Í kvöld áttust lið SA og Reykjavíkur við í Skautahöllinni á Akureyri. Fyrir leikinn í kvöld var lýst vali hokkídeildarinnar á hokkífólki ársins sem eru þau Kolbrún María Garðarsdóttir og Hafþór Andri Sigrúnarson. Við óskum þeim hjartanlega til hamingju, þau eru vel að titlunum komin.
14.11.2019
Íþróttaþátturinn Taktíkin á sjónvarpsstöðinni N4 tók listhlaupadrottningarnar okkar þær Mörtu Maríu Jóhannesdóttur og Aldísi Köru Bergsdóttur í viðtal í vikunni. Sjón er sögu ríkari en viðtalið má sjá hér.