Vorsýning listhlaupadeildar 19. maí kl. 17.00

Vorsýning listhlaupadeildar Skautafélags Akureyrar verður haldin sunnudaginn 19.maí kl 17. Þar munu allir iðkenndur deildarinnar sýna listir sínar. Þemað að þessu sinni er MAMMA MIA🎉 Miðaverð 1500kr, frítt fyrir 12 ára og yngri. Við lofum góðri skemmtun! 😊

Sparisjóður Höfðhverfinga veitir Skautafélaginu fjárstyrk

Sparisjóður Höfðhverfinga hefur veitt Skautafélagi Akureyrar fjárstyrk sem afhenntur var á aðalfundi sparisjóðsins á Grenivík á dögunum. Þetta er í fyrsta sinn sem Sparisjóðurinn styrkir íþróttafélög á Akureyri en tvö önnur félög í bænum fengu einnig styrk. Styrknum verður varið í barna- og unglingastarf deilda Skautafélagsins og kann félagið þökkum til sparisjóðsins fyrir fjárstyrkinn sem mun komast til góðra nota í þágu iðkennda.

Vormót hokkídeildar 2019 er hafið

Vormót hokkídeildar hófst í gær en um 140 þáttakendur eru í mótinu í ár í 13 liðum og 4 deildum. Spilað verður alla mánudaga, þriðjudaga, miðvikudaga, fimmtudaga og sunnudaga í maí en síðustu leikirnir fara fram 26. maí. Liðskipan og dagskrá má finna hér vinstra megin á valmyndinni á hokkísíðunni. Góða skemmtun!

Aðalfundur Skautafélags Akureyrar þriðjudaginn 14. maí kl. 20.00

Boðað er til aðalfundar Skautafélags Akureyrar þriðjudaginn 14. maí kl. 20.00 í fundarherbergi Skautahallarinnar. Venjuleg aðalfundarstörf skv. lögum félagsins.

Jussi Sipponen kveður SA

Aðalþjálfari SA íshokkí hann Jussi Sipponen er á förum frá félaginu eftir að hafa verið í fjögur ár í brúnni. Jussi mun snúa aftur til síns heima og taka við liðinu sem hann kom frá í upphafi en þar tekur Jussi við sem þjálfari karlaliðsins og U-18 ára liði VG-62 í heimabænum sínum Naantali í Finnlandi. Það er með söknuði sem Skautafélagið kveður Jussi sem hefur svo sannarlega hitt í hjartastað í hokkífjölskyldunni á Akureyri.

Einstakur árangur SA íshokkí sem vann alla mögulega titla tímabilsins 2018-2019

Íshokkídeild Skautafélags Akureyrar náði þeim einstaka árangri á tímabilinu 2018-2019 að vinna alla mögulega titla sem í boði voru í íslensku íshokkí. Félagið vann deildarmeistaratitlana og Íslandsmeistaratitlana í meistaraflokki karla og kvenna. Meistaraflokkur karla vann einnig bikarmeistaratitilinn í ár ásamt því að vinna fyrstu umferð Evrópukeppnninnar Continental CUP og náði 3. sætinu í þriðju umferð keppninnar. Þá varð félagið Íslandsmeistari í öllum unglingaflokkunum 2., 3. og 4 flokk bæði A og B liða.

AÐALFUNDUR HOKKÍDEILDAR

Aðalfundur hokkídeildar verður haldin í Skautahöllinni mánudaginn 13. maí kl. 20:00. Fundarefni, venjuleg aðalfundarstörf og önnur mál. Stjórnin.

SA Íslandsmeistari í 3. flokki 2019

3. flokkur SA tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í íshokkí nú um helgina þegar liðið lagði Björninn tvívegis að velli og tryggði sér þar með Íslandsmeistaratitilinn. SA liðið vann 10 leiki af 12 í vetur en SR var í öðru sæti 6 stigum á eftir SA og Björninn í því þriðja. Glæsilegur árangur hjá flottu liði og við óskum þeim öllum til hamingju með Íslandsmeistaratitlinn og frábært tímabil.

Úrslitaleikir í Ice Cup 2019

Úrslitaleikir í Ice Cup 2019 fara fram í dag kl. 14:30

Ice Cup 2019

Results of the first day games at Ice Cup